Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 16

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 16
f 16 festina sína. Þegar Worotow varð var við vandræði hennar, skildi hann hvers virði henni var ein rúbla, og hve þungt henni félli að missa þenna möguleika til þess að vinna fyrir sér. — Ég verð að segja yður —, sagði hann, og var nú enn þá vandræðalegri en áður; eitthvað herptist saman í brjósti hans, hann stakk umslaginu á sig aftur í flýti og hélt áfram: — Afsakið--------ég verð að biðja yður að bíða í tíu mínútur. Hann lét, sem hann hefði alls ekki ætlað sér að segja henni upp, heldur vildi að- eins biðja hana um leyfi til þess að skreppa yfir í næsta herbergi. Hann fór þangað og var þar í tíu mínútur. Þegar hann kom aft- ur, var hann í enn þá meiri vandræðum en áður. Hann sagði við sjálfan sig, að hún kynni að misskilja það á einhvern hátt, að hann fór snöggvast burt, og hon- um var sár raun að því. Kennslunni var haldið áfram. Worotow hafði engan áhuga fyrir náminu. Þegar hann fann, að hann myndi ekkert læra á þessu, lét hann ungfrúna alveg sjálfráða, spurði einskis og greip ekki framar fram í fyrir henni. Hún þýddi viðstöðulaust, allt að tíu blaðsíðum á klukkustund, en hann hlustaði ekki einu sinni á hana, heldur dró andann þungt, og til þess að drepa tímann, horfði hann ýmist á hrokkið hár hennar, hálsinn, mjúkar og hvítar hendur hennar og andaði að sér ilminum af kjól hennar. Syndsamlegar hugsanir ásóttu hann og hann fyrirvarð sig fyrir þær; eða hann hinsvegar lét sér þær vel líka, og þá gramd- ist honum, að hún skyldi haga sér svona kuldalega gagnvart honum, rétt eins og hún ætti við venjulegan skólapilt, að hún brosti aldrei, og hún virtist óttast, að hann kynni af tilviljun að snerta hana. Hann spurði sjálfan sig stöðugt, hvernig hann gæti áunnið sér traust hennar og kynnzt henni nánar, til þess þá að hjálpa henni og gera henni það ljóst, hversu klaufalega henni tækist með kennsluna, veslingnum. Eitt sinn kom Alice Ossipowna til hans í skrautlegum, rósrauðum kjól, dálítið flegnum í hálsmálið. Frá henni lagði sterk- an ilm, og maður hefði getað ímyndað sér, að hún væri sveipuð skýi og myndi fljúga burt, eða fjúka eins og reykur, ef blásið væri á hana. Hún afsakaði sig og sagði, að í dag gæti hún aðeins verið í hálftíma, því að strax eftir kennslustundina ætlaði hún á dansleik. Hann sá beran háls hennar og niður á bak, og nú þóttist h'ann skilja, hvers vegna franskar stúlkur eru álitnar léttúðugar og tælandi verur; hann drukknaði, að honum fannst, í þessari þoku ilms og fegurðar. En hún hafði engan grun um þessar hug- renningar hans, og kærði sig líklega ekki heldur neitt um þær, fletti bara í flýti einu blaðinu eftir annað og þýddi í ákafa: — Hann gekk yfir götuna og hitti kunn- ingja sinn og sagði: — Hvert ætlið þér, mér þykir sárt að sjá yður svona fölan í framan. VIKAN Alice hafði nú fyrir löngu lokið við „Endurminningarnar" og var nú að þýða aðra bók. Einu sinni kom hún klukkutíma fyrr en vanalega og afsakaði sig með því að hún ætlaði í leikhúsið. Þegar hún var farin hafði Worotow fataskipti og fór líka í leikhúsið. Hann fór þangað einungis til þess að skemmta sér og lyfta sér upp, og hugsaði alls ekki um Alice í því sambandi. Hann hefði líka alls ekki getað kannast við það, að alvarlega hugsandi og þar að auki þunglamalegur maður, sem var að búa sig undir vísindalegt lífsstarf, gæti látið allt sitja á sínu og farið í leikhúsið til þess eins, að hitta þar unga, miðlungi vel greinda stúlkukind, sem hann auk þess þekkti lítið sem ekki. 1 hléunum hafði hann samt hjartslátt, hann vissi ekki sjálfur hvers vegna. Án þess að taka eftir því, þaut hann eins og stráklingur um alla áhorfendapallana og gangana og skimaði óþolinmóður um allt; en þegar hléið var á enda, fann hann til leiðinda. Þegar hann sá rósrauða kjólinn og fallegu herðarnar, sem hann kannað- ist svo vel við, fékk hann ákafan hjart- slátt, í sælh von um nálægð hamingjunn- ar brosti hann glaðlega og — í fyrsta sinn á æfinni fann hann til einhvers, sem líkt- ist afbrýðisemi. Alice var með tveimur ófríðum stúdent- um og einum liðsforingja. Hún hló, talaði hátt og daðraði við þá. Worotow hafði aldrei séð hana svona. Hún var augsýni- lega í essinu sínu, kát, ánægð og blátt áfram. Hvers vegna? Af hverju? Ef til vill vegna þess, að þessir menn voru henni nákomnir og af sama sauðahúsi og hún sjálf. — Worotow fann, að mikið djúp var staðfest milli hans og þeirra. — Hann hneigði sig í áttina til hennar, en hún kinkaði kolli til hans og flýtti sér fram hjá. Hún vildi augsýnilega ekki, að félag- ar hennar kæmist að því, að hún hefði nemendur og stundaði kennslu út úr neyð. Eftir að Worotow hafði mætt henni þarna í leikhúsinu, skildi hann, að hann var orðinn alvarlega skotinn. Þegar hann í næstu kennslustundum starði á hina laglegu kennslukonu sína, rétt eins og hann ætlaði að éta hana með augunum, lét hann allar skírlífishugsanir sigla sinn sjó. En andlit Alice Ossipowna var eftir sem áður kuldalegt. Á hverju kvöldi klukkan átta stundvíslega, sagði hún rólega: — Au revoir, monsieur, og hann fann að henni var alveg sama um hann, og henni myndi alltaf vera sama uin hann. Og honum fannst afstaða sín vera gersamlega vonlaus. Stundum gaf hann, meðan á kennslu stóð, hugmyndaflugi sínu lausan tauminn, vonaði og byggði loftkastala, samdi ást- arjátningu í huganum og hugsaði um það, að franskar stúlkur væru léttúðugar og tælandi, en þegar hann horfði framan í kennslukonuna sína, hurfu þessar hugsan- ir eins og dögg fyrir sólu. Einu sinni varð hann svo heillaður, að hann gleymdi sjálf- um sér alveg, og þegar hún ætlaði að fara Nr. 3, 1938 út úr herbergi hans, gekk hann í veg fyrir hana, og hóf ástarjátningu sína, stamandi og stynjandi: — Þér eruð mér dýrmæt! Ég-------elska yður. Leyfið mér að tala! Alice fölnaði — líklega af hræðslu við það, að eftir þessa játningu gæti hún ekki komið framar til hans, og tapaði þannig þessari einu rúblu á dag. Hún setti upp óttasvip og hvíslaði hátt: — Æi — ein! Þetta megið þér ekki! Talið ekki svona! Þetta megið þér ekki! Worotow gat ekki sofið næstu nótt. Hann skammaðist sín niður fyrir allar hellur, ásakaði sjálfan sig og hugsaði um þetta afturábak og áfram. Honum virtist hann hafa móðgað ungu stúlkuna með ást- arjátningu sinni, og nú myndi hún aldrei koma framar. Hann ákvað að fara strax næsta morg- un á lögreglustöðina og fá þar upplýsing- ar um heimilisfang hennar og skrifa henni síðan afsökunarbréf. En Alice kom, þó að hún hefði ekkert bréf fengið. 1 fyrstu var hún eins og dá- lítið utan við sig, en svo áttaði hún sig, fletti upp í bókinni og byrjaði að þýða, fljótt og fimlega, eins og hún var vön: Ó, ungi maður, eyðileggið ekki blómin, sem ég ætla að gefa veiku dóttur minni. — Hún kemur til hans enn í dag. Hún er búin að þýða fyrir hann fjórar bækur, en Worotow, man ekki stakt orð af því, nema aðeins „Mémoires“. En ef hann er spurður um vísindastörf sín, bandar hann bara með hendinni og fer að tala um veðrið. Síðasta árið, sem Geir heitinn Zoega, rektor Menntaskólans í Reykjavík lifði, var hann orðinn mjög sljór af elli. Fékk hann því tvo Menntaskólakennara, þá Jón heitinn Ófeigsson og Pál Sveinsson, til þess að gæta siðferðisins á danzleikjum skólans. Þorvaldur Þórarinsson, nú lögfræðing- ur í Reykjavík, var þá í skólanum. Eitt laugardagskvöld var danzleikur sem oftar í skólanum, og kom Þorvaldur upp- eftir, allmikið drukkinn. Gengur Jón heitinn Ófeigsson til hans inn í sal og segir, að honum sé bezt að fara heim. Tekur Þorvaldur því vel og fer. Þegar Þorvaldur kemur niður á gang, hittir hann Pál Sveinsson og segir Páll honum líka að fara heim, en Þorvaldur segist vera á leiðinni. Næsta mánudag á eftir kallar rektor Þorvald inn til sín og fer að vanda um við hann. Segir að bæði Jón og Páll hafi séð hann drukkinn á danzleiknum. Lauk rektor áminningarræðu sinni með þessum orðum: — Ég hefi ekkert á móti því, þó að menn fái sér í staupinu. En að vera tvisv- ar fullur á sama ballinu, það sjáið þér sjálfur, Þorvaldur, að getur ekki gengið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.