Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 17
Nr. 8, 1939
V IK A N
17
Liðnir leikarar.
Framh. af bls. 5.
tekningu, að hún kæmi laglega fyrir á
leiksviði og væri náttúrleg og eðlileg í
leik sínum.
Hinsvegar varð önnur leikkonan, Þuríð-
ur Sigurðardóttir, mörgum árum langlíf-
ari en Stefanía Guðmundsdóttir, en ekki
að sama skapi fjölvirk, þegar litið er yfir
leikaraferil þeirra beggja. Þuríði Sigurðar-
dóttir þekktum vér Reykvíkingar síðari ár-
in mikið frekar fyrir hennar mikla og góða
starf í þágu umkomulausra barna, en fyrir
leikarahæfileika hennar. Þó var það svo,
að þegar þær störfuðu báðar samtímis,
Þuríður og Stefanía, á leiksviðinu hér, rétt
fyrir aldamót, var Þuríður tekin fram yfir
Stefaníu til að leika hin vandmeðfærilegri
hlutverk — og meira eða minna með réttu.
Þuríður Sigurðardóttir bjó yfir ákaflega
næmum skilningi á skapgerð og kímni, sem
hæfir leiksviðinu. Meðferð hennar á fyrstu
hlutverkunum, sem hún lék, sýndi þetta
ljóslega. Af þeim má nefna Madömu
Sommer í Æfintýri í Rósenborgargerði,
Matthildi Ström í Skríl, leikritinu, sem afi
hennar Jón Guðmundsson ritstjóri sýndi
1854 og nefndi þá ,,Pakk“, og svo má
einnig nefna frú Heinecke í Heimkomunni
eftir Sudermann. En Þuríður Sigurðardótt-
ir hafði einnig næmt auga fyrir leikgáf-
um samleikara sinna og hún vék því til
hliðar fyrir hinni ótvíræðu skapgerðarleik-
konu, sem smámsaman óx upp úr og þvert
í gegnum meðferð Stefaníu Guðmundsdótt-
ur á öllum gáskafullu ungmeyjahlutverk-
unum. En því má bæta við, að Þuríður
Sigurðardóttir bar einlægan vinarhug til
Stefaníu Guðmundsdóttur og var mikill að-
dáandi listar hennar, sem mér er ekki hvað
síst minnisstætt fyrir kveldstund í erlendu
leikhúsi er við sáum fræga leikkonu fara
með eitt af þeim hlutverkum, sem Stefan-
ía hafði leikið hér. í þeim leik sá Þuríður
aðeins Stefaníu og það voru greinagóðar
og skynsamlegar athuganir, sem hún gerði
til samanburðar — en ekki ávallt til inn-
tektar fyrir hina frægu erlendu leikkonu.
Það var eðlilegt, að leikkonu eins og
Þuríði Sigurðardóttur, yrði falið að leiða
fram fyrir fótljósin, íslenzku kvenhlut-
verkin jafnóðum og þau komu fram í
leikjum eftir aldamót, og þá einkanlega
hlutverk roskinna kvenna, sem gáfu tilefni
til skapgerðarlýsingar, eins og t. d. Jór-
unni í Bóndanum á Hrauni. Af slíkum
hlutverkum lék hún eitt allt fram á gamals
aldur, Margréti húsfreyju í Nýjársnótt-
inni. Mátti heita, að hún og Stefán Run-
ólfsson, sem lék Guðmund bónda, væru
samgróin Nýjársnóttinni, og léku þau þessi
hlutverk með ágætum, blátt áfram og eðli-
lega, svo það verða vandfundnir leikarar
í þessi hlutverk í þeirra stað.
Það fer fjarri því, að leikkonan Stefanía
Guðmundsdóttir hafi unnið algeran list-
rænan sigur í fyrsta skipti sem hún kom
fram á leiksviðinu 30. jan. 1893 sem
Hortenze í smáleiknum ,,Betzy“, þar sem
Þóra Sigurðardóttir lék aðalhlutverkið. Og
það var síður en svo að leikkonan gengi
sigrihrósandi frá hlutverki til hlutverks á
næstu árum svo öllum væri ljóst, að þar
væri mikil leikkona á ferð. Það var Aþenu
unnt að stökkva alvopnuð fram úr höfði
Seifs, en leikkonan varð að heyja alllanga
og oft býsna harða baráttu áður en hún
var fullsköpuð. Jafnvel vopnin, sem leik-
konunni voru í hendur seld, voru henni
síður en svo hentug til að vinna skjótan
og endanlegan sigur. Henni var falið að
leika ungar ærsladrósir, en hún var feim-
in að eðlisfari og hún hafði ekki til að
bera töfrandi andlitsfegurð. Henni var
falið að syngja, en röddin var lítil og
óskóluð með öllu. — Samt sem áður vann
Stefanía Guðmundsdóttir sigur, að vísu
eftir baráttu, en glæsilegan og endanleg-
an, sem skipaði henni óumþráttað í önd-
vegi íslenzkra leikkvenna.
Það er langt bil á milli ungu óreyndu
leikkonunnar ,,sem kom fyrst fram á leik-
sviðið í telpugervi, ríðandi á kollupriki, með
flaxandi hár, iðandi og spriklandi af æsku-
fjöri, eða hún klifraði upp um stóla og
borð, snúandi öllu á annan endann“ og
hinnar reyndu leikkonu, sem lék Steinunni
í Galdra-Lofti, svo að orð og svipbrigði
hinnar ógæfusömu konu brenndu sig inn
í huga hvers áhorfanda. Og þó frú Stefan-
ía, eins og hún var ávallt kölluð af kunn-
ugum sem ókunnugum, hefði áður en hún
lék Steinunni hlotið viðurkenningu sem
fremsta leikkona bæjarins, þá var það leik-
afrek eitt hennar mesta og í raun og veru
lokahlekkurinn í þeirri hlutverkakeðju, er
hefst með leik hennar í Mögdu í Heimil-
inu eftir Sudermann.
Þegar talað er um baráttu frú Stefaníu
til endanlegs sigurs á leiksviðinu, verður
að segjast strax og með áherzlu, að það
var barátta listamannsins við efnið, sem
áhorfendur gerðu torveldari með því að
taka ástfóstri við hana í hlutverkum, sem
gáfu henni ófullnægjandi vaxtarskilyrði.
Mörgum leikara hefir orðið hált á slíku
dálæti í ákveðnum hlutverkum og ein-
skorðað leik sinni við þau, en frú Stefanía
tefldi á tvær hættur og vann áhorfendur
engu síður í hlutverkum eins og Magda,
Kamelíufrúin, IJlrikka, eða frú X. Að hún
átti þó ætíð hug og hjarta áhorfenda í
hinum léttari hlutverkum sýnir m. a. sú
staðreynd, að Toinette í ímyndunarveik-
inni var eitt með beztu gamansömu hlut-
verkum hennar og Jóhönnu lék hún í nær-
fellt 20 ár í Æfintýrinu eða samtals 62
sinnum.
Eitt af því, sem einkenndi frú Stefaníu
sem leikkonu alla tíð, var það, að hún tók
mikið tillit til þess, sem skinbærir menn
sögðu um leik hennar. Margir leikarar
freistast til þess að taka illa upp fyrir
leikdómurum aðfinnslur, leggja þær út
sem persónulegar árásir og móðgast út af
smámunum einum. Það var á annan veg
hjá frú Stefaníu. Segja má, að hún hafi
verið svo heppin, að í kringum aldamót,
er hún var til þess að gera ný á leiksvið-
inu, voru hér leikdómarar mikilhæfir og
gáfaðir menn, eins og Vilhjálmur Jónsson
póstafgreiðslumaður (bróðir Klemenzar
Jónssonar landritara og þeirra bræðra),
Einar H. Kvaran rithöfundur og Bjarni
Jónsson frá Vogi. Bómar þessara manna
um leik frú Stefaníu eru alveg einkenn-
andi fyrir skilninginn á hæfileikum henn-
ar um aldamótin, og aðstaða hennar sem
leikkonu gagnvart tveimur hinum síðustu
sýnir hinn sífellt reiðubúna vilja hennar til
að taka skynsamlegum leiðbeiningum og
átti hún báðum mikið að þakka þá stefnu-
breytingu, sem varð í list hennar eftir
aldamót.
Vilhjálmur Jónsson haliast í dómum sín-
um að hinni almennu skoðun. „Allt henn-
ar (Stefaníu) látæði samsvarar vel tali og
tilfinningum Lísu litlu (Ferðaæfintýrið,
1897) og það er einmitt unga, saklausa,
glaðlynda stúlkan, sem á bezt við hennar
leikgáfu.“ Þá þegar telur V. J. frú Stefaníu
„okkar fyrstu leikkonu" en hann aðvarar
hana, hvað sönginn snertir. Síðar kemst V.
J. að þeirri niðurstöðu um leik frú Stefaníu
í hlutverki Láru í Æfintýrinu „að það er
ekki síður unga, saklausa, alvarlega stúlk-
an, sem á fullt eins vel við leikgáfu henn-
ar, eða með öðrum orðum, að hún getur