Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 11

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 11
Nr. 2, 1938 VIKAN 11 Dr. Mason líkaði vel þessi athugasemd, en ungi maðurinn bætti allt í einu við vandræða- lega: — Hann er vonandi ekki vinur yðar? — Nei, hann er ekki vinur minn, svaraði Dr. Mason rólega. Hann tók eftir því og kunni því illa, að Brian hélt sig oftast á kvöldin í htlu veitingastofunni, — en Christine Ellison dansaði við Gregory Valio í stóra, skrautlega veitingahúsinu, Maje- stic. — Hvers vegna bjóðið þér henni ekki á Majestic, spurði Dr. Mason. — Ég hefi ekki efni á því, svaraði Jasper Brian. Það eru dansleikir þar tvisvar og þrisvar í viku, og þau drekka kampavín alla nóttina. Fyrr læt ég hengja mig en ég láti Valio bjóða mér. Svo bætti hann við, kannske til að friða sjálfan sig: Þetta er bara í bili. Hún hættir þessu. Annars er hún bezta og heiðarlegasta manneskja, sem ég get hugsað mér. Dr. Mason mundi eftir ákveðnum atburði í sambandi við þennan Gregory Valio. Atburði, sem hann gat því miður ekki talað um sem læknir. Dr. Mason starfaði þá í París. Hafði Valio þá einu sinni snúið sér til hans með vand- ræðamál og gert honum tilboð, sem kom alger- lega í bága við almennt siðferði lækna. Mason hafði hvorki rekið unga manninn út né komið á nokkurn hátt hranalega fram við hann. Hann hafði aðeins sagt Valio, að hann gæti ekki leyst vandræði hans. En síðan hafði hann sínar ákveðnu skoðanir um Gregory Valio. En svo mjög sem hann langaði til að geta opnað augu Jasper Brians, fannst honum sér vera ókleift að segja frá því, sem hann hafði komizt að sem lækn- ir. Hann stóð þreytulega á fætur og sló á öxlina á unga manninum. — Yður fellur ekki vel við þennan mann, og mér ekki heldur, sagði hann hughreystandi. En munið eftir máltækinu: Sér gref- ur gröf, þótt grafi. Ef Christine er eins og þér segið, lætur hún ekki blekkjast af honum. Sjálfur var hann ekki sannfærður um þessi hug- hreystingarorð sín. Þau hljómuðu dálítið tómlega. Kvöld nokkurt, viku síð- ar, kom Jasper Brian inn í veitingastofuna, þar sem Dr. Mason sat og var að tala við Leutner. Hann var hörkulegur á svipinn og óvenjulega fastmæltur, er hann lagði höndina á öxl- ina á Dr. Mason og sagði: — Ég fer með lestinni kl. 7,40 í fyrramálið. Jasper Brian. Hann kallaði á þjón- inn og bað um vín fyrir þá alla. Þegar hinir afþökkuðu vínið, sagði hann: — Jú, jú, þið drekkið nú eitt glas í alveg sér- stöku tilefni — að Christine Ellison farnist vel. Hún er nýtrúlofuð manni, sem heitir Greg- ory Valio. Dr. Mason varð orð- fall, en Leutner gamli sagði: — Þessi fallega, unga stúlka — jæja þá! Jasper titraði allur, en svo féll hann í þunga þanka. Þegar hann hafði drukkið úr glasinu, stóð hann upp. — Ég held, að ég fari upp til að ganga frá dótinu mínu, sagði hann. — Haldið þér nú, að það sé viturlegt af yður að fara, sagði Dr. Ma- son. Jasper brosti. — Ég hefi ekkert hér að gera, sagði hann. En mig langar til að biðja yður bónar. Viljið þér ekki líta eftir henni og hjálpa henni, ef hún skyldi þurfa þess með? — Þér getið treyst mér, sagði Dr. Ma- son alvarlega. Ætla þau að gifta sig á næstunni ? — Ekki fyrr en í maí, sagði ungi mað- urinn rólega. Eftir þrjá mánuði, hugsaði Dr. Mason. Ég verð að tala dálítið við þenna Valio. Ef það gengur ekki, get ég ógnað honum með lögreglunni. Það er skylda mín gagn- vart ungu stúlkunni. Þetta er þorpari. Svo sagði hann: — Mig langar til að biðja yður bónar í staðinn. Frestið för yðar um einn dag. Mig langar til að tala við yður við morg- unverðinn í fyrramálið. — Því miður, sagði ungi maðurinn. Ég get ekki verið hérna einum degi lengur. Þér sögðuð um daginn, að sér grafi gröf, þótt grafi. En hann hefir í staðinn grafið mig. Hann leit í kringum sig og gekk svo út úr veitingastofunni. Dr. Mason hugsaði með sjálfum sér: Hann verður tvo daga til Le Havre.---------- Snemma næsta morgun fór Dr. Mason upp í veitingahúsið Majestic. Hann sá Valio hvergi, en hitti Leutner. Framh. á bls. 16. Gregory Valio var efnaður ■— og stúlk- umar eltu hann á röndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.