Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 21
Nr. 3, 1938
VIKAN
21
Frá heimkynnum kátsjúksins
Framh. af bls. 18.
birgði þá einnig upp með matvæli til ferð-
arinnar til Yaguanarí, en þar fréttu þeir
að konur þeirra væru nú, heilar á húfi,
Loksins tókst þeim að ná þangað. Alícia
var þar, ófrísk og yfirbuguð af vonleysi.
Arturo vildi ekki skjóta Barrera varnar-
lausan, heldur bauð honum þrátt fyrir
sjúkleika sinn að glíma við sig. Flugust
þeir svo á og varð Barrera loks undir og
fleygði Arturo honum þá fyrir kjötæturn-
ar í fljótinu. Dró hann síðan Alicíu með
sér og sýndi henni fágaða beinagrind Barr-
era, sem fiskarnir höfðu étið allt hold af.
Henni varð svo mikið um, að hún átti
barnið, á sjöunda mánuði. Það var svein-
barn. Það lifði. —
Nú reyndu pestarsjúkhngar að ná tali
af þeim og gerðust æ nærgöngulli, en ferð-
in gekk seinlega niður fljótið og eina von
þeirra var, að gufuskipið kæmi á hverri
stundu. Að lokum urðu þau að yfirgefa
bátinn og flýja undan ofsóknum pestar-
sjúklinganna inn í skóginn með barnið
og hina sjúku konu á börum.-----------
Konsúllinn gerði út leiðangur til að leita
Cova-fjölskyldunnar og félaga hans. Sein-
asta skeytið frá honum hljóðaði svo:
,,í fimm mánuði hefir Clemente Silva
leitað þeirra árangurslaust. Engin verks-
ummerki sjáanleg. Frumskógurinn hefir
gleypt þau.“
Eftirmáli.
Þættir þeir, sem hér hafa verið birtir, eiga að
vera nokkurskonar endursögn meginþáttarins i
skáldsögunni „La vorágine“ eftir kolombíska
höfundinn José Eustasio Rivera (dó í New York
1929). Bæði í föðurlandi hans og utan þess er
nafn hans kunnugt fyrir þessa sögu, þar sem, að
sögn Alfreðs Coester, prófessors við Stanford-
háskóla, „sumir kaflamir eru framúrskarandi
raunsæjar myndir úr lífinu í kátsjúkhémðunum
og sýna slíkt þjóðfélagsástand þar, sem engan
getur órað fyrir í löndum menningarinnar.“
Þetta er ekki aðeins sagan um græna gullið
-— kátsjúkið, — heldur æfintýrið um frumskóg-
inn, um hans tignarlegu fegurð, óþrjótandi og
sí-endurnýjuð auðæfi og vægðarlausu harðneskju.
Það efni er hér i fyrsta sinn tekið til meöferð-
ar og meistaralega af hendi leyst. Um það bera
þeir vitni, sem til þekkja. Sjálfur hefir höfundur-
inn orðið að lifa frumskógarlífi, kanna torfær-
umar, vera sjónarvottur að hinum mestu hörm-
ungum og villimennsku, og ef til vill hefir hann
sjálfur dmkkið í sig hina seiðandi töfra þess-
arar tröllauknu náttúra, sem leiða ómótstæðilega
í dauðann. Loks er söguþráðurinn hversdagsleg-
ur sorgarleikur á þessum slóðum, og hefir Rivera
gerst þar kröftugur málsvari hinna ánauðugu
þræla í kátsjúkhéruðunum.
Af öðrum ritum hans er fátt að nefna; helzt
ljóðabók hans „Tierra de promision“ (fyrirheitna
landið), 26 sónettur um frumskóginn. Ekki er
teljandi fleira, sem eftir hann liggur, enda varð
hann skammlífur, dó tæplega fertugur.
Þórh. Þorgilsson.
*
Ef þú ert ónytjungur, ert þú fyrirlitinn.
Ef þú ert og duglegur, bagarðu marga og
verður hataður og ofsóttur.
Þér ráðið því sjálf,
hvort þér eruð aðlaðandi eða ekki. Það kostar í raun og
veru ekki afar mikla fyrirhöfn. Þér þurfið að stunda sport
og íþróttir, og umfram allt:
Húð yðar, hendur, hár og fætur þarf
að fá rétta hirðingu og næringu.
Fáir þekkja betur en sérfræðingurinn, sem daglega hefir
fjölda manns í andlitsfegrun, hvað húð yðar hentar.
Dagkremið þarf að innihalda vítamín F.
Það á að vera í eðlilegum húðlit.
Það þarf að gefa húðinni næga næringu,
halda henni mjúkri, fallega mattri og
hrukkulausri. Það þarf að ilma vel af
ilmvatni, sem ekki skaðar húðina.
- dajpcÁjQjn
með Vitamín F.
Minnist þess þegar þér kaupið púður, að það á að vera á húð-
inni alla daga. Það er því mjög hættulegt að nota lélegt púður.
Púðrið má ekki vera of þurt, það þarf að lita andlitið eðlilega,
það þarf að þpla vætu og gera húðina eðlilega lifandi og matta.
Mikróniserað púður er ný uppfinning, sem ryður sér til rúms
um alla Ameríku og England, enda í alla staði betra og eðli-
legra en venjulegt púður.
Dagkrem með Vitamín F.
Mikróniserað púður,
aðeins framleitt af oOAa
AUSTUOSTRÆTI 5