Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 19
Nr. 3, 1938
VIK AN
19
Æfintýrin í New York útvarpinu
Já, hana lang-
ar til þess — en
hún kvíðir svo
fyrir, að hún
veit ekki ....
— Við kvíðum öll fyrir, segir majór
Bowes, — en ég skal hjálpa yður, ef þess
þarf með.
Áheyrendur hlæja og klappa, og stúlk-
an syngur.
Það er engin furða, þó að margir af leik-
mönnunum séu kvíðafullir. Það er mikið,
sem þeir eiga á hættu, — ef til vill öll
þeirra framtíð er í veði. En majórinn tal-
ar svo vingjarnlega við þá, og honum tekst
venjulega að gera þá rólega.
Allt samtalið fer fram fyrir framan
hljóðnemann, og eru hvorki spurningarn-
ar né svörin æfð áður. Bowes hefir aðeins
nokkur blöð hjá sér með upplýsingum um
hvern leikmann og eftir þeim spyr hann,
en þeir svara því, sem þeim
dettur í hug.
Stundum kemur það fyrir, að
einhverjum misheppnast alger-
lega. Þá gefur majórinn sterk-
um, þrekvöxnum manni, sem
stendur úti í horni, bendingu og
hann leiðir leikmanninn vin-
gjarnlega en hiklaust burtu.
Majórinn vill ekki eiga það á
hættu, að leikmaðurinn, ef hon-
um mistekst, fari að skammast
í hljóðnemann og því er honum
ýtt fljótt út.
Nú koma tveir ,,cowboys“ frá
Texas hlaupandi inn á leiksvið-
ið og tala fyrst dálítið saman
með hinum sérkennilega fram-
burði sínum, síðan „steppa“
þeir. Því næst koma tveir ungir
menn og stúlka, sem „hvísla“
eins og Gréta Keller.
Brúnn, ungur strákur frá Jamaica syng-
ur „kolaretur“-söng og ungur strákur, sem
er sendisveinn í ísbúð, syngur og steppar.
Þetta er bezta frammistaða kvöldsins.
Hann fær atvinnu.
Kona nokkur og 16 ára gömul dóttir
hennar herma eftir fuglum, og gamall
klæðskeri syngur Lepolleros Aríuna úr
„Don Juan“.
Þá er leikmannatímanum lokið.
Ungur maður fór með mig upp í síma-
herbergið, stórt, ílangt herbergi. Við tvö
löng, ómáluð tréborð sitja 40 stúlkur önn-
um kafnar við að skrifa niður dóma hlust-
endanna um leikmennina.
Þær afgreiða símtal á fimmtu hverri
sekúndu. Ungi maðurinn snýr sér að mér
og segir: „Nú höfum við afgreitt 8000
símtöl, en áður en kvöldið er úti, verða
þau 30.0000, ef til vill komumst við upp í
50.000. Við þetta bætast svo öll símskeyt-
inu og póstbréfin snemma í fyrramálið."
Þegar leikmennirnir hafa heyrt dómana
hjá símastúlkunum, fara þeir heim. Sumir
hafa þegar gert sér ljóst, að þeir eigi ekki
að leggja út á þessa braut. Aðrir bíða í
nokkra daga í mikilli eftirvæntingu — í
Framh. af bls. 8.
von um að fá tilboð frá forstjóra leikhúss
eða kvikmyndahúss — eða fá stöðu í fjöl-
leikaflokkum majór Bowes.
Majórinn á ellefu leikmannaflokka, sem
ferðast um og sýna listir sínar í leikhús-
um, bíóhúsum og hvar sem þeir geta feng-
ið áheyrendur. Foringi er fyrir hverjum
flokki.
Þrír til fjórir menn úr hverjum leik-
mannatíma fá stöðu við fjölleikaflokka
Tveir fjörugir negrar leika
bezta atriðið í leikmanna-
tima majórs Bowes.
majórsins. Þegar menn nú athuga, að
margir þeirra eru atvinnulausir þegar þeir
koma að hljóðnemanum, og örfáum mín-
útum síðar eru þeir búnir að fá atvinnu
með 50 dollara kaupi á viku, enda ef til
vill góð leið til frægðar, þá sér maður með
hvaða hraða æfintýrin gerast í Bandaríkj-
unum.
Sarah Berner verzlunarmær lenti í einu
þessara æfintýra.
Henni hafði verið sagt upp stöðunni, af
því hún hafði hermt eftir móðursjúkum
viðskiptavini, þegar hann var farinn. En
allt í einu, meðan starfsfólkið í búðinni
veltist um af hlátri, kom viðskiptavinur-
inn inn aftur og sá, hvað um var að vera.
Hann varð svo reiður, að hann kærði þetta
fyrir verzlunarstjóranum og árangurinn
varð sá, að Sarah var rekin úr stöðunni.
En hún hafði hermt svo vel eftir þessum
reiða viðskiptavini, að félagar hennar
sögðu við hana: „Þetta er ágsett atriði
í leikmannatím-
ann. Farðu og
talaðu við maj-
órinn!“
Það gerði hún
— og tíu dögum síðar lék hún þetta fyrir
hljóðnemann. Hún fékk strax atvinnu, og
tveim tímum síðar sat hún í flugvél á leið
til fjölleikaflokks eins, sem hún átti að
starfa með. 1 vasanum var hún með samn-
ing um 50 dollara í kaup á viku.
Önnur ung stúlka, Rhoda Chase að
nafni, lenti í samskonar æfintýri.
Áður en hún söng í leikmanna-tímanum,
sagði hún frá því, aðspurð af majórnum,
að hún væri fædd í Pittsburg, að hún
hefði verið þar á barnaheimili og bætti
við: „Ég vildi, að það væri útvarp á barna-
heimilinu, svo að börnin gætu heyrt til
mín. Ég á enga ættingja, sem ég get sung-
ið fyrir, og því ætla ég að syngja fyrir
börnin á barnaheimilinu."
Hún söng ágætlega og fór svo
aftur til vinnu sinnar.
Tuttugu mínútum síðar fékk
hún skeyti. Það var frá borgar-
stjóranum í Pittsburg og í því
stóð, að ef Rhoda Chase vildi
koma til Pittsburg, skyldu þeir
gera hana að drottningu borg-
arinnar í tvo daga og veita
henni allt, sem hún óskaði.
Majór Bowes vissi, hvaða
þýðingu þetta hefði og las
skeytið í útvarpið og sagði:
„Jæja, hr. borgarstjóri, þér get-
ið búizt við Rhoda eftir tvo
tíma. Hún fer með flugvél og
þegar hún lendir er hún drottn-
ing í Pittsburg.“
Rhoda flaug til Pittsburg, hinnar frægu
stáliðnaðarborgar. Þar tók borgarstjórinn
og hópur af fólki á móti henni kl. 2 um
nótt. Borgarstjórinn stóð við orð sín. Hún
var látin búa í bezta veitingahúsinu og
fékk blóm og gjafir, og veizlur og dans-
leikir voru haldnir henni til heiðurs.
Þegar Rhoda átti að fara heim aftur,
sótti majór Bowes hana. Hún hafði aðeins
haft með sér til Pittsburg litla tösku, en
á heimléiðinni var hún með óteljandi
kistur.
Á heimleiðinni sagði hún majórnum,
hvað sér hefði þótt gaman að æfintýrinu
og sagði að lokum:
„Bara að ég ætti marga bræður og syst-
ur til þess að segja þeim frá þessu.“
Rhoda fékk atvinnu og sagði nýjum
áheyrendum á hverju kvöldi æfintýrið um
sjálfa sig, nýtízku öskubuskuna.
Það skeður margt skrítið í Ameríku.
Dag nokkurn gekk ungur strákur fram
hjá öllum einkariturum majór Bowes, beint
inn til majórsins, settist fyrir framan
hann og sagði:
„Heyrið þér, hr. majór. Án þess að hrósa
sjálfum mér er ég bezti söngvari heims-
ins. Viljið þér lofa mér að syngja í út-
varpið? Kannske þér getið gefið mér einn
dollar?“ Framh. á bls. 22.