Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 8
8 V IK A N Nr. 3, 1938 ar línur. Þar að auki biður hann hlust- endur enn að hringja í hin og þessi síma- númer til að skýra frá því, hvernig þeim líki sýning kvöldsins — hópur af síma- stúlkum sitja tilbúnar til að skrifa niður hrós og skammir. Að lokum auglýsir hann bíla firmans, síðan er kallað á næsta leikmann. Það er lítil, 9 ára gömul stúlka með gríðarstóra harmo- niku og majórinn segir: — Segðu okkur, hvað þú ert göm- ul, Gladys? Gladys svarar glaðlega: — Ég er 9 ára og er 49 kíló að þyngd, en ég borða ekkert mjög mikið. Áheyrendur hlæja. Gladys er í hvítum kjól með borða í hárinu. Hún spilar vel og heldur á har- monikunni eins og fullorðinn maður og er ekkert feimin. Feit, ung stúlka kemur næst fram og segist vera fædd í Rússlandi, en hafa geng- ið í skóla í Ameríku. Nú er hún bókhald- ari. Annars er henni sama, þó hún svari öllum spurningum nema einni. — Hvað er nú það? spyr majórinn. — Hvað ég er þung, svarar hún. — Nú gerið þér okkur forvitin, segir majórinn. — Hvað eruð þér þá þungar? Andvarpandi hvíslar hún, þó þannig að allir heyra það: — 110 kiló. Áheyrendur veltast um af hlátri og hrópa uppörfunarorðum til hennar. Hún syngur eins og negrarnir í Suðurríkjun- um syngja og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Sá, sem næstur er, er kom- inn inn á leiksviðið. Það er ung stúlka í hversdagskjól. Majór Bows kynnir hana og spyr, hvort hún vilji syngja. Framh. á bls. 19. Þar eru píanó og önnur hljóð- færi, og ljóskastarar í öllum regnbogans htum. 1 kvöld — þegar við erum viðstödd útvarpstíma majórs Bowes — eru 10—11 stórir blómvendir á leiksviðinu með rauð- um og fallegum rósum. Hljóðneminn er settur á mitt leik- sviðið. Til hægri handar er skrifborð og á því er annar hljóðnemi. Við skrifborðið situr majór Bowes og einkaritari hans. Rétt fyrir kl. 21 hringir hann bjöllu og talar til áheyrendanna: — Kæru áheyrendur og vinir! Eftir örfáar mínútur hefst leik- mannatíminn. Fyrst langar mig til þess að þakka fyrir þessi yndislegu blóm, sem mér hafa verið send. Því næst ætla ég að biðja ykkur öll að koma eins eðlilega fram og mögulegt er. Það er að segja, hlæja, þegar ykk- ur lystir, klappa, þegar þið viljið og vera ekki hrædd við að hvetja leik- Hjá majór Bowes eru 40 símastúlkur, sem skrifa niður dóma hlustendanna um leikmennina. Eftir hvem leik- mannatíma afgreiða þær 50,000 símtöl auk fjölda bréfa og símskeyta. mennina, sem koma fram í kvöld, og eru meira og minna kvíðafullir. Nú er klukkan 21. Bjallan hringir! Sex ungir strákar með munnhörp- ur koma fram á leiksviðið. Þeir eru sparibúnir og virðast ekki vera vit- und feimnir. Þeir spila hratt, nýtízku lag. Áheyrendur klappa. Piltarnir hneigja sig og fara. Því næst kemur fram pres- bytera-prestur. Majór Bowes biður hann að skýra frá því, hvers vegna hann hafi orðið sáluhirðir og hver munurinn sé á presbyterum og mótmælend- um. Þetta gerir prestur stutt og laggott. Því næst syngur hann: He must be born again. (Hann verður að endurfæðast). Þetta er líkast sálmi, en lagið er fallegt og hann hefir góða lágrödd. Áheyrendur eru svo hrifnir, að lengi er dauða þögn, áður en fagnaðarlætin hefjast. Strax og presturinn hefir lok- ið máli sínu, tekur majórinn orðið til þess að minna hlust- endur á að sérhver, sem álíti sig einhverja hæfileika hafa og langi til að spreyta sig í útvarp- inu, þurfi aðeins að senda örfá- Hún steppar fyrir framan hljóðnem- ann. Efhennitekst vel, fær hún senni- lega atvinnu hjá leikhúsi eða kvik- myndahúsi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.