Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 18

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 2, 1938 Lásbogi Barnasaga eftir Valdemar Larsen. NDRÉS lék Indíánahöfðingja. Hann átti bæði höfðingjafjaðrir og belti, og heróp hans hvinu í gegnum garð- inn, sem lá í kringum lystihúsið. Þar var hann einvaldi — að minnsta kosti, þegar mamma hans var ekki með höfuðverk. Hann var einkabarn, og öll fjölskyldan lét mikið með hann. En hann var hraust- ur strákur og þoldi mikið dálæti, án þess að verða óþolandi. Andrés hafði sérstakan hæfileika til að skemmta sér einn. Stundum sat hann í djúpum hægindastól og sökkti sér niður í einhverja áhrifamikla drengjabók, eða hann framkvæmdi eitthvað af því, sem hann hafði lesið um í bókunum. Stundum var hann á tígrisdýraveiðum í kjarrinu í garðinum. Stundum lá hann í leyni fyrir friðsömum vegfarendum með vasaklútinn fyrir andlitinu og hvellhettubyssuna í hendinni, tilbúinn að skjóta. Stundum var hann æfintýraprinz með riddarahjálm og sverð við hlið eða Tarzan, konungur apanna, og heyrðust siguróp hans um allt nágrennið. Andrés var svo lánsamur, að nágrannarnir voru gott og gamalt fólk, enda notaði hann sér það. Bak við húsið var skíðgarður. Ef hann klifraði upp á gamlan trjábol, sem stóð þar, gat hann séð inn í garðinn til Fríðu. Fríða þurfti aðeins að standa uppi á bekk, sem var í garðinum hjá. henni, til að sjá yfir allt konungsríki Andrésar. Að vísu var þarna einn staður, þar sem börn- in gátu án minnstu fyrirhafnar séð hvort til annars. Það hafði nefnilega dottið kvist- ur úr einu borðinu á skíðgarðinum og ein- mitt í þessu rétta horni. Jæja! Andrés var nú Indíánahöfðing- inn Hvít-Örn í dag. Daginn áður hafði hann verið önnum kafinn að búa til stór- an lásboga og það hafði tekizt framar öllum vonum. Hann var tæpur metri á lengd, hreinasta gersemi, að því er Andrési þótti, með löngum bambusörvum, sem voru þar að auki með stýrisfjöðrum og löng- um oddum. Mamma hans varð mjög hugs- andi, þegar hún sá þetta, en af því hann hafði haft svo mikið fyrir að búa þetta til, gat hún ekki fengið af sér að banna hon- um að leika sér að boganum. Auk þess var hann alltaf einn í garðinum. Andrés skemmti sér dásamlega. Hvað eftir annað skaut hann örvunum af bog- anum. Stundum lá hann í leyni í kjarr- inu. Stundum þaut hann á fleygiferð yfir flötina, og þegar honum tókst að láta ör- ina standa hvínandi í berkinum á einhverju af gömlu trjánum í garðinum, hljómuðu Hvít-Arnar. siguróp hans svo hvell, að Fríða stóðst að lokum ekki mátið og fór upp á bekinn. „En hvað þú lætur illa í dag, Andrés,“ hastaði hún á hann. Það var einmitt kaffi- boð fyrir alla brúðufjölskylduna hennar í dag, hennar megin við skíðgarðinn, og þessi hræðilegu óp trufluðu gestina. ,,Að sjá, hvað þú hefir óhreinkað þig í framan,“ bætti hún svo við, hneyksluð af að sjá, hvernig Hvít-Örn hafði málað sig í framan. Það var ekki laust við að höfðinginn væri dálítið móðgaður af skilningsskorti hvítu konunnar á þýðingu hermálanna, en löngunin til að ganga í augun á henni með hermennsku sinni, kom honum til að láta sem ekkert væri. „Hvíta kona,“ sagði hann og benti á stóran púða, sem lá í grasinu. „Sérðu stóra vísundinn þarna úti á sléttunni? Hann skal liggja fyrir meistaraskoti Hvít-Arnar.“ Hann miðaði og hleypti af, og honum til mikillar ánægju stóð örin föst í bak- inu á vísundinum. „Hó-hó, þetta var nú skot.“ „Andrés! Ertu alveg vitlaus! Þenna fallega, útsaumaða púða. Hvað heldurðu að mamma þin segi? Það er ekki beint skemmtilegt fyrir Indíánahöfðingja að vera minntur á yfir- ráð móður sinnar, sérstaklega þegar hann er nýbúinn að vinna hreystiverk, sem móðuraugað er ekkert sérlega lirifið af, og því er ekki hægt að lá Hvít-Erni, þó honum rynni í skap. „Hirtu þessar heimsku brúður þínar, annars skal ég skjóta ör í gegnum mag- ann á þeirri feitustu,“ sagði hann, gram- ur af þessum fullkomna skilningsskorti hennar á Indíánum. „En hvað þú getur verið óþægur í dag. Ég vil bara alls ekki vera hérna lengur,“ sagði Fríða og þrýsti að sér brúðunni Fjólu, því hótuninni var áreiðanlega beint að henni. Síðan stökk hún ofan af bekknum, tók allan brúðuhópinn og flýtti sér heim. En Andrés klifraði upp á trjá- bohnn til þess að vera viðstaddur, þegar hún kæmi aftur. Honum gramdist, að hún skyldi hafa haft síðasta orðið, og til að ná aftur virðingu sinni, datt honum í hug að gera eitthvað, sem gæti hvorttveggja í senn, hrætt hana og hrifið hana dálítið. Hann stökk ofan af trjábolnum, stað- næmdist fast við skíðgarðinn, og án þess að hugsa meira um þetta, spennti hann bogann eins og hann gat og sendi örina í gegnum gatið. Á sömu sekúndu og hann sleppti strengnum, stóð þessi taamarkalausa létt- úð skýr fyrir hugskotssjónum hans. Á augabragði minntist hann þess, hvað Fríða hafði oft gægzt yfir til hans, ein- mitt í gegnum þetta gat. 1 sama bili heyrðist skerandi vein og á eftir örvingluð kvenmannsrödd: „Barn, veslings barn! — Augað — augað!“ Andrés stirðnaði upp af hræðslu. Hann braut bogann og örvarnar með skjálfandi höndum, eins og hann gæti hindrað það, sem skeð hafði, og stakk öllu undir kjarr- ið. En hljóðin voru alltaf fyrir eyrunum á honum. Nú heyrði hann til fullorðins fólks, sem spurði og spurði. í dyrunum, sem sneru út í garðinn, birt- ist móðir hans. „Hvað hefir komið fyrir, Andrés?“ spurði hún hrædd. Drengurinn þaut kjökrandi til hennar og hjúfraði sig að henni. „Mamma, mamma, ég skaut ör í augað á Fríðu.“ „Hvað segirðu drengur ?“ stamaði hún, án þess að geta trúað þessu. Ósjálfrátt hrissti hún drenginn til þess að koma hon- um til sjálfs sín. „Hvað segirðu?“ endurtók hún æstari, um leið og hún starði á skíðgarðinn, en handan frá honum heyrðust ópin og óró- inn, þó lægra en áður. Andrés var alveg utan við sig af örvingl- un. Hann gat ekki sagt annað en: „Hvað á ég að gera, hvað á ég að gera?“ Hinn nístandi grátur og óhamingja drengsins opnaði augu móður hans fyrir skelfingu slyssins. „Drengurinn minn, drengurinn minn,“ stamaði hún örvingluð um leið og hún hálf- leiddi hann og hálf bar hann inn og lagði á legubekinn. „Litli drengurinn minn, þetta er allt saman mömmu að kenna. Hvers vegna bannaði ég þér ekki að leika þér að þess- um hræðilegu örvum? Það var þó skylda mín.“ Þau kipptust bæði við, þegar blástur sjúkravagnsins barst inn til þeirra. Þau heyrðu hann koma nær og nær. Nokkrar glaðar drengjaraddir úti á göt- unni hrópuðu upp: „Hæ, Siggi, það er eitt- hvað um að vera. Þarna kemur sjúkrabíll- inn. Við skulum fara þangað og sjá.“ Andrés gróf andlitið niður í legubekk- inn og stakk fingrinum upp 1 eyrun, en hann skalf allur af nýrri og ákafri grát- kviðu. Það leið dálítil stund, áður en móðir hans gat róað hann. Svo stóð hún upp og hljóp út og heim til Fríðu. Þegar hún kom þangað, var sjúkravagninn farinn. Utan við húsið stóð fólk og talaði í hálfum hljóð- um. Heima hjá Fríðu var aðeins vinnukonan heima, og hún vissi ekkert. „Hún missir líklega annað augað,“ stam- aði hún, og augun í henni urðu stór og kringlótt af hræðslu. „Bæði húsbóndinn og húsmóðirin fóru með hana á sjúkra- húsið.“ Móður Andrésar lá við yfirliði, þegar hún kom heim. Síðar vissi hvorki hún né

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.