Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 8, 1939 að hjartarótum þess, ef svo mætti segja. Og því minna, sem hann kann í málinu, því meiri útlendingur verður hann. Þetta er deginum ljósara og þarf ekki skýringar við. Því fer þess vegna fjarri, að útlend- ingum sé með því greiði gerr, að tala við þá þeirra eigin mál, þótt þeim finnist kann- ske svo í fyrstu, og það kunni að gera þeim hægara fyrir í svipinn. Ekkert get- ur hjálpað þeim eins fljótt og vel til þess að komast niður í málinu eins og samtal og viðræður við fólk, hið lifanda orð af vörum þess. Jafnvel mikið bóklegt nám fær ekki jafnazt á við það. Ég held, að við íslendingar séum allt of tamir til þess að tala útlenzku við út- lendinga hér á landi. Okkur finnst slíkt kannske einföld kurteisisskylda, og það getur verið það undir vissum kringum- stæðum. íslendingar eru yfirleitt duglegir að læra mál, bæði vegna gáfnafars síns og ekki síður vegna hins, að þeirra eigið mál, íslenzkan, leggur þeim óvenjuleg skilyrði til þess upp í hendurnar. Við vörum okkur ekki á því, að útlendingurinn, sem vill læra íslenzku, vérður að sækja á brattann, læra erfiðara mál en hans eigið móðurmál er, þar sem hið gagnstæða á sér hins vegar oftast stað með okkur. Það ætti því miklu fremur að vera kurteisisskylda okkar að hjálpa útlendingum á allan hátt við ís- lenzkunám þeirra, enda mundu þeir flest- ir, ef ekki allir, vera þakklátir fyrir slíkt. Ég hefi margoft heyrt útlendinga hér kvarta yfir því, að þeim gengi svo illa að læra málið, vegna þess að hér væru alls staðar menn, sem kynnu þeirra mál og töluðu það við þá, jafnvel þótt þeir bæðu þá um að tala heldur íslenzku. Mörg dæmi eru líka til þess, að erlendir stúdentar, sem hafa komið hingað í því skyni að læra íslenzku, hafa beinlínis flúið eitthvað upp í sveit til þess að komast hjá því að þurfa að umgangast íslendinga, sem vildu ekki tala við þá íslenzku. Þegar nánara er að gætt, virðist mér kenna nokkurs skorts á þjóðarmetnaði í þessu háttalagi okkar Islendinga. Okkur skortir heilbrigðan metnað og nægilega vit- und um mátt tungu okkar og andlegt þroskagildi hennar. Ef við töluðum eitt- hvert skrílmál, væri öðru máli að gegna. Þá væri ástæða til að draga mál okkar í hlé af blygðunarsemi, eins og Eva fór með óþvegnu börnin forðum. En við höfum enga ástæðu til blygðunarsemi. Og lítum svo á það, hvernig aðrar þjóðir fara að í þessu efni. Menn verða alls staðar að semja sig að siðum og háttum þjóðanna, sem þeir dveljast með og taka upp mál þeirra. Þetta virðist alls staðar föst venja, — nema hér á landi. Hugsum okkur t. d., að íslenzk stúlka færi í vist á danskt heimili úti í Danmörku. Mundi nokkurum koma til hugar, að tekin yrði upp íslenzka á heim- ilinu vegna stúlkunnar? En hvernig er sams konar dæmi um danska stúlku á ís- lenzku heimili hér á landi? Það mun oft- ast vera svo, að töluð sé við hana danska allan tímann, og þegar stúlkan fer heim til sín aftur eftir ár eða missiri eða hvað það er, kann hún ekki stakt orð í íslenzku nema fáein blótsyrði, sem hún hefir hent á lofti. Er nú stúlkunni nokkur greiði gerr með þessu? Nei, því fer fjarri. Þvert á móti fer hún á mis við mikið, sem hún hefði getað grætt á vist sinni hér á landi, en hins vegar kemur íslenzka stúlkan heim málinu ríkari en áður. Það er vissulega ástæða til þess að vekja athygli á þessu máli. Þetta er íslenzkt menningaratriði. Og erlendir menn, sem taka sér bólfestu meðal okkar, munu vissu- lega vera okkur þakklátir fyrir að skilja það, að þeim er alla jafnan bæði þægð og gagn að því, að við tölum við þá íslenzku. Og frá þjóðernislegu sjónarmiði er okkur það bæði sæmt og skylt. Klukkustrengir Bismarks. Þegar Bismark fursti var nýlega orðinn sendiherra, bjó hann um tíma í höll greifa nokkurs. Þegar hann var nýlega fluttur þangað, talaði hann um það við greifann, að sig vantaði klukku og klukkustrengi í herbergi sín, til þess að hægra væri að kalla á þjón sinn, er bjó ofar í húsinu, en greifinn færðist undan að gera nokkra breytingu. Við það lét Bismark talið falla niður og fékkst ekki meira um það. Næsta dag heyrir greifinn og aðrir bergmál af skammbyssuskoti frá herbergj- um Bismarks. Þeir hlaupa strax lafhrædd- ir þangað og spyrja, hvað um sé að vera. — Ekki neitt, segir Bismark rólega, — ég var að kalla á þjóninn minn. Hann skil- ur skammbyssuskothljóðið eins vel og klukknahljóminn. Ég vona, að þið venjist bráðum við það. Næsta dag voru klukkustrengir settir í öll herbergi Bismarks. Snarræði. I veitingahúsi í Ameríku sátu nokkrir menn og voru að ræða um það sín á milli, að daginn áður hefðu ræningjar ráðist á ferðamann, rænt peningum hans og drep- ið hann. — Enginn einn stigamaður skyldi geta rænt mig, sagði einn þeirra, er Pétur hét. Daginn eftir var hann á ferð um skóg og mætir manni, er setur skammbyssu fyrir brjóst honum, heimtar peninga hans og minnir hann á orð hans í veitingahús- inu daginn áður. — Ég sagði, ef einn maður mætti mér, en þið eruð tveir, segir Pétur. Ræningjanum varð bilt við og lítur um öxl til að sjá, hver hinn maðurinn sé, en um leið dregur Pétur skammbyssu upp úr vasa sínum og skýtur ræningjann. Hjónaskilnaðurinn. Frásaga ein frá Ameríku hljóðar svo: Maður einn stóð fyrir rétti og vildi skilja við konuna sína, en dómarinn gerði honum eins örðugt fyrir og hann gat, svo að við sjálft lá, að hann fengi ekki skiln- / i k a n tJtgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Austurstræti 12. Sími 5004. RITSTJÖRI OG ÁBYRGÐARM. : Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími 4292. Áskrif targ jald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. _________________________ - aðinn. Maðurinn greip þá til þeirra úr- ræða, að hann tók fram hljóðrita Edisons, en í honum hafði hann geymt nokkrar skammaræður, sem konan hans hafði hald- ið yfir honum. Þegar hann opnaði hljóðritann, urðu skjót umskipti. Dómarinn féll í öngvit á dómstólnum, réttarvitnin flúðu á dyr og lögregluþjónninn, sem viðstaddur var, lá dauður á gólfinu. Hann hafði í fátinu fyrir- farið sér. Hver fékk sitt. Svo er sagt um hershöfðingja einn, að hann vaknaði í tjaldi sínu morgun nokk- urn og varð þess var, að úrið hans var horfið. Hann grunaði strax einn varðmann- anna og lét kalla hann fyrir sig. Varð- maðurinn sver og sárt við leggur og segir, að andskotinn megi taka sig samstundis, ef hann hafi snert úrið. En um leið og hann sagði þetta, sló úrið 12 í vasa hans. Honum varð svo bilt við þetta, að hann hneig niður örendur. Flestum áhorfendum féllust hendur við þetta, nema gömlum hermanni, sem gekk að líkinu, tók úrið upp úr vasa látna mannsins, fékk herfor- ingjanum það og sagði um leið: — Nú hafið þér, herra herforingi, feng- ið yðar og andskotinn sitt. Presturinn sendi vinnumann sinn á laugardagskvöldi eftir hesti, sem hann ætl- aði að kaupa af manni, er Davíð hét og bjó hinu megin við stóra á. Um nóttina óx áin svo, að vinnumaðurinn komst ekki heim fyrr en fólk var gengið í kirkju. Hann fór því beint í kirkjuna, en í því, að hann gekk inn gólfið, vildi svo til, að prestur sagði í stólnum: en hvað segir Davíð um þetta? Vinnumaðurinn hélt, að spurningunni væri beint til sín og sagði hátt: — Hann segist skuli senda hestinn, þeg- ar þér sendið peningana. * I æfiminningu um enskan rithöfund er komizt svo að orði: Hann lifði óaðfinn- anlegu lífi og hengdi sig 4. dag október- mánaðar 1843.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.