Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 22
22
VIKAN
Nr. 3, 1938
Æfintýrin i New York út-
varpinu. Frh. af bls. 19.
Majórinn talaði við hann. Maðurinn
sagðist heita Skeets Simmons, vera ferða-
langur og ferðalöngunin væri sér í blóð
borin. Hann kvaðst leita sér vinnu, hann
þyrfti að ferðast, þegar hann gæti.
Hann fékk dollarann og lofaði að koma
daginn eftir. Það gerði hann líka og majór-
inn talaði við hann góða stund, lét hann
syngja og lofaði honum, að hann skyldi
fá að syngja í næsta leikmanna-tíma.
Á tilteknum tíma gekk Skeets að hljóð-
némanum, en hann fékk alls ekki að
syngja. Hann hafði ekki við að svara
spumingum majórsins og svaraði þeim svo
kaldranalega og fruntalega, að áheyrendur
veltust um af hlátri.
Majór Bowes sagði í útvarpið, að Skeets
væri tramp — flækingur —. Því reiddist
hann og skýrði frá því, að hann væri eig-
inlega ekki tramp heldur hobo. Hobo væri
maður, sem flæktist reyndar um en fengi
sér vinnu hér og þar, tramp væri aftur á
móti bara flækingur og nennti aldrei að
vinna, bum væri maður, sem nennti hvorki
að ferðast um né vinna.
Daginn eftir sagði majórinn: — Mig
langar til þess að senda yður með einum af
fjölleika-flokkunum mínum, en ég er
hræddur um, að það sé svo mikið flækings-
eðli í yður og að þér hlaupið burtu einn
góðan veðurdag.
Skeets sór og sárt við lagði, að hann
mundi ekki strjúka, svo að Bowes lét hann
fara. I fyrstu fékk hann 60 dollara á viku,
og helminginn af því setti hann í' banka í
New York.
Skeets hafði heppnina með sér. Alls-
staðar urðu áheyrendurnir stór hrifnir af
sögum hans frá þjóðvegunum, stundum
hlóu þeir og stundum voru þeir með tár-
in í augunum af meðaumkun með vesalings
manninum, sem hafði reynt svona margt
og hvaðanæfa voru Skeets sendar gjafir:
Skór, sokkar, skyrtur, notuð föt og ýmis-
legt fleira frá gefendum, sem vildu honum
vel. Hann fékk miklar gjafir, og það, sem
hann þurfti ekki sjálfur að nota gaf hann
flækingunum á þjóðvegunum, þeim sem
bágast voru staddir.
Nú er Skeets forstjóri eins flokksins og
hefir í kaup 125 dollara á viku, en þetta
hefir ekki stigið honum til höfuðs. I hverri
viku skrifar hann majórnum, og alltaf
þegar ferðalöngunin grípur hann, biður
hann um ferðaleyfi. Helming launa sinna
setur hann á vöxtu í banka. Hinum helm-
ingnum skiptir hann í tvennt, sjálfur fær
hann annan helminginn, en hinn helming-
inn fær móðir hans, sem búsett er í Pen-
sylvaniu.
Majór Bowes hefir allra manna mesta
almenningshylli í útvarpi Bandaríkjanna.
Auðvitað er það sumpart því að þakka,
hvað hann finnur vel, hvað áheyrendum
fellur bezt, en kannske enn meira því, hve
hlustendurnir eru hrifnir af maunúð hans
Á flótta fró lifinu. -
Framh. af bls. 11.
urdag fékk hann svo bréf, þess efnis að
hún hefði kynnzt öðrum, sem hún hélt, að
hún myndi verða hamingjusamari með.
Þetta hafði komið eins og þruma úr
heiðskíru lofti og lamað hann andlega.
Þegar hann kom til sjálfs sín, hafði hann
flúið til Sandeyrar til þess að vera einn,
langt frá öllum mönnum. Hann var svo
kurteis að segja mönnum, en ekki konum.
Enginn gat skihð þetta betur en Isabel.
Hún þekkti allar tilfinningarnar — sorg,
gremju og kvíða fyrir því, að allt væri
hégómi. — Því að hún hafði komizt í alveg
það sama með Reggie.
Þau sátu lengi og horfðu inn í eldinn,
og þegar John var búinn að fylgja Isabel
og Binkie heim, stóð hann dálitla stund
fyrir utan dyrnar hjá sér í storminum og
gladdist í fyrsta sinn yfir Ijósinu, sem
skein svo vingjarnlega til hans á meðal
allra auðu húsanna.
Daginn eftir hafði storminn lægt, og
snjórinn var að hverfa. Fyrstur kom
mjólkurpósturinn, síðar bakarinn og síð-
ast hætti svo pósturinn sér út. En Isabel
og John sáu engan þeirra, því að þau
höfðu farið í gönguferð út eftir strönd-
inni.
Nú var úti sú tíð, að annað gengi í norð-
ur, þegar hitt fór í suður. Nú sáust þau
allsstaðar saman og Binkie hoppandi og
skoppandi í kring um þau. Mjólkurpóst-
urinn deplaði augunum framan í bakar-
ann, sem brosti svo framan í mjólkurpóst-
inn eins og hann skildi allt, — en þar
skjátlaðist þeim.
John og Isabel elskuðu ekki hvort ann-
að, heldur voru þau táldregnar mann-
eskjur, sem leituðu huggunar en ekki ást-
ar hvors annars.
— Stundum dettur mér í hug, hvort
Gay hafi í raun og veru verðskuldað ást
mína, sagði hann.
Þegar Isabel sat ein heima datt henni
oft þetta sama í hug um Reggie.---------
Að viku liðinni voru þau hér um bil
hætt að minnast á Gay og Reggie. Þau
þurftu að tala um svo margt annað. Vinnu
Johns, systur Isabel, Monu, sem Isabel
annaðist heimili fyrir — en hafði svo far-
ið frá, fyrirvaralaust.
Morgun nokkum, rétt eftir að póstur-
inn var farinn, kom Isabel þjótandi inn
til John, er hann sat yfir morgunkaffinu
með blaðið útbreitt fyrir framan sig.
— Gjörðu svo vel og fáðu þér sæti,
sagði hann og ýtti burtu peysu, sem lá á
stólnum.
Isabel settist niður og breiddi út blað-
ið, sem hún hélt á í hendinni, fyrir fram-
an sig.
og hjálpsemi. Og þegar Ameríkönum fell-
ur vel við einhvem, er þeim síður en svo
á móti skapi, að hann geti grætt peninga.
— Reggie gifti sig í gær, sagði hún, en
það var ekki að heyra, að hún væri frekar
sorgmædd, en þó að hún hefði sagt, að
það hefði verið sunnudagur í gær.
John var svo niðursokkinn í blað sitt,
að hann heyrði ekki hvað hún sagði —
en tautaði:
— Jæja!
Rétt á eftir sagði hann án þess að líta
upp:
— Það er satt, Gay var að gifta sig i
gær.
— Hvað segir þú?
Þá leit hann upp: — Gay var að gifta
sig í gær, endurtók hann rólega.
— En hvað það er skrítið, að þau
skyldu gifta sig sama daginn, sagði Isabel
undrandi.
— Sjáðu. Hér er mynd af henni í blað-
inu. í gær voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Gabriella Smith og Reginald Gar-
rich Moore, liðsforingi í lífverði konungs.
— Þau em gift. Isabel sló hendinni í
blaðið. -— Þarna sérðu — Gabrielle Smith,
það er Gay þín. Ég hafði ekki hugmynd
um það.
— Hún er gift Reggie þínum. En hvað
þetta er hlægilegt, Isabel.
John hallaði sér aftur á bak í stólnum
og hló hjartanlega.
Isabel hló líka.
— Er þetta ekki vond mynd af henni?
spurði Isabel dálítilli stundu síðar og færði
blaðið upp að augunum. — Hún er ekkert
sérstaklega lagleg á henni, finnst þér það?
— Það er hún ekki heldur í rauninni —
ekkert sérstaklega, rétt eins og stúlkur
em yfirleitt. John sló hendinni allt í einu
í borðið, svo að bollarnir fóm af stað.
— Nei, mér finnst það ekki ná nokkurri
átt, að þessi náungi, hann Moore, skuli
heldur vilja Gay en þig!
— Og að hún skuli heldur vilja Reggie
en þig! sagði Isabel gremjulega.
Það varð dálítil þögn, og var Isabel
önnum kafin við að lagfæra beltið sitt, en
John við að færa bollana og setja þá
hinu megin við blaðið.
— Finnst þér þetta? spurði hann loks-
ins.
Hún kinkaði kolli.
Aftur varð þögn og 1 þetta skipti kysst-
ust þau lengi og innilega, Isabel og John.
— Við eigum nú samt sem áður Gay og
Reggie mikið að þakka! sagði Isabel, þeg-
ar hann hætti loksins að kyssa hana.
Barnapeysur
í miklu úrvali frá kr. 5,50.
VESTA
Laugaveg 40. Sími 4197.