Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 3

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 3
Nr. 3, 1938 V1K A N 3 Fullveldi íslands 20 ára. Eftir Guðna Jónsson magister. HAUSTIÐ 1918 er mér eitt hið minni- stæðasta frá æskuárum mínum. Það var haustið áður en ég hóf skólanám. Ég átti heima á stóru heimili austur í Rangárvallasýslu. Hin daglegu störf ráku hvert annað, haustannirnar og heimaverkin, smalamennskur og sendiferð- ir og allt hvað heita hefir, eins og þeir þekkja, sem alið hafa einhvern hluta ald- urs síns í íslenzkri sveit. Ekkert af slíku festir sig sérstaklega í minni, nema eitt- hvað sögulegt eða óvenjulegt gerist, er knýr athyglina út af vanasporinu og bein- ir henni inn á nýjar brautir. En þótt þessu væri eigi til að dreifa um hin hversdags- legu störf, þá skorti þó eigi minnistæða atburði þetta haust og þá óvenjulega svip- lega og stórfellda. Kvöld eitt í október- mánuði sást risavaxin reykjarsúla bera við háloft yfir suðurjöklum, öll logandi í eld- glæringum, eins og þar væri einhver tröll- aukin flugeldasýning fyrir opnum tjöld- um. Það logaði yfir jöklinum. Katla var tekin að bræða frerann. Næstu daga sá eigi til sólar. Það varð skuggsýnt um há- degi, móða og mistur í lofti, og ofan á línhvíta mjallarábreiðuna, sem breiðzt hafði yfir jörðina nokkurum dögum áður, féll grásvart öskulag, ömurlegt eins og dauðinn sjálfur. Og vissulega var dauðinn einnig á höttunum þetta haust, en þó. með nýjum og óvæntum hætti. Skömmu síðar lagði hann leið sína austur í sveitir með spönsku veikina að vopni og gekk bæ frá bæ. Víða kvaddi hann sér einhvern heim- ilismanna til fylgdar, venjulega einhvern á bezta aldri, en alls staðar varð honum þó eigi fangs auðið. Svo ört gekk plága þessi yfir, að nálega allir lágu rúmfastir samtímis á flestum bæjum, en daglega bárust um skeið dánarfregnir úr hérað- inu. Þessir tveir stórviðburðir bera allar aðrar endurminningar frá haustinu 1918 ofurliði í hugum flestra þeirra, er lifðu og hrærðust í stríði daganna um þær mundir. Það er því ekki undarlegt, þótt sá at- burðurinn, sem sögulegastur gerðist með þjóð vorri á mælikvarða hinnar almennu þjóðarsögu á þessu sama hausti, marki ekki djúp spor í minningu mína. Endur- heimt íslenzks sjálfstæðis, sem gerðist með löggildingu sambandslagasamnings- ins þann 1. desember 1918, lét eigi heldur svo hátt yfir sér, að hún heyrðist sem lúðurhljómur frelsis um land allt í einni svipan. Allar fréttir bárust þá seinna um sveitir landsins en nú. Blöðin voru einu fréttaberarnir, og þau fluttu póstarnir eftir föstum áætlunarferðum — mánaðar- lega. Þess var því enginn kostur að fylgj- ast með þeim hátíðahöldum, sem gerðust af þessu tilefni í Reykjavík þennan sögu- lega dag. Það hafði frétzt fyrir löngu, að samningar um tengsl íslands og Danmerk- ur væru á döfinni, og flestir munu hafa búizt við því, að íslendingar fengi aðal- kröfum sínum framgengt. Á stríðsárun- um, sem á undan voru gengin, höfðu Dan- ir í raun og veru orðið að leggja árar í bát um stjórn íslandsmála. Englendingar réðu lögum og lofum um alla utanríkisverzlun Islendinga, og siglingar landsmanna voru undir þeirra eftirliti. Danir urðu að leggja niður siglingar sínar hingað, og þá var það gæfa íslands, að Eimskipafélagið gat leyst þá af hólmi. Þetta ástand ófriðaráranna gerði það að verkum, að íslendingar voru farnir að venjast af því að líta til Dana sem yfirþjóðar. Fjöldi manna tók því úr- slitum samninganna 1918 sem sjálfsögð- um hlut. Og það fór fjarri því, að þeim væri tekið með neinum eldmóði fagnaðar og hrifningar, að minnsta kosti í sveitum landsins, enda þótt menn munu í hjarta sínu hafa glaðzt yfir þeirri réttindaviður- kenningu, sem sambandslögin fálu í sér íslenzku þjóðinni til handa. Það er annað að vinna sér nafn sjálfstæðis við samn- ingaborð og að berjast til þess með vopn- um við voldugan óvin. Hinu fyrra er tekið með rólegri gleði og stilhngu, en hinu síð- ara með æstum fögnuði. Því dýrkeyptara sem sjálfstæðið er, því dýrmætara verð- ur það þeim, er það hlýtur. íslendingar hafa aldrei lært að meta það a 1 m e n n t í síðast liðin 20 ár, að þeir eru sjálfstæð þjóð. Þess vegna hefir 1. desember aldrei orðið almennur hátíðardagur þjóðarinnar, og þess vegna hafa Islendingar farið illa með sjálfstæði sitt á margan hátt. Það er fyrst eftir að ég kom í skóla, sem 1. desember verður mér minnistæður. Það var lögskipaður leyfisdagur í öllum skólum, og þá var reynt að halda einhvern veginn upp á þennan merkisdag. Annars eru það í raun og veru stúdentar einir, sem hafa gert 1. desember að opinberum hátíðisdegi sínum og haldið minningu hans á lofti. Stúdentar hafa ævinlega staðið vörð um sjálfstæðismál þjóðarinnar, allt frá dögum Jóns stúdents Sigurðssonar og fram á þennan dag, enda ber þeim líka öðru fremur skylda til þess. Það var því eðlilegt, að þeir gerði þennan dag að sín- um degi. En hátíðahöld þau, sem þeir hafa gengizt fyrir, hafa ætíð beinzt meira inn á við en út á við og náð til tiltölulega fárra. Allur þorri þjóðarinnar hefir hingað til verið ósnortinn af afmælisdegi íslenzks sjálfstæðis. Og nú höldum vér hátíðlegt 20 ára af- mæh fullveldisins, og það væntanlega með almennari þátttöku en þess afmæhs hefir hingað til minnzt verið. Á undanförnum tveimur áratugum hefir margt farið verr en skyldi um hag vorn og háttu. Þjóðin hefir lifað um efni fram í hvívetna, ekki kunnað með aflafé sitt að fara eða að sjást fyrir. Einstaklingamir hafa gert hið sama. Því býr nú á Islandi fátæk og skuld- ug þjóð. Vér höfum varið geysimiklum tíma og fé í fánýtar deilur um keisarans skegg, verið orðkringir í því að leita last- mæla hver á annan, ástunda flokkadrátt og efla sundrung. Því býr nú á íslandi sundurlynd og tvístruð þjóð. Vér höfum eigi borið gæfu til að hagnýta auðæfi landsins og gera þau arðberandi handa börnum þess, og vér höfum heft framtak margra góðra manna, sem sáu rétt og vildu vel. Vér höfum smám saman svipt oss sjálfir því frelsi, sem vér þráðum. Því býr nú á Islandi atvinnulítil og ósjálfstæð þjóð, — eftir 20 ára fullveldi. Látum nú staðar numið á þeim glæddu götum, sem vér höfum gengið á undan- förnum áratugum. Látum reynsluna kenna oss. Burt með sundrungina og flokkadrætt- ina, sem eru óvinir allra sannra framfara. Verum allir samtaka og eins hugar um það að gera sjálfstæði Islands meira en nafnið tómt, gera það virkt og verulegt. Gerum 1. desember 1938 að heitdegi allra íslendinga til batnanda hags þjóðar og einstaklinga, vaxandi. ábyrgðartilfinning- ar hvers einasta manns og konu og meiri fómfýsi í þágu íslenzkra þjóðarheilla. Þá mætti að öðrum tveimur áratugum hðnum 1. desember vera orðinn hátíðardagur a 11 r a r þjóðarinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.