Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 9
Nr. 8, 1939 VIK AN 9 Unnustinn svíkur Jönu. egar ég sit á skrifstofu minni, heyri ég Jönu okkar þjösnast ofan stig- ann með kúst og skarnskúffu. Áður fyrr var það vani hennar að raula sálmalög eða enska þjóðsönginn fyrir munni sér, en nú var hún þegjandi og róleg við störf sín. Það hafði komið fyrir, að ég óskaði eftir slíkri þögn, og konan mín líka. En þegar þögnin var fengin, og enginn hávaði heyrðist framar, var eins og við kynnum ekki rétt vel við það. Og þó að ég hálf- skammist mín fyrir að segja frá því, dauð- langaði mig til að heyra Jönu syngja ,,Daisy“ eða raula brot úr danslagi, svo sem til merkis um, að skapið væri farið að jafna sig. En hvað okkur langaði til, að allt væri búið með unnustann hennar Jönu, áður en það varð! Jana var alltaf mjög frjálsmann- leg í tali við konuna mína. Ræddu þær stundum allskonar efni af mesta kappi í eldhúsinu, og hafði ég oft gaman af að opna hurðina fram í eldhúsið og taka þátt í samtalinu. En eftir að Vilhjálmur kom til skjalanna, var umræðuefnið alltaf Vil- hjálmur og ekkert nema Vilhjálmur, Vil- hjálmur hér og Vilhjálmur þar, og þegar við héldum, að útrætt væri um Vilhjálm í bili, þá hófst samtalið um Vilhjálm aft- ur að nýju. — Trúlofunin hélzt í þrjú ár. Hvernig Jana kynntist Vilhjálmi og varð svona snarvitlaus í honum, fengum við aldrei að vita. Hvað mig snertir, þá held ég, að það hafi verið á götuhorninu, þar sem séra Barnabas Baux var vanur að halda sam- komur á sunnudagskvöldum. Unga fólkið dregst oft að hverskonar hávaða á götum úti, og ég hugsa, að Jana hafi staðið þarna á horninu og farið að taka undir sálma- sönginn svona upp úr sér og eftir minni, — í staðinn fyrir að koma heim og borða kvöldmatinn, — og þá hafi Vilhjálmur komið upp að síðunni á henni og sagt „sæl“, og hún hafi sagt „sæll“, og upp úr því hafi svo kunningsskapurinn orðið. Konan mín hefir einstakt lag á að fá stúlkumar sínar til að segja sér alla skap- aða hluti, og það leið ekki á löngu, áður en Jana sagði henni allt um Vilhjálm. — Hann er alveg einstakur maður, frú, sagði Jana. — Ég veit bara, að þér trúið því ekki. — Hann er undirdyravörður hjá Mayn- ard, vefnaðarvömkaupmanninum, og fær 18 skildinga — nærri því pund — á viku. Hann er af heldra fólki, þetta er svo sem ekki verkafólk. Faðir hans var matjurta- sali, frú, og varð tvisvar sinnum gjald- þrota. Ein systir hans vinnur á sjúkra- húsi. Þetta er svei mér gott gjaforð fyrir mig, bláfátæka manneskjuna. — Eruð þið þá trúlofuð? spurði konan mín. — Ekki beint, frú, — en hann er að safna fyrir hringunum. — Jæja, Jana mín, sagði konan mín, — þegar þið eruð búin að opinbera, skaltu Smásaga eftir bjóða honum heim eitthvert sunnudags- kvöldið og gefa honum kaffisopa hérna 1 eldhúsinu. Efemía mín var æfinlega svo móðurleg við stúlkurnar sínar. Skömmu síðar var Jana komin með splunkunýjan trúlofunarhring á hægri hendi og var nú heldur völlur á henni. Gamla ungfrú Maitland, vinkona okkar, var eitthvað að fetta fingur út í, að vinnu- konur skyldu ganga með svona dýrindis steinhringa, en konan mín eyddi því, og Jana hélt áfram að spóka sig með hring- inn. — Mér virtist unnusti Jönu vera mjög efni- legur ungur maður. — Vilhjálmur bragðar hvorki vín né tóbak, sagði Jana einn daginn, þegar hún var að tína saman tómar bjórflöskur. — Þetta er svoddan sóðaskapur af tóbakinu, svo að maður tali nú ekki um eyðsluna. Og svo tóbakssvælan! Oj bara! En sumir geta víst ekki án þess verið. Jönu renndi allt í einu grun í, að hún mundi höggva nokkuð nærri konu minni. Henni var nefnilega ekkert um reyking- arnar í mér. — Ég þykist vita, að húsbóndanum hérna líði aldrei eins vel og þegar hann er búinn að kveikja í pípunni sinni. En það er nú annað með svoleiðis menn. — Vilhjálmur var fyrst fremur illa til fara. 1 tilbúnum, snjáðum fötum, sem hann var löngu vaxinn upp úr. Hann hafði vatnsblá augu og gekk með regnhlíf, sem hann aldrei skildi við sig. — Efemíu gazt ekki vel að honum frá því fyrsta. — Hann fer oft í kirkju, sagði Jana, — og það má heita, að kirkjan sé honum faðir. — Sé hvað? sagði konan mín. — Sé eins og faðir hans, sagði Jana. — Hr. Maynard er í Plymouth-bræðra- söfnuðinum, og Vilhjálmi finnst skynsam- legra að vera þar einnig. Hr. Maynard tal- ar oft vinsamlega við hann, þegar þeir hafa tíma. Bæði um það, að nota vel alla spotta og láta þá ekki fara til ónýtis, og svo um sálarheillina. Maynard tekur mik- ið mark á Vilhjálmi og finnst hann vera svo nákvæmur, bæði með að passa spott- ana og svo það andlega. Skömmu síðar heyrðum við, að yfir- dyravörðurinn hjá Maynard væri farinn, og að Vilhjálmur væri orðinn yfirdyra- vörður með 25 skildinga launum á viku. — Hann hefir eitthvað betri kjör en maðurinn, sem ekur flutningsvagninum, sagði Jana, — og þó er hann giftur og á þrjú börn. Og í hreykni sinni hét hún því að láta Vilhjálm sjá um, að við fengjum óvenju fljóta og góða afgreiðslu, ef við verzluðum við Maynard. — Eftir þessa upphefð jókst velgengni Vil- hjálms dag frá degi. Einn daginn heyrð- H. G. WELLS. um við, að hr. Maynard hefði gefið Vil- hjálmi bók. — „Brostu bara“ heitir hún, sagði Jana. — En það er samt ekkert grín. Hún segir manni, hvernig maður á að komast áfram í heiminum, og sumt, sem Vilhjálmur las mér, var ákaflega fallegt. Efemía sagði mér hlæjandi frá þessu, en svo bætti hún við, alvarleg í bragði: — Heyrðu, góði. Jana sagði dálítið, sem ég kann ekki við. Hún var búin að þegja dálitla stund, en sagði síðan allt í einu: Vilhjálmur tekur niður fyrir sig, þegar hann giftist mér. — Ég sé ekkert athugavert við þetta, sagði ég. En síðar opnuðust á mér augun. Eitt sunnudagskvöld, þegar ég sat við skrifborðið mitt — ég hefi ef til vill verið að lesa góða bók —, fór einhver fyrir gluggann. Ég heyrði undrunaróp á bak við mig og sá, að Efemía stóð með galopin augun og sem steini lostin af undrun. — Georg, hvíslaði hún, og var bæði undrun og ótti í röddinni. — Sástu nokk- uð? Og svo sögðum við bæði samtímis — hægt og hátíðlega: — Silkihattur, hvítir hanzkar — ný regnhlíf. — Það er kannske ímyndun, elskan mín, sagði Efemía, — en mér sýndist hálsbind- ið hans vera alveg eins og þitt. Ég held, að Jana hafi gefið honum það. Hún var að tala um við mig um daginn, að þú ættir svo falleg hálsbindi, og Vilhjálmur hermir allt eftir þér. Hjónaleysin gengu aftur fyrir gluggann. Þau leiddust. Jana var ákaflega upp með sér og ánægjuleg með nýja, hvíta bómull- arhanzka. Og Vilhjálmur með silkihattinn. Aldrei hefir Jana verið ánægjulegri en þegar þau komu heim aftur. — Hr. Maynard hefir verið að tala við Vilhjálm, frú, sagði hún. — Hann á að vera við afgreiðsluna, rétt eins og þessir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.