Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 11

Vikan - 01.12.1938, Blaðsíða 11
Nr. 3, 1938 VIKAN 11 til að forðast hann voru svo bersýnilegar, að John leiddust þær í stað þess að gleðjast yfir þeim. Hélt hún kannske, að hann langaði til að hitta hana ? Fyrstu dagana, sem Isabel og John dvöldu á Sandeyri, var veðrið bjart og kalt, sólarlítið og loftið kyrrt, en svo tók að rigna. — Isköldu regni hellti niður frá morgni til kvölds, og stormurinn æddi yfir strönd- ina, svo að brakaði í glugga- hlerunum og hvein í reykháf- unum. Isabel sat fast við logandi arininn, reykti óteljandi vindl- inga, las eina skáldsögu á dag, og varð með hverjum degin- um sem leið, ljósara, að hún hefði strax farið aftur til Lundúna, ef enginn Reggie væri til. Um leið og hún fór að hugsa um Reggie, fleygði hún vindlingnum frá sér, strauk Binkie og fannst hún vera ein- mana og óhamingjusöm. Jim æddi eirðarlaus fram og aftur um gólfið með þykkt ullarhandklæði um hálsinn. Eldiviðurinn hans var blautur, arininn reykti, og ef hann hefði þolað að hitta Gay aftur, hefði hann farið rakleiðis heim til Lundúna. En bara hugsunin um Gay varð til þess, að hann sparkaði fokreiður í húsgögnin, sem voru svo óheppin að vera á vegi hans. Veðrið fór stöðugt versnandi, storm- urinn varð að ofviðri, og regnið að snjó. Pósturinn varð fyrstur til að koma ekki. Daginn eftir kom hvorki mjólkurpóst- urinn né bakarinn. Sendisveinn kaup- mannsins kom ekki heldur og það var allt of mikið í veði að hætta sér út, því leiðin til þorpsins var löng og erfið í þessarri hríð. Isabel drakk tólf bolla af tei og horfði hnuggin á tóman matarskápinn, en ekki datt henni í hug að leita hjálpar nágranna síns fyrr en Binkie settist fyrir framan hana og fór að gelta. Andartak varð hún dauðhrædd um að John væri farinn, því að nú rauk ekkert úr reykháfnum hjá honum. En þegar hún barði að dyrum, gegndi hann og opnaði dyrnar brosandi. I sama bili og hann sá, hver kominn var, hvarf brosið og hann sagði kuldalega: — Get ég eitthvað hjálpað yður? — Þér gætuð kannske lánað mér dá- lítið, sagði Isabel jafn kuldalega. En um leið og hún fann hinn auðþekkta þef af brendu brauði leggja fyrir vit sér, gleymdi hún yfirlæti sínu og sagði áfergjulega: — Þér eruð ekki með öllum mjalla, mað- ur! Þér látið brauðið brenna! Hún ýtti honum frá — þaut inn í eld- húsið, og þegar hann kom á eftir henni þangað, var hún í óða önn að skafa brauðið. ,,Við eignm nú samt sem áður Gay og Reggie mikið að þakka!" — Engum dettur í hug að fara þannig með mat nema karlmönnum, sagði hún æst. John, sem var ekkert sérstaklega hrif- inn af, að hún skyldi sjá alla þá óreiðu, sem var í húsinu, svaraði hortugur: — Það hendir aðeins kvensur að hafa ekki nógan mat heima. Isabel leit inn í stofuna, þar sem arininn var tómur og kaldur. — Engir nema karl- menn gleyma að kaupa eldivið um miðj- an vetur, sagði hún — og nú ástúðlega. Þau skiptust enn á nokkrum vingjarn- legum orðum, þangað til Isabel rauk af stað jafn tómhent og hún kom. — Ég vil heldur svelta í hel, en að fá lánaða brauðskorpu hjá yður, hreytti hún út úr sér um leið og hún skellti á eftir sér hurðinni. En John kallaði á eftir henni. TEIKNINGARNAR ERU EFTIR MAGGI OLSEN — Ég vil heldur frjósa í hel, en að fá lánaða smáspýtu hjá yður.---------- En þegar Isabel sat fyrir framan arin- inn og heyrði í storminum fyrir utan, gat hún ekki um annað hugsað, en það, að þegar öllu væri á botninn hvolft væri þó kuldinn verri en hungrið. Er hún hafði setið þarna dálitla stund, ákvað hún að fara aftur yfir til hans og gleyma því um stund, að hún gæti ekki þolað karlmenn. Hún þurfti reyndar ekki að sjá hann, ef hún setti körfuna með eldiviðnum fyrir utan dyrnar hjá honum, berði að dyrum og flýtti sér svo burtu. Fimm mínútum síðar, þegar Isabel var að stíga inn í garðinn hjá John, rakst hún á hann, því að honum hafði einmitt dott- ið í hug að fara til hennar. Þau rákust svo hastarlega á, að eldiviðurinn þeyttist út um allt og Isabel datt niður í snjó- skalf. — Hver skollinn, hrópaði John og néri sköflungimi, sem karfan hafði rekizt í. — Já, segjum tvö! kallaði Isabel, sem var að reyna að brölta upp úr skaflinum. John rétti henni hendina og dró hana upp. — Komið þér með mér inn! hvíslaði hann hlýlega í gegnum storminn. — En sú ringulreið! var það fyrsta, sem Isabel sagði, þegar hún stóð aftur í eld- húsdyrunum hjá John. En þetta sagði hún svo vingjarnlega, að John játaði, að það væri líklega rétt. Hann kraup fyrir framan arininn til þess að kveikja upp, en hún fór að þrífa til í stofunni. Svo opnaði hún dós- ir, sótti Binkie og matbjó þá ljúffengustu máltíð, sem hún hafði fengið í langan tíma. Engan mundi hafa grunað, að þau þyldu ekki hvort ann- að, því að hún sönglaði ánægjulega frammi í eldhúsinu meðan hann blístraði falskt og glaðlega í stofunni. Eftir miðdegisverðinn, þegar þau sátu í hlýjunni fyrir framan arininn, og Binkie sat rór og mettur á milli þeirra, þá sagði John allt í einu: — Þetta hefði Gay aldrei leikið eftir yður. — Matinn — og allt. — Hún lét alltaf aðra gera allt fyrir sig. — Hún nennti aldrei að hreyfa sig. — Hver er Gay, ef ég má spyrja ?, sagði Isabel og horfði inn í eldinn. John var í raun og veru ekki beint ræðinn, en af því að hann var búinn að vera svona lengi einn, þá þótti honum gott að geta talað við einhvern, þó að það væri stelpa. Og á meðan stormurinn æddi fyrir utan, sagði hann henni allt um Gay, sem hann hafði haldið, að hann mundi aldrei segja nokkurri manneskju. Gay var yndisleg stúlka, geðsleg, ljós- hærð og góð. Hún og John höfðu verið trúlofuð og ætluðu að giftast í sumar, þeg- ar hann hefði lokið prófi. Einn góðan veð- Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.