Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 21

Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 21
Nr. 2, 1938 VIK AN 21 hálmpípur, sem hann tróð upp í nasirnar. Það var eins og hann hefði delirium tremens eða ölæði, þannig slangraði hann viti sínu f jær milli ógiftu stúlkhanna, faðmaði þær að sér og elti þær eins og áleitinn skógarpúki. Stundum skjögraði hann til Pipa og óskaði honum til ham- ingju með hálfkveðnum orðum, því að hann hafði það til síns ágætis að vera mestur óvinur kúrekanna, hann hafði brennt bæi þeirra, og samkvæmt lögum Indíána var hann þá verður að eignast dýrindis rýting og nýjan boga. Á þessari villtu skemmtisamkomu var hin bráðáfenga „chicha“ látin ganga á milli fólksins, sem teygaði hana í stríðum straumum. Konur og börn voru með ósið- leg hróp og læti. Karlmennirnir tóku sig saman og fóru að hringsnúast með hæg- um hreyfingum eftir bumbuslætti og reyr- píputónum, og hristu vinstri fót við þriðja hvert skref, eins og reglur hins villimanns- lega dansleiks mæltu fyrir. Dans þessi líktist þreytulegri göngu herfanga utan um geysistóran hring. Voru þeir neyddir til að stíga æfinlega sömu sporin, án þess að líta upp af jörðinni, eftir hinni þung- lyndislegu hrynjandi veiðilúðursins og dimmum undirslætti bumbanna. — Menn skynjuðu brátt ekkert lengur nema óminn af hljóðfæraslættinum og heitan andardrátt dansfólksins, hvort- tveggja draugalegt eins og tunglskinið og fjarlægt eins og niðandi fljótið, sem lét villiþjóð þessari eftir sandskriðurnar á bökkum sínum, til þess að þar mætti stíga dans, án þess að reka sig á risagróður frumskógarins. Konurnar, sem stóðu þegj- andi inni í hringnum, tóku nú um mitti manna sinna og fóru að stíga sömu skref- in klunnalegar og álútar. En svo létti allt í einu yfir dansfólk- inu og allir tóku að hrópa með vaxandi ákefð, svo að undir tók í skóginum, eins og ómur frá skrækhljóma líkaböng í turn- hvelfingum einhverrar yfirnáttúrlegrar kirkju: Aj-j-j . . . Ohe! . . . — Ég lá í sandinum og studdi hönd undir kinn. Glóandi skinið frá eldum villi- mannanna upplýsti umhverfið, svo að ég gat virt fyrir mér það, sem fram fór á þessari einkennilegu hátíð. Fann ég jafnvel til fagnaðar yfir því, að félagar mínir skyldu vera fullir og geta tekið virkan þátt í leiknum. Á þann hátt myndu þeir bezt gleyma áhyggjum sínum, betur en ég gat gert, og brosa aftur við lífinu framundan. En brátt varð ég þess var, að þeir voru farnir að æpa eins og Indíánarnir, og að kveinstafir þeirra virtust hafa í sér fólgn- ar sömu hrellingarnar og vonleysið, eins og allir væru undir sömu sökina seldir, væru háðir hinum sömu beisku og óum- flýjanlegu forlögum. Þessir kveinstafir gáfu til kynna örvæntingu hinna sigruðu kynbálka, og ekki var laust við, að þeir bergmáluðu í hjarta mínu, sem var óvirkur áhorfandi, en bjó yfir svíðandi harmi, sem varirnar urðu að leyna. Aj-j-j . . . Ohe! . . Frymskógurimi — Framh. af síðu 14. Þegar ég gekk aftur að hengirúmi mínu, algerlega einmana, eltu indíánsku stelp- urnar mig og settust á hækjur sínar um- hverfis rúmið. í fyrstu pískruðu þær eitt- hvað saman í hálfum hljóðum. En loks þorði ein þeirra að lyfta upp horninu á flugnaneti mínu og teygðu þá hinar sig strax upp yfir axlir stallsystur þeirra, góndu til mín og brostu. Ég lét aftur aug- un og synjaði þannig um bæn þeirra. Þegar dagur rann, komu dansmennirn- ir heim í kofann. Brátt lágu þeir endi- langir á moldargólf inu, og mátti þá ímynda sér, að þeir væru liðin lík. Enginn félaga minna var kominn heim, og það hlægði mig að verða þess var, að sumar ógiftu meyjarnar voru ekki heldur komnar. Þegar ég gekk niður að fljótinu til að athuga, hvernig færi um kænuna okkar, fann ég Pipa allsnakinn á grúfu í sandinum, rænulausan og varnarlausan gegn brunageislum sóíarinnar. Ég tók hann í fangið og dröslaði honum í skugg- ann, því mér bauð við þessari tilhneigingu hans, að vilja ganga ber. Þessi piltur var hreykinn af hörundsristum sínum og ör- um og vildi heldur klæðast gajakblöðum en venjulegum fatnaði siðaðra manna, þrátt fyrir hótanir mínar og ákúrur. Ég ætlaðist til, að hann svæfi úr sér vímuna, og lá hann þarna, unz nóttin skall á. Dag- ur reis enn, og hann var þarna ennþá hreyfingarlaus. Þá fór mig að gruna margt. Ég tók byssuna mína ofan af snag- anum, þreif í hárið á ættarhöfðingjanum og knúði hann til að falla á kné á gólfið, en á meðan myndaði Franco sig til að sleppa hundunum. Gamh karlinn faðmaði kné mín og stundi fram skýringu: — Ekkert, ekkert! Takandi inn y a g é, takandi inn y a g é ! Ég þekkti eiginleika þessarar jurtar, sem vísindamaður einn í heimalandi mínu hafði gefið nafnið ,,telepatína“. Safi henn- ar hefur þau áhrif, ef drukkinn er, að menn sjá draumsýnir af því, sem raun- verulega gerist á fjarlægum stöðum. Ég minntist þess, að Pipa hafði nefnt hana á nafn við mig. Hún var honum gagnleg til þess að komast á snoðir um ferðir kúrek- anna og um þá staði, þar sem veiðin mundi bera beztan árangur. Og hann hafði boðið Franco að taka inn safa þessarar jurtar til þess að fá nákvæma vitneskju um það, hvar væri að finna ræningja Alicíu og Griseldu.--- Nú kom þurrktíminn, og var það lítið fagnaðarefni fyrir Arturo og félaga hans. Sumarhitinn brældi steppuna og naut- gripirnir hlupu ærðir um allt vegna hitans í leit að vatnsbóli eða einhverjum svalandi sagga í jarðveginum uppskrældum. í bugð- óttum, skrælþurrum farvegi ár einnar voru nokkrar kvígur að krafsa við hliðina á villihesti, sem var að drepast, með nasirn- ar á kafi í aurleðjunni. Hópar af Brasilíu- fálkum gleyptu í sig slöngur, froska og eðlur, sem skulfu af þorsta og ótta innan um hræ af beltisdýrum og bjórum. Naut- ið, sem fór á undan hjörðinni, útbýtti strátuggum með verndarlegri umhyggju- semi, eins og til að herða beljurnar upp í það að fylgja sér til annara héraða í leit að vatnsbóli; það baulaði öður hvoru til þess að lokka kvendýrin með sér lengra út á grösuga sandsléttuna. Ein kvígan, sem var nýborin, hafði slitið klaufunum upp í kvikur á því að krafsa í þurran jarðveginn eftir vatni, og nú kom hún aftur til kálfs- ins síns til að bjóða honum spenana upp- þornaða. Síðan lagðist hún á jörðina og fór að sleikja kálfinn, og þar drapst hún. Ég tók kálfinn í fang mér, en hann var nú svo lasburða, að hann drapst líka, áð- ur en ég fékk tíma til að gefa honum vatnsdropann, sem ég átti eftir í leður- flöskunni minni. — Þegar þurrktíminn var á enda, tók strax að rigna, og það í heldur stórfeldara lagi. Og er gengið hafði á nokkrum regnskúr- um, tók landið að fá á sig annan svip, ekki vingjarnlegri. Allt flóði brátt í vatni, hvert sem litið var. Mátti sjá ,,lapa“-páfagauka, refi og héra klifra hátt upp í trén til þess að forða sér undan flóðinu, sem lagði und- ir sig allt láglendið. Og beljurnar, sem voru á beit niðri á mýrunum með vatnið upp á miðjar síður, misstu júgrin í gráð- uga kjafta karibe-fisksins. Áfram var förinni haldið til kátsjúk- héraðanna við Vichada-fljótið. Þangað hafði Barrera ætlað ásamt mörgum mönn- um er hann hafði í hyggju að selja í ánauð niður í Brasilíu við Guainia-fljót (Rio Negro), en þaðan hafði -spurst, að menn vantaði við kátsjúkvinnslu. Lengi urðu þeir Arturo einskis varir og ráfuðu um hálf- viltir, því að erfitt var að fá upplýsingar hjá Indíánum, og Pipa, • er skildi mál þeirra, strauk nú frá þeim. Hittu þeir þá af tilviljun mann, sem tekist hafði að strjúka úr fangabúðum kátsjúkvinnslu- mannanna, og hjá honum fengu þeir fulla vissu um afdrif Alicíu og Griseldu. Barr- era hafði þær með sér, en karlmennina hafði hann selt sem þræla. — Arturo var alls óvanur ferðalögum á þessum slóðum. Þó gekk honum furðan- . lega að sigrast á hættum og erfiðleikum, eins og hinir reyndari félagar hans. En loftslagið þoldi hann ekki, og hin skað- vænlegu áhrif þess komu fljótt í ljós. — Ég hef aldrei orðið eins gagntekinn af hræðslu og þann dag, þegar ég varð skyndilega var hvikskynjanar heila míns, þegar upp rann fyrir mér sönnun þess, að ég hafði sýkst af hitabeltisköldu. En það átti sér langan aðdraganda. I meira en viku hafði ég verið stoltur af því, hvað hugur minn var skilningsgóður, tilfinningar mín- ar næmar og f jölbreyttar, hugmyndir mín- ar hárfínar. Mér fannst, ég hafa svo mikið vald á lífinu og örlögunum, ég fann svo auðvelda lausn á öllum vandamálum, að ég hugði að fyrir mér lægi alveg óvenju

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.