Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 19

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 19
Nr. 2, 1938 VIKAN 19 Andrés, hvernig tíminn leið. Þau mundu aðeins eftir hræðslunni, sem greip þau, þegar móðir Fríðu stóð allt í einu í dyr- unum. Hvorugt þeirra þorði að yrða á hana. Þarna stóð hún, útgrátin, en þó þannig á svipinn, að þau gátu ekki ann- að en starað á hana. „Mér var sagt, að þér hefðuð komið heim og spurt um Fríðu, og mér fannst ég þurfa að segja yður, að það er til allrar hamingju ekki eins hættulegt og það leit í fyrstu út fyrir að verða. Læknarnir sögðu okkur, að það væri engin hætta á, að hún missti sjónina. Oddurinn hefði farið rétt hjá auganu á henni.“ ,,Ó, guði sé lof vegna drengsins míns,“ sagði móðir Andrésar kjökrandi. „Þetta hefði orðið svo erfitt fyrir hann. Hann hefir alveg verið eyðilagður af þessu hugs- unarleysi sínu.“ Móðir Fríðu virtist ekkert skilja, en sagði svo hrærð um leið og augu hennar fylltust tárum: „Ef nokkur hefir verið kærulaus, er það ég. Því það var ég, sem lét hrífuna liggja á götunni. „Hrífuna, segið þér?“ stamaði móðir Andrésar. Andrés leit upp stórum, útgrátnum aug- um, alveg ruglaður. ,,Já, hún datt um hrífuskaftið, og hrífu- tindarnir skullu í andlitið á henni. Ég á alls ekki skilið að fá litlu stúlkuna mína ómeidda af sjúkrahúsinu.” Andrés og móðir hans horfðu hvort á annað. Þau voru of hrærð til þess að geta komið upp nokkru orði. dllíhfe 4 ^úmmistimplar i frá Steindórsprenti eru beztir. Konan: „Að þú skulir geta horft fram- an í mig.“ Maðurinn: „O! Menn venjast öllum fjandanum.“ Læknir nokkur bað kunningja sinn að skrifa eitthvað í stefjabók sína, er lá á borðinu. Maðurinn settist við og fór að skrif a: „Síðan þessi ágæti læknir fór að stunda sjúklinga, hafa sjúkrahúsin algerlega lagzt niður---------“ Þá greip læknirinn fram í og sagði: „Nei, blessaðir verið þér, þetta er allt of mikið hól.“ „Bíðið þér ofurlítið," mælti hinn, „ég var ekki alveg búinn.“ Og bætti svo við: „— — en kirkjugörðum hefir fjölgað að mun.“ * Kennarinn: „Hvernig stendur á því, að þið hafið bætt við laun allra kennaranna nema ungfrú Láru?“ Skólastjórinn: „Af því hún vill reyna að líta út sem ung væri, þá getum við ekki verið að veita henni ellistyrk.“ * Anna: „Nú er langt síðan við höfum sést. Lifir maðurinn þinn ennþá?“ Stína: „Nei, hann drukknaði." Anna: „Já, — ekkert er sögulegt við það. Karlinn minn er líka dáinn. Hann var hengdur eftir langt málastapp fyrir lítil- ræði.“ Hreppstjóri nokkur skrifaði á skjöl skip- stjóra, sem sigldi skipi sínu í strand: „Við dagbókina er ekkert að athuga, skipið er löglega strandað.“ Rándýr al ótrúlegri stœrð. Framh. af síðu 8. Flest bein hellisbjarna hafa fundizt í hell- um, sem menn bjuggu þá í, og sýnir það, að mennirnir hafa sótzt mikið eftir hellis- biminum, og þá getað lagt þessi risa- vöxnu dýr að velli með hinum frumstæðu áhöldum sínum. I sama jarðlagi og bein hellisbjarnanna hafa fundizt, hafa líka fundizt beinagrind- ur hellisljónanna. Þau voru hér um bil helmingi stærri en venjuleg ljón og voru allsstaðar í Evrópu, þar sem jökul- laust var. 1 hellum mannanna hafa mjög sjaldan fundizt bein úr hellisljónum, en aft- ur á móti oft myndir af þeim á veggjun- um. Ibúarnir hafa því þekkt hellisljón, en þessir fáu beinafundir í hellunum sýna, að þeim hefir mjög sjaldan tekizt að ráða nið- urlögum þessara stóru rándýra. Loks er að geta hellishýenanna, sem voru samtíða manninum á ísöldinni. Þær voru talsvert stærri en hýenur eru nú, en einkum voru tennur þeirra sterkari og bendir það á, að þær hafa ekki lifað á hræjum heldur lagt bráðina að velli. Beina- grindur þeirra hafa fundizt ásamt beinum villidýra, hjarta og villisvína. Það verð- ur að skýra á þann hátt, að hýenurnar hafi reikað í hópum og þannig rekið önn- ur dýr í smáhópum á undan sér. Samtíða hellishýenunum lifðu í Evrópu á ísöldinni bröndóttu hýenurnar. Hellis- hýenurnar urðu kyrrar í Evrópu og biðu lægri hlut í baráttunni við hina óblíðu veðr- áttu á ísöldinni, en bröndóttu hýenurnar voru það skynsamari, að þær leituðu til Afríku og Vestur-Asíu, og þar á steppun- um sjást þær enn þann dag í dag a reiki í smáhópum. Litla bókin mín. Nr. 4 Töfrasledinn og Bangsi málar dagstofuna sína Nr. 5 Lítill Kútur og gestir hans. Herra Froskur smurði kökuna. Nóttina fyrir afmælið hans Kalla litla. Bœkur yngstu barnanna. Nr. ó 'Labbi Hvíta-skott og Leit ad örkinni hans Nóa. Það er vist að koma syndaflóð. Nr.7 Stubbur missir skottid Snapp! Bang! söng í boganum Veslings Stubbur misti skottið „Berðu þrjú högg í borðið.“ — Við fyrsta höggið kom diskur — hviss! Verð hverrar hákar 50 anrar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.