Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 10

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 10
10 VIK A N Nr. 3, 1938 Á FLÓTTA frá lífinu — SMÁSAGA UM DUTLUNGA ÁSTARINNAR, EFTIR HELEN CHURCHWELL. SLEPPIÐ þér Binkie strax! sagði Isa- bel og stappaði baðskónum í stein- gólfið mjög tryllingslega. Hún var í rauðri baðkápu, hár hennar var blautt og ógreitt og augu hennar skutu neistum af reiði. John Hollidan horfði á hana með jafn- mikilli undrun eins og hann hefði horft á suðandi mýflugu. — Reynið þér að sjá um, að hundurinn yðar sé innan dyra, og um leið hóf hann skozka rottuhundinn hennar í loft upp og hristi hann til. — Ég kæri mig ekkert um, að hann vaði um inni hjá mér og rífi þar allt og tæti. Ef Isabel hefði ekki verið eins reið og hún var, mundi hún hafa farið að hlæja. Ef Isabel hefði ekki verið eins reið og hún var, mundi hún hafa farið að hlæja, því að hann var svo skringilegur í þessum upplitaða morgunslopp með enska húfu, sem hékk aftur á hnakka. — Sleppið þér honum, segi ég, og hún rétti út hendurnar til að taka við hundin- um, en hann henti honum í fangið á henni. — Þér reynið þá ef til vill að sjá um, að hann vaði ekki inn til mín framvegis! hróp- aði hann án þess að láta svo lítið að líta á hið fagra, sólbrennda andlit hennar. Svo snerist hann á hæli og stikaði inn í sumar- bústaðinn sinn. — Dóni, tautaði Isabel reiðilega, um leið og hún fór, með hundinn undir hand- leggnum, aftur inn í eldhúsið, þar sem hún hafði verið að steikja egg og hita sér kaffi, þegar hún var trufluð af hinu átakanlega ýlfri í rakkanum. Isabel þoldi ekki karlmenn. Hún hafði leigt sér sumarbústað til þess að komast hjá að sjá aðra karlmenn en nokkra sendi- sveina og póstinn. Hún hafði búist við, að um þetta leyti árs, mundi engínn maður vera á Sandeyri — en það fyrsta, sem hún sá, var ungur maður, þar að auki korn- ungur strákur, ruddalegur og andstyggi- legur í hvívetna. Hann var granni hennar. Til beggja handa voru raðir af auðum sumarbústöð- um, heill bær með niðurdregnum glugga- tjöldum og hlerum fyrir gluggunum — en í næsta húsi stóð reykurinn upp úr reyk- háfnum og ungur maður gekk þar út og inn, beint framan við nefið á henni. Þegar Isabel var að steikja svínskjötið og matreiða morgunverðinn, æddi hann bölvandi um eldhúsið sitt, sem var alveg eins og eldhúsið hennar. Hann bölvaði kaffinu, sem hafði soðið, brauðinu, sem hafði brunnið, svínakjötinu, sem var seigt eins og strokleður, en þó bölvaði hann mest stelpufjandanum í næsta húsi. John þoldi ekki kvenfólk. Hann hafði leigt sér sumarbústað á Sandeyri af því hann hugði að þar gæti hann verið í næði um þetta leyti árs. Það fyrsta, sem hann sá, var stelpa — vægast sagt leiðinleg stelpa. En eitt var áreiðanlegt — ef hún ætlaði að fara að skipta sér eitthvað af honum, þá væri hann farinn. Hann þurfti ekki að hafa neinar áhyggj- ur út af því. Isabel datt áreiðanlega síðast af öllu í hug að skipta sér nokkuð af karl- mönnum. Hún gaf honum nánar gætur, til þess eins að hætta sér ekki út, nema því aðeins, að hann væri langt undan. Ef hann fór norður eftir ströndinni, þá fór hún í suður. Færi hann út á akurinn, gekk hún upp á heiði. Tilraunir hennar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.