Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 10

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 10
10 VIK A N Nr. 2, 1938 Arthur Tuckerman: gkerðU £ TeÍpÍð! 74 R L B E R G - hraðlestin staðnæmdist í f jólubláu vetrarrökkrinu. Dr. Frank Mason stökk út úr lestinni og ók sér í kvöldkuldanum. Andartaki síðar var ekki laust við að honum brigði í brún, því rétt hjá sér á stöðvarpallinum, sem var þakin ísi, kom hann auga á Gregory Valio, sem var að heilsa einhverjum komumönn- um. Dr. Mason flýtti sér frá stöðinni, því honum varð hálfórótt af að hitta Valio í Kitzhof. Að loknum miðdegisverði á veitingahús- inu, gaf hann sig á tal við gestina í litlu veitingastofunni. Hann kunni sérstaklega vel við tvo þeirra, einu Ameríkumennina í veitingahúsinu auk hans. Annar var hár, ungur maður með uppbrett nef og í hvítri prjónapeysu. Hinn var grannvaxin, Ijós- hærð, ung stúlka. Hún hafði stór, blá auga, óvenjulega fagran munn og iðaði af fjöri og kátínu. Dr. Mason féll vel við ungt fólk, og því virtist líka falla vel við hann. Það var áfjáð í að gefa honum allar upplýsingar um. Kitzhof. Þau sögðu honum, hvor skíða- brautin væri betri, og hældu mikið skíða- kennara, sem hét Leutner. Dr. Mason tók eftir því, að ungi maðurinn leit ekki af ungu stúlkunni. Kl. tæplega níu, kom dyravörður veit- ingahússins inn í veitingastofuna: — Það er sími til yðar, ungfrú Ellison, sagði hann. Ungfrúin flýtti sér út, og ungi maðurinn hleypti brúnum. Þegar hún kom aftur, að lítilli stundu liðinni, skein af henni fögnuðurinn og hrifningin. — Ég ætla upp að skipta umföt, Jasper.sagði hún við unga manninn. — Georgy Valio er að bjóða mér á Tyrola-kvöld í Majestic gistihúsinu. Hann kemur að sækja mig eftir nokkrar mínútur. Ungi maðurinn sagði stuttaralega: — Jæja þá! Hann hleypti brúnum og sneri ölglasinu sínu ótt og títt, auðsjáanlega æstur í skapi. Dr. Mason hafði tekið eftir nafni Greg- ory Valios, en sagði ekkert. Skömmu síð- ar fór hann upp að hátta, hann var þreytt- ur eftir ferðalagið. Næstu daga gaf hann sig mikið að Þessi frásögn A. Tuckerman styðst við sannsögulegan atburð, og segir frá manni, sem sýndi hvað með honum bjó, þegar í nauðirnar rak. Jasper Brian. Þeir voru á sömu skíðabraut. Unga stúlkan, Christine Ellison, var í einni byrjendadeildinni, svo þeir sáu hana mjög sjaldan á daginn. Fyrst, þegar vika var liðin, þorði Dr. Mason að spyrja Brian: — Eruð þér trúlofaðúr ungfrú Ellison? Jasper Brian roðnaði. Hann horfði á Dr. Mason, og það var eins og hann fengi löng- un til að gera hann að trúnaðarmanni sín- um. — Ég hefi verið skotinn í henni í tvö ár, sagði hann, en við erum enm ekki trú- lofuð. Dr. Mason kveikti í pípunni sinni. — Segið þér mér, spurði hann, hver er hann eiginlega þessi Valio, sem býður henni öðru hverju út á kvöldin? Ungi maðurinn hnyklaði brýnnar. — Það er einhver, sem hún kynntist síðastliðið sumar í Deanville. Ég veit ekk- ert um hann annað en það, að hann er forríkur, og kvenfólk er alveg vitlaust í honum. Ég þoli hann ekki. Teikningarnar eru eftir KARL RÖNNING Sprungan gliSnaði — og snjórinn undir hægra skíðinu snarkaði og brast undan fæti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.