Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 17

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 17
Nr. 2, 1938 VIKAN 17 Við teiknum allskonar auglýsingar, umbúðir, bréfhausa, bókakápur, vörumerki, verzlunarmerki, götu- auglýsingar og bíóauglýsingar. Auglýsing yðar gerir margfalt meira gagn, ef þér hafið í henni góða mynd. Ennfremur ætti hver verzlun ætíð að nota nafn sitt í sama formi. — Erum ávallt reiðubúnir til þess að aðstoða yður með allt, er að auglýsingum lýtur. % 1 m Austurstræti 12. Sími 4292. þeim sat manneskja í hnipri, svo að rauða húfan nam við hnén. Þegar Leutner kom til Dr. Mason, leysti hann Christine Ellison, og hún féll í snjó- inn Dr. Mason tók upp koníaksflösku og icraup við hliðina á henni. Hann þrýsti flöskustútnúm á milli vara hennar og nuddaði hendur hennar. Dr. Mason leit upp. — Hún er ekki brotin, sagði hann. — Það er bara þreyta, mjög alvarleg þreyta. Hvað hefir komið fyrir? — Ég fann hana í þriðju sprungunni, sagði Leutner. — Snjóbrúin hefir látið undan, og hún hefir dottið fimm metra niður á sylluna hægra megin. Ég þekki þessa brú. Við höfum aldrei verið hræddir við hana, því að við vissum um sylluna hægra megin. Það er ekki hægt að sjá það að ofan, sprungan er of mjó og of dimm. Hann þagnaði og augu hans skutu neistum. — En herra læknir, hélt hann áfram og rödd hans titraði. — Maðurinn var ekki hjá henni, þegar ég fann hana, og reipið — það var skorið á reipið með hníf! Skorið á það með hníf, segi ég! Og ég sá ný skíðaför, sem lágu til Bergli-kof- ans. Það var komið myrkur, þegar þau komu í Kulm-veitingahúsið, efst á fjallabraut- inn. Dr. Mason fór með Christine upp, gaf henni styrkjandi drykk og háttaði hana. Hún mælti varla orð, en starði á hann. Einu sinni sagði hún „Gregory“ og grét dálítið. En undir eins og hún var háttuð, sofnaði hún vært. Dr. Mason var hjá henni og vakti. Síðar stakk Leutner höfðinu inn um gættina og horfði spyrj- andi á Dr. Mason, sem kinkaði kolli og brosti dauft en róandi.-------- Klukkan var rúmlega átta, 'þegar Dr. Mason fór niður í litlu veitingastofuna í Kulm-veitingahúsinu. Leutner sat þar við víndrykkju og var í ákafri samræðu við gestgjafann. Þeir litu báðir við, þegar Dr. Mason kom inn. Gestgjafinn ávarpaði hann: — Hr. lækn- ir, nokkrir skógarhöggsmenn hafa fundið einhvern skíðamann hinu megin við Bergli- kofann. Þeir eru á leiðinni með hann hing- að á sleða. Hann er stórslasaður og við höfum engan lækni. Má ég reiða mig á aðstoð yðar? Dr. Mason strauk hendinni þreytulega yfir ennið. — Þetta hefir verið erfiður dagur, sagði hann, * *— en auðvitað megið þér reiða yður á mig. Leutner rauk upp. — Þér getið ekki komið með þetta svín hingað! hrópaði hann. — Dr. Mason snertir ekki á hon- um. Ef þið komið með hann, spörkum við honum út. Dr. Mason varð skyndilega ljóst, hver þetta mundi vera. Gestgjafinn tók ekkert tillit til Leutn- ers og hélt áfram: — En hann er fótbrot- inn á báðum fótum og ef til vill er haus- kúpan brotin líka. Maðurinn, sem kom með fregnina, sagði, að hann mundi aldrei stíga á skíði framar. Leutner sló í borðið: — Læknirinn snertir ekki á honum. Dr. Mason sagði rólega: — Þér sögðuð mér um daginn, Leutner, að hér á fjöllun- um yrðuð þið að gæta sóma ykkar. I stöðu minni verð ég líka að gæta sóma míns. Hann snéri sér að gestgjafanum. — Ég skal annast manninn, sagði hann. — En látið þér mig strax fá símskeyta- eyðublað. Ég verð að senda áríðandi skeyti til kunningja míns, sem kemur til Le Havre á morgun. Og færið mér svo glas af heitu víni. Mjög heitu, en ekki of sterku.------ í Englandi fer kaup lækna venjulega eft- ir húsaleigu sjúklingsins, vegalengdinni til bústaðar hans, tímanum, sem viðtalið tek- ur og hvort sjúklingurinn er vinnuhjú eða af húsbændastétt. Annars taka læknar ekki meira fyrir sjúkravitjun en viðtal. * Eini konungurinn, sem veraldarsagan hermir að komizt hafi til valda áður en hann fæddist, var Shapur II., konung- ur í Persíu, sem sat að völdum 309—379. Eftir dauða föður hans, var beðið með svo mikilli óþreyju eftir nýjum konungi, að Shapur II. var kallaður til konungdóms þrem dögum áður en hann fæddist. Krýningin fór þannig fram, að kórónan var sett efst á vögguna, sem honum var ætluð. Strútanna á stórum strútabýlum er mjög vandlega gætt vegna þess, hve f jaðr- irnar á þeim eru viðkvæmar á meðan þær eru að vaxa. Eitt af því, sem talið er að hafi áhrif á fjaðrirnar, spilli útliti þeirra og rýri verðmæti þeirra, er hinn eðlilegi breytileiki á blóðþrýstingi strútanna eftir því, hvort nótt er eða dagur. Þessi áhrif má greina á því, hvort fjaðrirnar sitja gisið eða þétt. * Finnið hjartsláttinn og sjáið þið svo vatnskranann í eldhúsinu, þegar hann er galopinn. Hugsið þið ykkur, að það fer helmingi meira blóð í gegnum hjartað í ykkur'á mínútu heldur en vatnið er, sem streymir úr krananum. * Það er hægt að venja sig á ópíum með stöðugri neyzlu. Byrjendur sofna ef þeir reykja 3—4 pípur í einu, en þegar menn hafa vanið sig á ofnautn ópíums, þurfa þeir að reykja um 50 pípur til þess að sofna. Brögð fílakaupmanna í Indlandi eru óteljandi. Ef fíll hefir meiðst undan burð- arstóli — svokölluðum bovdab — og ber ör eftir, er hann málaður. Meiðsli á höfði eru dulin með kynlegum krítarmerkjum, rifur á fótum eru fylltar með kítti, og ef tá vantar er hún límd á, því að tærnar, sem eiga að vera 5 á framfótum og 4 á afturfótum, hafa mikla þýðingu fyrir út- lit dýrsins og ráða miklu um verðið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.