Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 13

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 13
Nr. 2, 1938 VIKAN 13 % Binni og Pinni leika á Jobba. _______..vv'*._ Jómfrú Pipran: Þið Jobbi verðið að gæta strákanna vel, Milla mín. Þeir ætluðu að skrópa í skólanum, — en það viljum við ekki. Milla: Nei, þeir skulu fá að hlýða! Frú Vamban: Ö, hvað þetta er yndisleg sjón. Verið þið nú þæg og góð böm og reynið þið að vera dugleg að læra. Binni: Sjáðu, Jobbi, hér er nú yndislegt epli! Þú mátt eiga það! Pinni: Þá getur þú ekki sagt annað en að við séum góðir við þig. Milla: Jobbi minn. Þú ættir ekkert annað eftir en að reyna aðnáeplinu! Binni: Hann væri langt leiddur, ef hann vildi það ekki! Milla: Það þýðir ekkert fyrir ykkur að vera með nein fíflalæti. Jobbi sleppir ykkur ekki. Svarið þið nú þvi, sem ég spyr ykkur að. Hver var Egill Skallagrímsson ? Pinni: Það kemur mér ekki við. Bíddu annars. Bjó hann til öl? Binni: Nei, sko, hvað liggur þama? Milla: Asninn þinn, viltu ná strákunum strax! Binni: Náðu fyrst eplinu, Jobbi minn. Svo getum við talað um hitt á eftir. Það liggur líklega ekkert á. Milla: Strákaskammimar ykkar! Ég skal svei mér láta flengja ykkur! Binni: Hér er eplið, Jobbi minn! Pinni: Gættu þín, að ha,nn hrifsi það ekki af þér! Milla: Hættu Jobbi! Sérðu ekki, bjáninn þinn, að strákamir em bara að gabba þig! Binni: Jobbi minn, þú skalt ekkert skipta þér af, hvað stelpan segir. Hún er band óð í eplið. Gjörðu svo vel. Hér er það. Komdu bara svolítið nær! Binni: Já, þama liggur eplið og nú þarftu ekkert annað en að taka það! Milla: Jobbi, flýttu þér að kippa að þér ran- anum, fíflið þitt, og náðu svo strákunum. Pinni: Nú datt okkur i hug, að við gætum vel borðað eplið sjálfir. Svo það er bezt fyrir þig að fara frá rrfteð ranann! Milla: Þama sérðu, hvað ég sagði, bjáninn þinn. Þeir ætluðu sér að gabba þig — og ekkert annað. Milla: Hjálp! Hjálp! Komdu og hjálpaðu okkur, jómfrú Pipran! Jómfrú Pipran: Hvaða ósköp ganga á, Milla mín? Milla: Oj-bara, en þessir andstyggilegu strákar. Þeir hlupu í burtu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.