Vikan - 24.11.1938, Qupperneq 6
6
VIKAN
Nr. 2, 1938
Rándýr af ótrúlegri stœrd
drottnuðu á jörðinni fyrir milljónum ára.
Eftir dr. phil. Erik M. Poulsen.
NÚTÍMA menn eru mjög frábrugðnir
að skapnaði og öllu útliti þeim mönn-
um, sem byggðu Evrópu á ísöldinni, fyrir
hundruðum þúsunda ára. Á sama hátt er
mikill munur á dýrum vorra tíma og á
ísöldinni, og því lengra, sem við förum aft-
ur í hina geypilega löngu þróunarsögu
jarðarinnar, því meiri verður munurinn.
Fyrir mörgum milljónum ára bar mest
á skriðdýrum á jörðinni, en þá voru fyrstu
spendýrin, lítil, óásjáleg, líkust rottum, að
koma til sögunnar. Að þeim kvað síðan
mikið á tertiertímabilinu. Smá og stór, og
jafnvel risavaxin skriðdýr lifðu ekki ein-
ungis á landi, heldur og í sjó og lofti.
Þessi skriðdýr miðalda jarðarinnar
voru raunveruleg skriðdýr, hvað snerti
beinabyggingu, — skyld krókódílum og
sandeðlum nútímans. Þau skriðu ekki,
heldur gátu þau, ef svo bar undir, hlaupið,
stokkið og gengið, eins og spendýr vorra
tíma. Þess vegna köllum við þau eðlur.
Við skulum byrja á því, að athuga rán-
eðlurnar, sem voru eins skæðar og Ijón
og tígirsdýr eru nú, en langtum stærri. '
Það, sem var mest óberandi og furðu-
legast við eðlur þessa tímabils, var í
fyrsta lagi hin geypilega stærð þeirra,
og í öðru lagi, hve margbreytilegar þær
voru að skapnaði. Sumar urðu landdýr, og
svipaði hfnaðarháttum þeirra að mörgu
leyti til lifnaðarhátta fíla og flóðhesta nú-
tímans. Aðrar urðu að sjávardýrum og
líktust hvölum vorra tíma. Enn aðrar
fengu flughúð milli limanna og svifu um
í loftinu, en sennilega hefir flugleikni
þeirra ekki verið eins mikil og fugla nú-
tímans. Einkum náðu landeðlurnar, og
stundum líka flugeðlurnar, geypilegri
stærð, urðu allt að 40 m. á lengd og sjö
sinnum þyngri en fílar eru nú. Flugeðlurn-
ar náðu að vísu ekki svona mikilli stærð,
en fundizt hafa beinagrindur af þeim, þar
sem vængjahafið hefir verið allt að 3—4
sinnum meira en stærstu fugla nú.
Víða, bæði í Ameríku, Evrópu og Afríku,
hafa fundizt beinagrindur af risaeðlum og
ráneðlum. Með því að bera þessar beina-
grindur saman, hafa menn kynnzt skapn-
aði þessara útdauðu dýra.
Einkennandi fyrir margar ráneðlur, er
ósamræmið í stærð limanna. Framfæturnir
geta verið mjög litlir, en afturfæturnir
stórir og sterklegir. Þessar ráneðlur hafa
augsýnilega hoppað á afturfótunum ein-
um, og þegar þær hvíldu sig, hafa þær set-
ið á hækjum sínum og stutt sig við óvenju-
Hér sjáið þið tvö ljón, sem hafa ráðizt á mammút. Þetta risavaxna dýr hefir verið uppi þegar fyrstu
mennimir komu til sögunnar. Þá voru líka hin stóm hellisljón á þeim svæðum Evrópu, er íslaus vom
!x; «
t * * M wí 'WJ M'W ■ -mJr ss míÆ' Wi