Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 7
Nr. 8, 1929 V I K A N 7 Pietro Aretino, hinn frægi blaðamaður, sem var bezti vinur Giovanni Sforza Medici. Caterína var hamingjusöm. Hún varð allt önnur manneskja, góð og kvenleg. Hún elskaði mann sinn og dreng þeirra. En hamingja hennar átti sér ekki langan ald- ur. Litli drengurinn hennar var tæplega hálfs árs, þegar Giovanni dó úr blóðupp- gangi. Hann hafði lagt of hart að sér eins og allir Mediciar. Þeir dóu flestir ungir. Caterína gat rétt séð hann, áður en hann dó. Meðal hirðarinnar ríkti mikil sorg. Nú fyrst opinberaði hún hjónaband sitt eftir ósk Medicianna, sér og barni sínu til upphefðar. Hún fékk borgararétt í Firenze og kallaði sig Caterina Sforza Medici. En Ludovico litla kallaði hún upp frá þessu Giovanni eftir manninum, sem hún elsk- aði svo heitt. Caterína var — 35 ára gömul — ekkja í þriðja skipti og átti sjö börn. Elzt var Bianea, dóttir hennar, tvítug að aldri, en Giovanni yngstur. Nú lifði hún fyrir börn sín og litla ríkið. En hún fékk ekki að vera í friði. Sonur Alexanders páfa VI., hinn ill- ræmdi Cæsar Borg- ia, steig stórt skref, sem vakti mikla at- hygli. Hann lagði niður kardínáía- stöðu sína og kvæntist prinsessu, til að fá sjálfstætt, veraldlegt ríki á Italíu. Hann hafði augastað á Romagna. Hann kom með mikinn og öflugan her inn í Imola 25. nóv. og inn í Forli 19. des. árið 1499. Báðir bæirnir gáfust upp skilyrðis- laust. En Caterína Sforza og hinir dyggu hermenn hennar sett- ust að í víginu í Forlis og buðu hinum mikla her birginn í heilan mánuð. ,,Hún hafði kjark til að mæta her, sem hvorki konungurinn í Neapel né hertoginn í Milano þorðu að mæta“, skrifar Machiavelli. Að lokum, þegar þeir kveiktu í víginu og púðurturnarnir sprungu í loft upp, og jörðin var þakin líkum, varð hin hrausta kona, sem hafði bar- izt eins og óbreyttur hermað- ur, að gefast upp. Cæsar flutti hana sigri hrósandi í hlekkj- um til Róm. Árangurslaust leitaði hann að börnum hennar til að út- rýma ættinni. En ’Caterína hafði verið svo vitur að senda þau öll í burtu. Meira að segja sendi hún Giovanni, eftirlætið sitt, ásamt elztu dóttur sinni, Biöncu, til bæjar föður hans, Firenze. Sjálf varð Caterína að dúsa í fangelsi í Róm í meira en ár. Undir eins og hún varð laus úr fangels- inu, fór hún til Firenze til að búa þar í Villa Castello og helga sig uppeldi litla Medici-höf ðing jans. Móðurinni til mikillar ánægju virtist hann vera ósvikinn Sforza, kjarkmikill, óstýrilátur og drambsamur. Hann hafði aðeins áhuga á hestum, vopnum og bar- dögum. Hugrekki var sá eiginleiki, sem Caterína mat mest, og hún fann, að fyrsta mann sinn og börn hans vantaði hann með öllu. Sjálf hafði hún sýnt, hversu mikinn kjark hún hafði, og hún var þar að auki eins og svo margar konur viðreisnartíma- bilsins, hámenntuð, víðlesin og mátti heita lærð kona. Að þessu leyti var Giovanni ólíkur henni. Hann hafði fyrirlitningu á öllum bókum og lærdómi. Caterínu dreymdi um, að sonur hennar yrði hetja, og það varð hann, en hún lifði ekki að sjá það. Eftir þetta tilbreytingar- sama og erfiða líf, dó hún árið 1509, að- eins 46 ára að aldri. Þá var Giovanni 11 ára gamall. Eftir dauða móður sinnar var Giovanni hjá Salviati, víxlara, sem var giftur Lucre- ziu, dóttur Lorenzo Magnificos. Þessi víxl- Frans I. í Frakklandi að frá ósigri og smán, og Clemens páfi, sem Giovanni barðist fyrir, og hefði ef til vui getað bjarg- ef hann hefði ekki særzt á fæti, rétt áður en orustan stóð við Pavia. Caterína Sforza, sem var yfirráðandi Forli og ól „höfðingja svörtu fánanna" árið 1498. ari átti fullt í fangi með þenna æringja, sem setti Firenze á annan endann með lát- um sínum. En þrátt fyrir þrjózku sína, hafði drengurinn til að bera blíðu og mannúð. Nú var það líka kona, sem mest áhrif hafði á hann, Madonna Lucrezia, og Giovanni varð mikill vinur dóttur hennar, Maríu Sal- vati, sem var hálfu ári yngri en hann. Árið 1512 fór hin eldri grein Medici- ættarinnar — synir Lorenzo Magnifico, bræður Lucreziu Salviati — aftur til Firenze og urðu á ný yfirráðendur fæðingarbæjar síns. Elztur var Giovanni kardínáli, er stuttu síðar var kjörinn páfi undir nafninu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.