Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 15

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 15
Nr. 3, 1938 VIK AN 15 Dýrar kennslustundir. Smásaga eftir A. P. Tsjekov. FYKIB mann, sem heita vill menntað- ur, er oft leiðinlegt, að vera illa að sér í erlendum tungumálum. Worotow fann sárt til þessa, þegar hann, að afloknu kandídatsprófi við Háskólann tók að gefa sig að vísindastörfurm — Það er blátt áfram hræðilegt, sagði hann og stundi við, (því að þótt hann væri ekki nema 26 ára gamall, var hann orð- inn feitlaginn og farinn að þjást af and- þrengslum). — Það er blátt áfram hræði- legt! Án tungumálakunnáttu er ég eins og vængstýfður fugl. Án hennar sé ég mér ekki fært að halda starfi mínu áfram. Hann ákvað nú að vinna bug á hinni meðfæddu leti sinni, hvað sem það kostaði, og læra frönsku og þýzku, og tók að svip- ast um eftir kennara. Sunnudag einn síðdegis, er Worotow sat að vinnu á skrifstofu sinni, tilkynti þjónn- inn honum, að ungfrú ein óskaði viðtals við hann. — Bjóðið henni inn, sagði Worotow. Ung stúlka, klædd eftir nýjustu tízku, gekk inn. Hún kynnti sig sem franska tungumálakennarann, Alice Ossipowna Enquéte og sagði, að einn af vinum Woro- tows hefði sent hana til hans. — Ágætt! Gerið svo vel að fá yður sæti, sagið Worotow og dró andann þungt. Hann lagði höndina yfir kragann á nátt- treyjunni, en til þess að eiga hægara um andardrátt var hann alltaf vanur að vinna í nátttreyju. — Pjotr Sergejewitch hefir sent yður? Já, já, ég var búinn að biðja hann um það.-------Gleður mig stórlega. Meðan hann var að semja við ungfrú Enquéte, horfði hann við og við feiminn og forvitinn á hana. Hún var ung og vel vaxin, ósvikinn Frakki. Eftir fölu og íhug- ulu andlitinu, stuttu lokkunum og óvenju- lega grönnum vexti hennar að dæma, gat hún verið, í hæsta lagi, átján ára. En þeg- ar Worotow sá breiðar axlir hennar og fallegan baksvip og strangan augnasvip- inn, hugsaði hann jneð sér, að hún hlyti að vera að minnsta kosti tuttugu og þriggja ára eða jafnvel tuttugu og fimm. Þá fannst honum aftur, að hún væri ekki nema átján ára. Andlitssvipur hennar var kuldalegur og kaupsýslulegur, eins og hjá manni, sem kominn er til þess að ræða um verzlunar- og peningamál. Henni stökk ekki bros, enginn dráttur hreyfðist í and- liti hennar, hún horfði undrandi, þegar hún sá, að það voru engin börn, sem hún átti að kenna, heldur fullorðinn, feitlaginn karlmaður. — Jæja, ungfrú Alice Ossipowna, sagði Worotow, — við höfum þá tímana klukk- an sjö til átta að kvöldi. Og hvað viðvíkur þeirri ósk yðar að fá eina rúblu fyrir tím- ann, þá hefi ég ekkert á móti því. — Gott og vel, eina rúblu fyrir tímann. Hann spurði hana þá, hvort hún vildi ekki einn bolla af kaffi eða tei, og hvort veðrið væri gott. Með góðlátlegu brosi spurði hann hana, um leið og hann strauk hendinni yfir dúkinn á skrifborðinu, hver hún væri, hvað hún hefði lært og á hverju hún lifði. Alice Össipowna hafði stöðugt þenna sama kaupsýslusvip og svaraði spurning- um hans stuttlega og kuldalega. Kvaðst hún hafa tekið kennarapróf. Faðir hennar væri nýlega látinn úr skarlatssótt, en móðir hennar væri enn á lífi, og lifði hún á því, að búa til gerviblóm. Hún sjálf kenndi á morgnana á matsöluhúsi, en eftir hádegi og fram á kvöld kenndi hún hjá ýmsum auðmannaf jölskyldum. Hún fór, og skildi eftir fínlegan, létt- an ilminn af kjólnum sínum. Worotow átti erfitt með að vinna lengi á eftir. Hann sat við skrifborðið, strauk höndunum um græna dúkinn á borðinu, og lét hugann reika. — Það er gaman að sjá unga stúlku, sem vinnur fyrir sér sjálf, hugsaði hann með sjálfum sér. — En á hinn bóginn er það sárt, að neyðin skuli ekki hlífa svona ungri og laglegri stúlku, eins og þessari Alice Ossipowna, við því, að þurfa að berj- ast fyrir lífinu. Það er blátt áfram sorg- legt!------------- Hann, sem aldrei hafði ennþá á æfi sinni séð franska stúlku, sem gæti bein- línis talizt dyggðug, hélt nú, að þessi prúð- búna Alice Ossipowna, sem hafði svona fagurvaxnar herðar og fíngerðan vöxt, hlyti að hafa einhverja tekjulind auk kennslunnar. Kvöldið eftir kom Alice Ossipowna, fimm mínútum fyrir klukkan sjö. Hún var blárauð í framan af kulda. Hún fletti upp í kennslubók eftir Margot, sem hún hafði komið með og hóf kennsluna, formála- laust: — I frönsku eru tuttugu og sex bók- stafir. Fyrsti bókstafurinn heitir A, ann- ar B. — Afsakið, greip Worotow fram í bros- andi. — Ég vil láta yður vita, ungfrú, að gagnvart mér ættuð þér eitthvað að breyta um kennsluaðferð. Ég kann nefnilega ágætlega rússnesku, latínu og grísku — ég hefi numið samanburðarmálfræði, og ég held, að við getum strax farið að lesa ein- hvern rithöfund eða skáld, án þess að lesa Margot fyrst. Og hann skýrði ungfrúnni frá því, hvernig fullorðnir menn væru van- ir að læra tungumál. — Einn af vinum mínum, sagði hann, — sem ætlaði að læra nýju málin, fékk sér franska, þýzka og latneska kennslubók, síðan lagði hann þær allar fyrir framan sig, hlið við hlið, og las þær samtímis, og um leið skýrði hann nákvæmlega hvert orð. Og hvað haldið þér? Hann náði tak- marki sínu á tæplega ein,u ári. Við skulum fara eins að. Við skulum taka einhvern rithöfund og reyna að lesa verk hans. Ungfrúin horfði höggdofa á hann. Uppá- stunga Worotows virtist henni auðsjáan- lega bæði barnaleg og heimskuleg. Ef yngri nemandi hennar hefði stungið upp á öðru eins, hefði hún orðið reið og skamm- að hann. En þar eð hún átti hér við full- orðinn mann og feitan, sem hún gat ekki ávítað, yppti hún lítillega öxlum og sagði: — Eins og yður þóknast. Worotow leitaði í bókaskáp sínum og kom aftur með rifna, franska bók. — Er hægt að nota þessa? spurði hann. — Það er alveg sama, svaraði hún. — Jæja, þá skulum við byrja. Fyrst er fyrirsögnin: — Mémoires — Endurminn- ingar, þýddi ungfrú Enquéte. — Endur- minningar, endurtók Worotow. Stundar- fjórðung var hann, góðlátlega brosandi og dæsandi vegna andþrengslanna, að fást við þetta orð — Mémoires og de, sem tók hann jafnlangan tíma. Alice Ossipowna þreytt- ist á þessu. Hún svaraði spurningum hans út í hött, komst oft í mótsögn við sjálfa sig, skildi augsýnilega nemanda sinn illa, og gerði sér auk þess lítið far um það. Worotow bar upp fyrir henni spurning- ar sínar, og horfði við og við á Ijóshærð- an koll hennar og hugsaði með sér: — Þetta eru ekki eðlilegir lokkar. Hún liðar á sér hárið. Það er merkilegt! Hún vinn- ur frá morgni til kvölds, en hefir samt tíma til þess að liða á sér hárið. Klukkan stundvíslega 8 stóð hún upp, og sagði þurrlega: — Au revoir, monsieur, og gekk út. Aftur varð þessi fíni, æsandi ilm- ur eftir í herberginu. Nemandinn sat lengi aðgerðarlaus og hugsi. Næstu daga sannfærðist hann um það, að kennari hans væri þokkaleg, alvarleg og stundvís, en rnjög illa menntuð, og kynni alls ekki tök á því að kenna fullorðnu fólki. Þess vegna ákvað hann, til þess að eyða ekki tímanum til ónýtis, að segja henni upp og fá sér annan kennara. Þeg- ar hún kom í sjöunda sinn tók hann upp úr vasa sínum umslag með sjö rúblum og hóf mál sitt vandræðalegur á svip með umslagið í hendinni: — Afsakið, Alice Ossipowna, ég verð að segja yður, að ég -----því miður-------er neyddur til þess að------ Þegar ungfrúin sá umslagið, skildi hún strax, hvað um var að vera. Það fór titr- ingur í gegnum andlit hennar, — í fyrsta sinn síðan kennslan hófst, og hinn kulda- legi verzlunarmanns og kaupsýslusvipur hvarf. Hún roðnaði lítillega, leit niður og fór í vandræðum sínum að fitla við gyltu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.