Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 9

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 9
Nr. 2, 1938 VIKAN 9 Bókmenntir Guðbrandur Jónsson: Þjóðir, sem ég kynntist. Minningar um menn og háttu. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. Reykjavlk 1938. QUÐBRANDUR Jónsson prófessor er afkastamikill rithöfundur og hefir lagt flestar tegundir ritmennsku á gjörva hönd. Skrá yfir ritverk hans tekur til 18 frumsaminna bóka og útgáfna og verður þá sú bókin, er að ofan getur hin 19. í röðinni, en þar við bætast allmargar þýð- ingar úr erlendum málum, auk íslenzk- þýzkrar orðabókar, sem kvað vera í prent- un. Slík afköst eru auðvitað góð og virð- ingarverð, en ein út af fyrir sig endast þau þó engum höfundi til framdráttar. Fyrsta og sanngjarnasta krafan, sem góður les- andi gerir til höfundar síns, er sú að hann sé skemmtilegur. Mætti það vera mörg- um íslenzkum höfundi hugstæðara en það virðist vera, að það er vægast sagt gróf- gerð ókurteisi af hvaða höfundi sem er, að vera leiðinlegur. En slíka ókurteisi get- ur enginn borið Guðbrandi Jónssyni á brýn. Um bók þessa, „Þjóðir, sem ég kynnt- ist“, er annars það sama að segja og um margt annað, sem höfundur hennar hefir áður birt, að hún er fyrst og fremst skemmtilega skrifuð. Eins og nafn bókar- innar segir til um, fjallar hún um kynni höfundarins og þekkingu á ýmsum þeim þjóðum, sem hann hefir ferðast eða dvalið á meðal, og er því hér fyrst og fremst, eins og einnig segir í undirfyrir- sögn bókarinnar, um að ræða „minningar um menn og háttu“, persónulegar frásagn- ir, sem höfundurinn dregur sínar eigin „súbjektívu" ályktanir af, eins og höf- undurinn hefir sjálfur gert skýra grein fyrir í inngangsorðum að bókinni. Það er því að sjálfsögðu meinfangalaust frá hans hendi, þó ýmsir lesendur telji sér rétt að hafa aðrar skoðanir á einstökum atriðum, enda væri það óðs manns æði að ætla sér að taka handfylli af þjóðum og gefa hverri um sig óskeikular einkunnir, þó slíkt sé raunar mikill siður í landafræði- bókum. Hitt er jafn satt fyrir það, að í slíkar persónulegar frásagnir sem þær er „Þjóðir, sem ég kynntist" hefir að geyma, má að jafnaði sækja mikinn fróðleik, bæði um efni það, sem um er ritað, og höfund- inn sjálfan. Og víst er um það, að þeir sem kynnst hafa frásagnastíl Guðbrandar Jónssonar af fyrri bókum hans, munu ekki láta undir höfuð leggjast að lesa þessa bók. T. G. Tvær þýddar bækur. Fjórar frægar sögur. Guðmundur Finnbogason þýddi. Bókaverzlunin Mímir h. f. O ÖGUR þær, sem hér birtast í þýðingu, eru eftir þr já brezka höf., Robert Louis Stevenson, John Brown og Morley Roberts. Sá er þetta ritar veit raunar engin deili á tveim síðastnefndu höfundunum, en báðir geta þeir og sögur þeirra verið jafn fræg- ar fyrir það, eins og upplýst er í heiti bókarinnar, því sögurnar eru allar mjög vel ritaðar og mjög skemmtilegar, hver á sinn hátt. Um fyrstgreinda höfundinn er það vitað að hann var einn ástsælasti og hugðnæmasti rithöfundur á enska tungu. Eftir hann er fyrsta — og væntanlega bezta sagan í þessari bók, „Sumarskálinn í sandmóunum.“ Sú sagan er einnig lengst, rúmar áttatíu blaðsíður, áhrifamikil frá- sögn um harmræn örlög, sviprík og þjóð- sögukennd. Skuggalegt umhverfi, dular- fullar auðnir, flöktandi ský og hvikul tunglskinsbirta yfir brimóttri strönd! Slíkt er leiksvið hinna stórbrotnu og nokk- uð „reifara“kenndu örlaga og ásta, sem sagan greinir frá. Guðm. Finnbogason hefir þýtt sögurn- ar og víða með ágætum, enda er alkunna að hann hefir mikið yndi af að fara með íslenzkt mál. Á einstaka stað finnst mér verða þess vart, að þýðandinn hafi verið helzt til fljótur að grípa til ákveðna grein- isins á undan lýsingarorðum, og er þetta tekið fram vegna þess, að mörgum hættir við að nota hann meira en vel fer á í ís- lenzku máli. Arthur Weigall: Neró keisari. Þýtt hefir Magnús Magnússon. Útgefandi: Isafoldarprentsmiðja h.f. ETTA er mikil bók og merkileg á fleiri en einn hátt. Hún er nefnilega allt í senn, vísindalegt sagnrit, alþýðlegt fræðirit og „spennandi" frásögn, eins og bezt gerist um þær skáldsögur, sem mest er sótt eftir, enda f jallar hún um viðburða- mikið tímabil í sögu rómverska keisara- dæmisins, og þá fyrst og fremst um Nero keisara, en það er viðfangsefni, sem er enn í dag, eftir nærfellt 19 aldir, einkar hugleikið skáldum og sagnariturum. íslendingar hafa ekki, fremur en aðrir, talið það eftir sér, að hafa nokkuð ákveðn- ar skoðanir á Neró keisara, siðleysi hans og brjálsemiskenndri mannvonsku, enda hafa þeir átt kost á að kynnast lífi hans og háttum eftir tvennum, raunar óskild- um leiðum, en sem báðar hafa farið í svip- aða átt, og á ég þar við mannkynssögu- ágripin, sem lesin hafa verið í skólunum, og ennfremur skáldsöguna, Kapítóla, sem er eitt þeirra erlendu skáldrita, sem mesta „reifaragloríu“ hafa öðlast í meðvitund þjóðarinnar. Við lestur þeirrar bókar, er að ofan greinir, gefst mönnum væntan- lega nokkur átylla til að taka skoðanir sínar á Neró keisara til nýrrar yfirvegun- ar. Höfundur bókarinnar færir rök fyrir því, hvers vegna dómur sögunnar um hann hlaut að verða slíkur sem hann varð, og hann færir fleiri rök fyrir því að sá dómur hefir verið alveg furðulega hlut- drægur. Þess vegna birtist Neró hér les- endunum í spánýju ljósi, sem glæsilegur af- burðamaður, gáfaður og ástsæll listamað- ur og stjórnandi. Mér kæmi það ekki á óvart þó þetta yrði sú af bókum ársins, sem á fyrir sér að verða lesin einna mest, og engu síður fyrir það, þó óhjákvæmilega sé ýmislegt í henni, sem hefði til skamms tíma ekki þótt heppilegur sunnudagalestur fyrir börn. — Er vonandi að ísafoldarprentsmiðja, sem að undanförnu hefir gengið að útgáfu- starfsemi sinni með miklum stórhug og dugnaði, sjái sér fært að halda áfram að kynna íslenzkum lesendum merkileg, er- lend fræðirit um sagnfræðileg efni. Skíðabókin. Útgefandi: Bókaverzlunin Mímir h.f. OKÍÐABÓKIN heitir rit, sem komið ^ er fyrir nokkrum dögum á markaðinn. Er það þýðing á norskri bók, sem út kom fyrir stuttu og er skrifuð af ýmsum helztu íþróttafrömuðum og skíðasnillingum Nor- egs. Á frummálinu hefir bók þessi hlotið fádæma útbreiðslu og á sama hátt mun íslenzk íþróttaæska grípa hana fegins hendi. Mun Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hafa átt frumkvæði að því að bókin var þýdd á íslenzku og hefir hann skrifað formála fyrir bókinni. Steinþór Sigurðsson mag. og Jón Sig- urðsson yfirkennari hafa séð um þýðingu bókarinnar, en bókaverzlunin Mímir h.f. gefur hana út. Er bókin öll hin vandað- asta og flytur m. a. fjölda af myndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.