Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 22

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 2, 1938 glæsileg framtíð.Það vaknaðihjámérskiln- ingur á dulrænum fyrirbrigðum. Ég hafði gaman af að skerpa ímyndunarafl mitt og ég vakti heilar nætur til þess að komast í skilning um hið raunverulega eðli svefns- ins og fá úr því skorið, hvort hann liggur í andrúmsloftinu eða í nethimnunni. — Svo komu allt í einu „prósaískari“ augnablik með beinverkjum, 41° hita, hræðilegum ofsjónum, magnleysi og örvinlan. Nú sigldu þeir félagar niður eftir fljóti, sem rennur í Amazón ofarlega, og höfðu Indíána með sér til aðstoðar. En fyrir kom það, að þeir misstu bæði bát og menn niður fyrir fossa og voru þá oft sjálfir hætt komnir. Á leið sinni hittu þeir gamlan kátsjúk- vinnslumann, Clemente Silva, er fór huldu höfði af ótta við það að verða aftur hneppt- ur í þrældóm, og slóst hann í för með þeim. Hann sagði þeim raunasögu sína og gaf þeim lýsingu á lífi og högum kátsjúk- vinnslumannanna á þessum slóðum. Skiptu þér ekki af því, sem þér kemur ekki við. Hlutsemin er ekki alltaf vel þegin. Orð í tíma töluð: IÓN heitinn Pálsson frá Hlíð undir Eyja- " f jöllum var, eins og mörgum er kunn- ugt, mjög listfengur maður á ýmsa lund, m. a. var hann ljóðskáld og tónskáld. Hann komst oft mjög einkennilega að orði og eru margar setningar hans í minnum hafðar. Eitt sinn var hann staddur í húsi vest- ur í bæ. Varð honum þá litið út um glugga og sá Halldór frá Laxnesi í Kjós ganga með heimsborgaralegu gönglagi fyrir hús- horn. Jón horfði á hann stundarkorn, snéri sér því næst við og sagði: — Að sjá hann Kiljan! Eitthvað vant- ar nú þarna! Haldið þið til dæmis að hann Shakespeare hefði gengið svona? Jón var ágætur vinur Halldórs Kiljans og hafði mikið álit á honum sem rithöf- undi. Ei að síður hafði hann ýmislegt út á Kiljan að setja og þótti hann hafa sína galla, eins og aðrir dauðlegir menn. Eitt sinn sagði Jón um Kiljan, þegar verið var að ræða um hann: — Það er merkilegt, hvað hann Kiljan getur skrifað, ekki greindari en hann er. * Ýmsar sögur eru til um riddaralegt fas og framkomu Gríms Thomsens. Hann var kunnugur þekktri söngkonu, norskri, og eitt sinn eftir söngskemmtun, sem hún hélt í Kaupmannahöfn, ætlaði hann að fylgja henni heim í vagni. Rigning var á um kvöldið og voru gang- stéttar votar. Þegar Grímur og Primadonnan komu út í anddyrið voru þrepin rennvot. Grímur bar dýrindis kápu á öxlum, svipti henni af sér og breiddi hana á þrepin, en söngkon- an steig á kápuna og því næst upp í vagn- inn. Grímur settist við hlið hennar í vagnin- um, ók burt og lét kápuna liggja. Smánaðu ekki þann vesæla og smjaðr- aðu ekki fyrir þeim volduga. Gærur - - Garnir Kálfskinn, Huðir, Æðardún, Selskinn, Hrosshár og Hreinar ullartuskur kaupir œtíð hœsta verði gegn staðgreiðslu Heildverzlun Þórodds i. Hafnarstrœli 15. Sími 2036. Lang smekklegasta og f jölbreyttasta úrval lands- ins, hvort heldur er á karla, konur eða börn. — Nokkur sýnishorn af verði í smásölu: Karlmannapeysur frá kr. 11.75 Kvenpeysur ... — — 9.85 Kven-golftreyjur — — 11.85 Kven-vesti ... — — 6.90 Barnapeysur .. — — 3.00 Rykfrakkar, karla: Verð frá kr. 44.00, upp í kr. 108.50 úr alullarefni. Smóvörur: Rennilásar, bæði venju- legir og beinlásar í ýmsum litum. Tölur, Spennur og Hnappar, fjölbreytt úrval og lágt verð. Motiv til að festa á barnaföt, svo sem: Skip kanínur, Mickey más, akkeri og fleira. Afgreiðum pantanir gegn póstkröfu. Sími 4197. VESTA Laugaveg 40.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.