Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 20

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 3, 1938 Æfintýri Óla í Afríku. Geir liðþjálfi hefir farið ríðandi ásamt Öla til kofa Bennó loðdýraveiðimanns til þess að bjarga honum undan þorpurum, sem ætla að ræna hann. Bennó hefir þegar verið borinn ofurliði og lið- þjálfinn er ginntur með brögðum í gildru og vopnin tekin af honum. Á meðan hefir Óla grunað margt, og hann færir sig gætilega nær kofa veiðimannsins, þar sem allt virðist vera með kyrrum kjörum. Hann ákveður að læðast upp að kofanum og gægjast inn. Dóttir loðdýraveiðimannsins, Lina litla, hefir fengið skilaboð um að gæta hestanna, en nú eltir hún Öla og biður hann um að fara með sig til pabba síns. Óli neitar því. Það er alltof hættu- legt. En Lína þrábiður hann. Lína: Eg er svo hrædd um, að það hafi komið eitthvað vont fyrir pabba. Ég þoli ekki að sitja hér og bíða án þess að vita nokkuð. Óli: Jæja þá Lína, en þú verður að lofa mér þvi að vera fyrir aftan mig, ef þeir skjóta. Ræningjamir hafa bundið Geir og Bennó og hafa tekið stigann til þess að komast upp á loft- ið, þar sem Bennó geymir hin dýrmætu hlébarða- skinn, sem þorparamir ætla að stela. En þeir vara sig ekki á hugkvæmni Geirs. Það er ekki í fyrsta skipti, sem hann kemst í færi við svona þrjóta, og hann sparkar í stig- ann svo að hann dettur og þorparinn hendist niður. Annar ræninginn liggur meðvitundarlaus á gólfinu, en félagi hans miðar skammbyssunni, og Geir er ljóst, að hans síðasta stund er komin. Þá birtist Óli í dyrunum með riffilinn sinn: Upp með hendumar, þorparinn þinn! Báðir þorpararnir em bornir ofurliði, Bennó er úr hættu og Lína litla fleyir sér í faðm föður síns. — Þú komst alveg í tæka tíð, Óli, segir Bennó. Þú hefir bjargað lífi Geirs og mínu. Það var drengilega gert. Þorpararnir eru nú bundnir og fluttir til her- búða vopnaða lögregluliðsins. Liðþjálfinn: Það var ágætt að við náðum í ræningana, Óli minn. Nú geta loðdýraveiðimennirnir hér í héraðinu verið óhultir. Og Bennó — sá var nú ánægður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.