Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 16

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 2, 1938 Skerðu á reipið! Framh. frá síðu 11. — Hafið þér séð Valio? spurði hann. Leutner horfði framan í hann. — Þau fóru með fyrsta vagninum upp á fjallabrautina, herra læknir. — Þau? Hver? — Hr. Valio og ungfrú Ellison. Þau eru á leið til Bergil-kofans, þvert yfir skriðjök- ulinn. Þegar ég heyrði, hvert þau ætluðu, réði ég þeim frá því. Það er líka að verða svo heitt. — Guð minn góður, hrópaði Dr. Mason. — Er unga stúlkan ekki alveg óvön þess- ari íþrótt? Leutner yppti öxlum. — Ég veit það ekki. Annars er skrið- jökullinn góð æfing fyrir byrjendur. Það er bara hitinn, sem ég er hræddur við. Ég er að hugsa um að fara upp á jökulbrún. Þaðan sér maður fánann á Bergil-kofan- um. Ég bað þau um að draga upp fánann, þegar þau kæmu í kofann. Ég býst við, að þau verði þar um hádegi. Ég er dálítið órólegur vegna ungu stúlkunnar. — Ég fer með yður, sagði Dr. Mason. Þegar Christine og Valio höfðu gengið fjallabrautina á enda, tók Valio að sér stjórnina. Hann gekk á undan, þangað til þau komu efst upp í bratta, skógi vaxna brekku. Þar staðnæmdist hann til að setja langar skinnræmur á skíðin, svo að þau rynnu ekki aftur á bak. Því næst héldu þau áfram í gegnum furuskóginn. Valio var ekki sérstaklega ræðinn. Hún var farin að þekkja dutlunga hans. Þó að hann væri í bezta skapi, gat hann allt í einu orðið háalvarlegur án minnsta til- efnis. Augu hans gátu leiftrað af ofsa og jafn skjótt varð hann ofsalega kátur, al- veg upp úr þurru. Hún var orðin viss um, að það yrði sigling í roki að giftast hon- um. Hún tók að hugsa um Jasper Brian og með nokkurri sjálfsásökun. Hann hafði orðið svo óhamingjusamur, þegar hún sagði honum frá trúlofun sinni. Og hún hélt áfram að hugsa: En hvað við kon- umar erum undarlegar. Við fyrirlítum allt, sem er gott, heiðarlegt og tryggt, af því að stundum er það svo, að það síðasta, sem við girnumst er öryggi. Það er þetta, sem menn eins og Jasper geta aldrei skilið. Um hádegi komust þau út úr skóginum. Efstu tindar Bergil-fjallsins blöstu við þeim í mjúkum, hvítum bylgjum og þau verkjaði í augun. Þau settu upp sólgler- augun. — Þarna fyrir handan er skriðjökull- inn, sagði Gregory Valio og benti. — Beint fyrir neðan er kofinn, litli, svarti ferhyrn- ingurinn, sem þú sérð úti við sjóndeild- arhringinn. Þegar við emm búin að borða miðdegisverð þar, förum við niður hinu megin — þaðan liggur vegur til Kirch- berg, og þar getum við tekið lestina heim. Fyrsta breiðan, sem lá fyrir þeim, var auðveld, og tuttugu mínútum síðar voru þau komin efst upp á jökulinn. — Nú er bezt, að við notum reipið, sagði hann. — Leutner hefir haft rétt fyrir sér. Snjórinn er meyr núna. Það verður ekki erfitt að finna sprungurnar, en — ég kæri mig ekkert um að missa þig strax. Hann brosti, töfrandi brosi. Síðan tók hann reipið upp úr bakpokan- um, brá því yfir um hana og batt það síðan utan um sig. Það voru 25 metrar á milli þeirra. — Mundu það, að reipið á alltaf að vera strítt á milli okkar, sagði hann hvetjandi. — Það er hin gullna regla fyrir fjall- göngumenn. Hægt miðaði þeim, í hverju spori reyndi Valio fyrir sér með öxinni, hvort þar væru sprungur fyrir. Hann fór gætilega, því að þau gengu meðfram breiðri jökulgjá og alltaf gat verið hætta á, að hlaup kæmi í snjóinn. Þau hefðu ekki þurft að fara þessa leið, en þetta var skemmsta leið til kofans, og munaði nokkrum hundruðum metra. Þau komu að fyrstu snjóbrúnni, mjórri, bugðóttri brú, sem lá yfir djúpa sprungu, um 7 metra breiða. Á henni voru gömul för eftir skíði. — Hver, sem fer yfir svona snjóbrú, sagði Valio, skilur hana eftir dálítið hrör- legri fyrir þá, sem síðar koma. Mundu það. Hann fór hægt yfir brúna. Þegar hann var kominn yfir, hjó hann exinni niður og vafði reipinu um hana. Þá gaf hann henni bendingu. Hún fór yfir brúna, en ekki geðj- aðist henni að hinum vatnsbláu ísröndum báðum megin við skíðin. Það sást ekki niður í botn á djúpinu. — Hvað eru brýmar margar? spurði hún, og það fór hrollur um hana. — Tvær enn. Það er enginn hætta, þeg- ar snjórinn er svona fastur eins og héma. Þau héldu áfram leiðar sinnar. Næsta sprunga var full af góðum, föstum snjó, sem þau komust yfir heilu og höldnu. Síð- an lá stutt, brött brekka upp að síðustu snjóbrúnni. Hún virðist vera miklu auð- veldari en hin fyrsta. Hún var breið- ari og styttri. Valio fór fljótt yfir hana. Aftur hjó hann exinni niður og fór að stríkka reipið. En Christine var svo óþolinmóð að komast yfir, að hún gleymdi leiðbeiningum hans. Hún tók að færa sig nær Valio, en hann stóð boginn yfir ex- inni og snéri við henni bakinu. Það slak- aði stöðugt á reipinu. Þegar hún var komin hálfa leið yfir brúna, heyrði hún brest, sem var eins og smásprenging. Hún leit niður og sá sprungu í brúnni, rétt hjá skíðinu sínu. Sprungan breikkaði. Snjórinn undir hægra skíðinu losnaði — hún vissi, að hún myndi hrapa. Reipið liðaðist eins og slanga á snjó- brúnnni. Hraðar og hraðar og stríkkaði með snöggum kipp. Valio kastaði sér niður rétt við barminn á djúpinu og greip um reipið með báðum höndum. 1 spmngunni fyrir neðan, kom hann aðeins auga á hina hárauðu húfu stúlkunnar. Valio vissi, að hún hékk þarna í lausu lofti. Reipið hafði til allrar hamingju haldið. En enginn gat vitað, hvað dýpið var mikið fyrir neðan hana. * Hann hrópaði örvinglaður: — Ertu meidd? Hún kallaði aftur: — Nei . . . getur þú ekki . . . dregið mig upp. Hann reyndi að toga í reipið, en það var fast. Svo kallaði hann: — Vertu róleg. Reyndu að losa þig við skíðin og bakpokan — þá verðurðu léttari. Reipið fluttist dálítið úr stað. Þá heyrði hann, að hún kallaði: — Ég get það ekki. Reipið skarst inn í hann. Á enni hans voru svitadropar, þó að hitinn væri marg- ar gráður undir frostmarki. Alltaf sá hann á rauðu húfuna. — Geturðu ekki dregið mig upp? kall- aði hún aftur. Hann tók eftir því, að rödd hennar var óvenjulega róleg. 1 sama bili heyrði hann brest rétt fyrir aftan sig. Hann vissi um leið, að öxinn hafði látið undan. Hann greip fastara um reipið, 'en var nú farinn að renna í áttina til djúpsins. Reipið meiddi hann, svo það var hreinasta kvöl. Hann æpti: — Ég renn — ég renn —! Svarið kom um hæl úr djúpinu, langt frá en greinilega: — Skerðu á reipið! Það er engin þörf á því, að við bæði . . . ! Hann var með hníf í vasanum. Eitt andartak — og Valio skar á reipið.------- # Efst á fjallabrautinni skildi Leutner stundarkorn við Dr. Mason og fór inn í Kulms veitingahúsið. Hann kom aftur með þyngri og stærri bakpoka, sem í var kað- all og exi. — Við þurfum ef til vill að nota þetta, sagði hann. Á leiðinni í gegnum furuskóg- inn borðuðu þeir nestið sitt, og klukkan var orðin tvö, þegar þeir komu upp á jök- ulinn. — Þeim hefir seinkað mikið, sagði Leutner. — Ég skil þetta ekki. Það getur ekki verið tveggja tíma ferð yfir jökulinn. — Þau hafa gleymt að draga upp fán- ann, sagði Dr. Mason. — Þau sitja líklega inni og borða morgunverð. Leutner hrissti höfuðið. — Hann er þaulvanur f jallgöngumaður, og hann veit, að fáninn er dreginn upp til að sýna, að fólk sé í kofanum. Þér skuluð bíða hér, herra læknir. Ég skal draga upp fánann, þegar ég er búin að finna þau. Dr. Mason beið þarna við jökulinn og renndi sér fram og aftur á skíðunum. Hann tók eftir því, að óveður var í að- sigi. Skömmu síðar heyrði hann hróp í fjarska. Hann stanzaði og beið án þess að hreyfa sig. Síðan Jieyrði hann veikan hvin í skíð- um. Allt í einu kom hann auga á mann, sem dró eitthvað á eftir sér. Það var Leutner, sem dró skíði á eftir sér og á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.