Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 5
Nr. 3, 1938 VIKAN 5 Raubu Eggim. Ungversk smásaga um ömurleik forlaganna. ANNA-MARlA ók hjólbörunum sín- um út á brautarkantinn, lagði þær frá sér og settist á annan kjálkan til að hvíla sig. Börurnar voru barmafullar af korni. Limgirðingin fram með veginum var kvik og morandi af suðandi skorkvikind- um, er svifu um í gleðivímu sólar og sum- ars. Eftir afleggjara utan af akrinum komu tvær konur og sveigðu inn á veginn — og þegar þær komu auga á Önnu-Maríu, skunduðu þær á móts við hana. Það voru Zigeunastúlkur. Hin gljáandi, tinnusvörtu augu þeirra og slikjukvika, hrafnsvarta hár leiftraði í sólskininu og féll yfir hina litsterku, skræpóttu tötra, sem gátu þó ekki dulið hina sérkennilegu fegurð þess- ara kvenna. Yngri stúlkan gekk fyrir Önnu-Mariu og mælti: — Á ég að segja yður, hvað á daga yðar mun drífa? glæsilega, unga stúlka. Réttið mér hönd yðar og leyfið mér að skoða í lófa yðar. Án frekari málalenginga hlassaði stúlkan sér niður á hinn böru- kjálkann, andspænis Önnu-Maríu, greip hönd hennar og grandskoðaði hana mjög gaumgæfilega. Anna-María rak upp hlátur og gerði enga tilraun til að draga að sér hendina. Hún var lífsglöð, hamingjusöm og hraust, ung stúlka. Ekkert annað mundi þessi „spákerling“ geta frætt hana um — eða gat hún sagt henni nokkuð um Jóseph, manninn hennar, sem hún hafði verið gift í tvö ár ? Elskuðu þau nú hvort annað jafn innilega og fölskvalaust og daginn, sem þau voru gefin saman í hjónaband. Og það fór líka svo, að hin myrkeyga Zigeunadrós virtist ekki geta sagt henni annað en algjörlega þýðingarlausa hluti. Þangað til allt í einu, að hún tók snökkt viðbragð, leit til himins, og hóf raust sína með dularfullu, seiðandi tilliti: „Hér er karfa með rauðum eggjum .... heima hjá þér .... og .... þú ert ekkja.“ Anna-María kippti að sér hendinni og æpti, yfir sig fallin af skelfingu: „Þú lýg- ur því .... böl. . . bölbæna-nom.“ Spákonan svaraði þessu engu — en rétti tígulega fram höndina. Anna-María fleygði í hana koparpeningi, spratt á fætur og ók börunum áleiðis. Hún nam skjótt staðar til að hvíla sig á nýjan leik. Henni var eitthvað órótt -innanbrjósts eftir þenna leiðinlega spádóm. Svo hleypti hún í sig illsku, beit á jaxlinn og ók á stað. Eftir örskamma stund var hún aftur gripin sömu skelfingunni og fyrr. Gat nokkuð hafa komið fyrir Jóseph ? 1 huganum virti hún nákvæmlega fyrir sér andlitið á manni sínum. Hafði hann nokkuð verið þreytu- legri eða veiklulegri en hann átti að sér? Ekki rak hana minni til þess. Nei, hann var jafn hraustur og sami æringinn og alltaf. Óvini átti hann enga. Svo var guði fyrir þakkandi, að hann var maður vin- sæll af nágrönnum sínum og um margt eftirlætisgoð þeirra — og þó . . . . var það svona og svona samkomulagið milli hans og Francois Quevilly. Þeir voru grannar og lönd þeirra lágu saman. Franc- ois var ruddalegur sláni, fyrrverandi fylli- raftur og kvennaflagari, og tróð alltaf ill- sakir við menn. Þeir sáust sjaldan, Jóseph og hann. En fyrir nokkrum vikum kom Francois heim til þeirra hjóna út af óræktarholti, sem Jóseph átti og Francois vildi endilega kaupa. En Jóseph vildi ekki selja holtið, og var ákveðinn í að selja það ekki. Síðan kom Francois hvað eftir annað til að vita, hvort Jóseph hefði ekki snúist hugur — og þegar svo var ekki, fór hann alltaf í fússi og skömmum. * Jóseph sat einn heima í borðstofunni og drakk morgunkaffið sitt, þegar Francois snarar sér inn í stofuna. Hann var all- drukkinn, eins og hann var oftast á sunnu- dögum — og í þetta skipti hafði hann engan formála að erindi sínu. En Jóseph sat fast við sinn keip sem fyrr: — Þú færð holtið aldrei. Ef það dettur í mig að láta það af hendi, mun ég frem- ur gefa það einhverjum en selja þér það. — Hvern sjálfan and. . . ætlarðu þér fyrir með þetta moldarflag, sem þú hef- ir hvorki getu eða manndóm í þér til að rækta. — Ég ræð yfir mínu landi, og þú yfir þínu. — Þú hlýtur að eiga nokkrar kringl- óttar á handraðabotninum úr því þú vilt ekki selja mér holtið fyrir það ofurverð, sem ég býð þér. — Hvað sem því líður, þá hefi ég ekk: gert boð fyrir þig — og nú þætti mér bezt að þú færir. — Ég fer ekki fet fyrr en þú hefir eftir- látið mér holtið. Jóseph svaraði þessu engu og hélt áfram að lésa í blaði sínu, eins og hann væri al- einn í stofunni. Francois var sjálfur ruddi og þoldi mönnum ruddaskap og frekju, en svo Eftir Marcel Benoits. spottandi lítilsvirðing og smán gerði hann viti sínu fjær. — Þú ert blövaður asni, það ertu — og merkilegur með þig, eins og öll fífl. Mér ógnar, að ég skuh ekki fyrir löngu hafa snúið við á þér eldabuskutrýninu. — Þú skalt ekki halda að ég skipti skoðun fyrir ofuryrði þín og ribbalaskap. Reyndu bara að draua þér út héðan, svar- aði Jóseph. Með eldsnöggri hreyfingu greip Franc- ois flösku, sem stóð þar á hornhillu hjá honum, og endasenti henni af öllum lífs og sálarmætti í Jóseph. Jóseph, sem sá hverju fram vatt, reyndi að ranga höfð- inu til hliðar — en það var um seinan. Flaskan kom í gagnaugað á honum og olli honum bráðum bana. Hann féll á hendur sínar fram á borðið og lá sem hann svæfi, — og er Francois sá orðinn hlut, varð hann svo skelfdur, að hann flúði eins og fætur toguðu. Þetta hafði þá gerst — og þegar Anna- María að lítilli stundu hðinni kom heim, áttaði hún sig ekki strax á, hvað mundi hafa komið fyrir. Hún áleit að Jóseph svæfi fram á borðið — en svo hvessti hún upp augun og æpti upp yfir sig: — Eggin . . . ó, guð minn almáttugur . . . rauðu eggin!“ Hún laut að manni sínum og sá þá hvers kyns var. Hann var myrtur. Og um leið og hún hrópaði á hjálp, missti hún með- vitundina og féll aflvana á gólfið. Á gólfinu stóð strákarfa með nýorpn- um eggjum við fætur Jósephs. Hann hafði haft kröfuna með sér inn, þegar hann fór að drekka kaffið — og blóðið vætlaði úr banasárinu niður á borðið, og rann fram af borðinu niður á eggjakörfuna. Þess vegna voru eggin rauð......... Jón heitinn Pálsson frá Hlíð var all- vel að sér í hljómfræði, enda kenndi hann hljóðfæraleik um alllangt skeið. — Eitt sinn sem oftar var hann stadd- ur í Unuhúsi og var þar verið að ræða um tónlist. En Jóni þótti ófróðlegt hjalið og lagði ekkert til málanna. Loks er Jóni var nóg boðið stóð hann á fætur og sýndi á sér fararsnið. En í dyrunum snéri hann sér við og sagði: — Það er annar söngur í smjörinu en margaríninu — verið þið sæl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.