Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 18

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 3, 1938 ný og heldur áfram að spretta án afláts. Menn heyra ávextina falla, laufin hníga víðsvegar með drungalegum niði, sem fyll- ir loftið, sem fer um myrkviðu fjallsins, eins og óljóst andvarp, og þau fórna sér í áburð handa trjánum, sem eru í vexti. Það heyrist gnístran vígtanna, sem slíta bráðina í sig, meðan þær verða ekki öðr- um sterkari vígtönnum að bráð. Það heyr- ist varnaðarhvískur, stunur dauðastríðs- ins, rop mettra villidýra. Og þegar morg- unroðinn lýsir myrkviðinn í allri hans ægi- legu tign, hefst hlakkandi hávaði þeirra, sem eftir lifa, krunk óhljóðakrákunnar, hrinur villisvína, hlátrar apakattarins. Allt þetta fyrir þá skammvinnu ánægju að lifa í þessum heimareit dauðans nokkrum klukkustundum lengur! Þessi kvalaþyrsta náttúra blæs manni í brjóst æðisgengnum ótta við það, að hætt- an sé alltaf yfirvofandi. Jurtirnar finna til og skynja, en vér þekkjum ekki á hvern hátt. Þegar þær tala til vor í myrkviðum þessum, er þáð aðeins undirvitund vor, sem hefir lykilinn að máli þeirra. Undir yfirráðum þeirra verða taugar vorar að knippi af bogastrengjum, sem sveigðir eru fram og aftur og hafðir reiðubúnir á hverju augnabliki til atlögunnar, til svik- ráða, til launsáturs. Starfssvið mannlegra skilningarvita umhverfist þar. Það er aug- að, sem finnur til, öxlin sér, nefið rann- sakar, fæturnir reikna út og blóðið hróp- ar á undanhald og flótta, burt þaðan. — Við hin eyðandi og stríðandi öfl, sem takast á um völdin í frumskóginum, hefir nú bæzt eitt. Nú er hinn siðaði. maður höfðingi eyðileggingarinnar, ekki aðeins út á við gangvart hinni óvinveittu og grimmúðugu náttúru, heldur einnig inn á við gegn sjálfum sér. Það er aðdáunar- vert hugrekki, sem kemur fram í æfin- týralífi þessara ræningja, sem gera með- bræður sína að þrælum, svifta Indíánana fé og frelsi og berjast sem hetjur gegn hættum frumskógarins. Þeir eru sprottn- ir upp úr hinum nafnlausa múg borganna; auðnuleysið heima fyrir hefir spyrnt þeim út á æfintýrabrautina, út í óvissuna, og þeir taka sér fyrir hendur að brjótast inn í myrkviðinn, til þess að leita að ein- hverju, sem gæti gefið lífi þeirra eitthvert innihald, eða a. m. k. einhverja afsökun. Á fám vikum hefir hitabeltiskaldan gert þá örvita, hamstola, samvizkulausa, þeir venjast hverskonar áhættum og kunna að bjóða þeim byrgin, án annarra vopna en „winchester“-byssunnar og dólksins. — Þeir hafa þolað hinar ótrúlegustu kvalir á milli þess að þá hefir dreymt um gleð- skap og allsnægtir, þolað æðisgengin áhlaup náttúniaflanna, leiftursnögg veðra- brigði og heilsuspillandi blíðvirði, hungr- aðir alltaf og oft naktir, því að fötin eru fljót að fúna eða morkna utan af þeim. Einn góðan veðurdag reisa þeir sér svo kofa á kletti eða annarsstaðar, þaðan sem gott er að verjast hverju sem að höndum ber, helzt við eitthvert fljót. Og þeir taka sér hljómfagran titil, eins og „conquista- dorarnir“: foringi leiðangursins, braut- ryðjandinn, velgerðarmaður þjóðarinnar, yfirráðandi og eigandi héraðsins o. s. frv. Og dramb þeirra eru svo takmarkalaust, að þeir berjast sín á milli, drepa og kúga hverir aðra í hléunum, sem verða á bar- áttu þeirra gegn stórveldi skógarins. Af- rek þeirra í eyðileggingar áttina eru stór- kostleg, ekki síður en hetjuskapur þeirra. Kátsjúkleitarmenn frá Kolombíu eyði- leggja árlega milljónir trjáa og bera fyrir borð á þann hátt velferð komandi kyn- slóða. Spor þeirra um þessi ónumdu lönd líkjast innrás hinna skríðandi „tamboch- as“ maura, sem eru hinn mesti vágestur alls þess, er lífsanda dregur í skóginum. Tambochas! Þegar þetta orð er hrópað, þýðir það, að allir skuh hætta að vinna, fara út úr bústöðum sínum, kveikja í öllu saman og reyna að leita sér undankomu svo fljótt sem auðið er. Það þýðir, að í vændum sé innrás maura, sem eru kjöt- ætur. Hvaðan þeir koma né hvar þeir klekjast út, veit enginn, en þegar hausta tekur, verður þeirra vart, þá safnast þeir saman og flytjast eitthvert burt til að deyja. Trilljónaher þeirra sópar skógar- hæðirnar á margra mílna svæði með f jar- lægum hávaða, sem líkist snarki arinelds- ins. Þetta eru vænglausar bjöllur með rauðan haus og sítróngulan kropp. Hvar sem til þeirra spyrst, fyllast menn skelf- ingu, því að þeir eru varnarlausir gegn eitursafa þeirra, og svo er þetta slíkur aragrúi, þótt smáir séu! Engri holu, engri smugu, engu fylgsni hlífa þeir. Tré, lauf, hreiður, býkúpur, allt er heimsótt af þess- ari skríðandi flóðöldu, sem étur allt til agna, dúfur, rottur, slöngur, og rekur á flótta heilar þjóðir manna og dýra.------ Við Isana-fljót komu þeir Arturo og Franco loks til byggða hvítra manna. Það voru lítilfjörleg hreysi úr laufblöðum, og þó hafði orð farið af því, hvað byggingar væru veglegar og híbýli prýðileg þarna í Guaracu. Kofarnir voru með hálmþaki. Einn þeirra var, sakir umhirðuleysis þeirra, sem áttu þar heima, næstum því á kafi í skríðandi slöngujurtum með ullar- kenndum blöðum og litlum, grænleitum kálhöfðum. 1 kring um hann lágu hingað og þangað fiskuggar og bein, brynjur af beltisdýrum og ryðugar blikkdósir, sem notaðir höfðu verið til hinna ólíklegustu hluta, fyrst undir mat, síðan sem nætur- gögn ... I óhreinum hengirúmum, sem strengd voru yfir þéttar raðir af rjúkandi kveikjarspottum, er reka áttu „zancudos“- stingflugurnar á flótta, lágu flatmagandi konur með mislita vasaklúta hnýtta um höfuðið. Þar var kornungur snáði tjóðr- aður með leðuról við tréhæl skammt frá kofanum. Þegar hann skrækti, komu ófrískar konur og tötrum klæddir sjúkling- ar askvaðandi úr öllum áttum. Þarna hittu þeir félagar fyllirút einn og ræfil, sem hafði einhverju sinni tekið þátt í uppreisn og komist yfir reglulegan liðs- foringjabúning. Eftir það reiddist hann, ef hann var ekki kallaður „general", þegar hann var ávarpaður. Húsfreyjan var ,,hvít“ kona frá Brasilíu. Urðu þar allir að lúta boði hennar og banni. „Það var risavaxin kona, afskrænid af skvapkenndri fitu, með fyrirferðarmikil brjóst og mjaðmir, ljós augu, mjólkurgrátt hörund og sauðarlegan svip. I hvíta kjólnum sín- um með öllum þeim blúndum, sem hún hafði tyllt utan á hann, var hún einna lík- ust fossi. Löng perlufesti með bláum horn- um féll niður brjóst hennar, eins og lækur niður fjallshlíð. Handleggirnir voru nakt- ir upp að öxlum, skreyttir armböndum, sem söng í við hverja hreyfingu; þeir voru holdmiklir og silkimjúkir á að sjá, eins og púðar, sem gerðir eru til að láta fara vel um mann, og hönd hennar var alsett hringum og hörundsflúri, sem m. a. sýndi tvö hjörtu gegnum stungin með rýting.“ Arturo frétti þarna margt um ferðir Alicíu og Griseldu. Hann var ákveðinn í því að hætta ekki eftirleitinni, fyrr en hann hafði hrifið ástmey sína aftur úr höndum Barrera. Var honum sagt, að í fyrsta skipti, sem hann hefði gerzt nær- göngull við hana, hefði hún gripið flösku, slegið botninn úr henni upp við vegg og rekið hana svo framan í hana, svo að hann varð allur skrámugur í andlitinu. Arturo bjóst nú til að flýja úr þessum kátsjúkvinnsluhéruðum, þar sem annars var hætt við, að hann yrði þegar minnst varði gripinn og hnepptur í þrældóm, og þótt hann væri nú fárveikur af beriberi, gerði hann allan nauðsynlegan undirbún- ing undir flóttann ásamt félögum sínum og hinni feitu matrónu, sem áður er lýst. Hún hafði laumað undan talsverðu kát- sjúki frá Cayenne þrælahaldara og var því fús á að flýja með þeim. En sama dag og það átti að ske, kom Cayenne í eftirlitsferð. Framdi hann þar mörg óhæfu- verk að vanda, lét t. d. höggva hendurn- ar af Pipa greyinu án sakar. Loks réðist Arturo og félagar hans á Cayenne og fleygðu honum í fljótið. Skutu þeir hann þar á sundi til bana. Eftir það er skemmst frá að segja, að þeir sluppu undan ■ öllum þrælahöldurum í kátsjúkhéruðunum, komust á fleka nið- ur Guainía til San Joaquin, þar sem áin Vaupés rennur í Rio Negro. Þar vildi eng- inn sjá né heyra Kolombíumenn af ótta við svarta dauða, sem gert hafði vart við sig meðal kátsjúkmannanna hans Barrera. I San Gabriel við Rio Negro var þeim vel tekið af kaþólskum prófasti, sem lánaði þeim vélbát trúboðsins til Umarituba. Hann sagði þeim á frétt, að kolombíski konsúllinn væri á leiðinni frá Manaos til Santa Isabel á gufuskipinu Inca, sem færi eina ferð á viku þar á milli, en það er löng leið og vegalengdirnar upp fljótið eru það miklar, að jafnvel hraðskreiðustu mótor- bátar eru oft vikum saman á leiðinni upp- eftir. 1 Umarituba fengu þeir einnig góðar við- tökur hjá Brasilíumanni einum, sem léði þeim ekki aðeins föt og flugnanet, heldur Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.