Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 19
Nr. 8, 1939 VIKAN 19 LITLI Barnasaga hershötöinginn. D aldur kafteinn var alltaf á hraðri ferð á morgnana, þegar hann var á leiðinni til stöðvarinnar, en eftir að hann hafði kynnst litla hershöfðingjanum, fór hann fimm mínútum fyrr af stað heiman frá sér til að hafa tíma til að spjalla við litla snáðann. Drengurinn var fimm ára gamall og bjó i litlu, rauðu húsi á horninu á götunni, sem Baldur kafteinn bjó við. Móðir hans, frú Hildur, var ekkja eftir liðsforingja, sem hafði verið skotinn fyrir hálfu ári í einni orustunni í Indlandi. Hún hafði ofan af fyrir sér og syni sínum með því að hafa dagheimili fyrir börn. Allar þessar upp- lýsingar hafði Baldur fengið hjá ráðskonu sinni, sem var ágætis manneskja og hafði mikinn áhuga á mannlífinu. En það var drengurinn, sem hafði dreg- ið að sér athygli hans. Baldur kafteinn var í hermálaráðuneytinu, og fyrsta dag- inn, sem hann sá drenginn, var hann af tilviljun í einkennisbúningi. Þegar hann gekk fram hjá rauða húsinu, stóð litli snáð- inn inni í garðinum með þrístrendan hatt á höfðinu og stórt leðurbelti um sig miðj- an, en við það hékk sverð. — Góðan dag, kafteinn! sagði hann og horfði alvarlega framan í stóra manninn í einkennisbúningnum. — Ertu að fara í stríð ? — Góðan daginn, hershöfðingi, svaraði Baldur kafteinn um hæl. — Já, ég er að fara í stríð. Hefir hershöfðinginn ein- hverja sérstaka skipun í dag? Drengurinn hnyklaði brýrnar hugsandi, Caterínu Sforza, sem stofnaði hið nýja stórhertogadæmi Toscana og gerði það að stórveldi innan Italíu. Aretino lét taka helgrímu af vini sín- um, og eftir henni hefir hinn mikli Tizian málað mynd af Giovanni í svarta búningn- um. Cosimo, sonur hans, lét Bandinelli — lærisvein og keppinaut Michelangelos — búa til líkneski af honum, sem stendur á gröf hans. Útivistarmaðurinn Giovanni hefði ekki kært sig um að vera lokaður inni í einhverri kirkju eða safni, enda situr hann nú úti á hinu mannmarga San Lorenzo-torgi jafnlangt frá Medici-höllinni og greftrunarkirkju þeirra, mitt á meðal fólksins, sem syngur um hann: „Þegar Messer Giovanni delle bande nere varð leiður á hinni löngu ferð sinni, steig hann af baki og settist hér að.“ síðan leit hann framan í ókunna manninn með stórum, aivarlegum augum. — Já, sagði hann lágt. Þú verður að sjá um, að engin kona verði drepin! — Já, hr. hershöfðingi, svaraði Baldur kafteinn og heilsaði að hermannasið. — Hvað á ég að gera við þær? Drengurinn rétti úr sér og setti hend- urnar á bakið. Litla sverðið slóst í gang- stéttina, svo að glumdi í. — Þú átt að vera góður við þær, sagði hann alvarlega. — Skipun yðar skal verða hlýtt, hers- höfðingi, sagði kafteinninn. Síðan kvöddust þeir með því að setja hendurnar upp að húfunum, og Baldur kafteinn hélt áfram til stöðvarinnar. Baldur kafteinn gat ekki gleymt litla, alvarlega drengnum. Flestir drengir, sem leika hermenn, eru vanir að hugsa ekki um annað en morð — því meira blóð, því betra. Honum hafði aldrei dottið í hug, ekki einu sinni þegar hann var drengur, að maður ætti að vera góður við konurnar. — Daginn eftir var Baldur kafteinn í borg- arabúning, þegar hann var á leið til skrif- stofunnar og var hræddur um, að litli hers- höfðinginn mundi ekki líta við sér. — En drengurinn stóð á ný í garðshliðinu og heilsaði að hermannasið, þegar hann gekk fram hjá. — Pabbi var oft 'eins og þú ert núna, sagði drengurinn. Hann sagði, að það væru ekki gyltu borðamir, sem gerðu menn að hermönnum — heldur það að vera hraust- ur og góður við konur. — Mamma mín er kona, bætti hann við og það skein undarlegur svipur út úr stóru, bláu aug- unum hans. Það skein blíða út úr gráum augum Baldurs kafteins um leið og hann horfði á litla, beinvaxna snáðann. Drengurinn var í blárri, síðri blússu og stuttum, bláum buxum, þar fyrir neðan voru tvö rauð hné, brúnir sokkar og þykkir, brúnir skór. Hann hafði ákaflega 'falleg, blá augu, sem voru svo full af trausti, að það fékk hinum stóra, fullorðna manni mikils, þegar hann horfði á hann. Um haustið fékk drengurinn hósta. Baldur heyrði hinn stutta, þurra hósta, löngu áður en hann kom að hvíta garðs- hliðinu. Einn morguninn var drengurinn ekki í garðshliðinu — í hans stað, stóð þar kona í svörtum kjól. Baldur var ekki í efa um, að þetta væri móðir litla hers- höfðingjans, því að það voru sömu fallegu, bláu augun, sem horfðu á hann. — Bragi er lasinn, sagði hún, svo að ég þorði ekki að láta hann fara út. En hann er þarna í glugganum, Baldur leit upp í gíuggann, þar sém litli hershöfðinginn stóð og heiísaði graf- alvarlegur að hermannasið. Baldur heils- aði líka. — Það er áreiðanlega skynsamlegt að láta hann vera inni í dálítinn tíma, sagði Baldur. — Má ég lita inn til hans og heilsa upp á hann, þegar ég fer heim um fimm- leytið ? — Það er ákaflega fallega gert af yður, sagði frú Hildur brosandi. — Hann verður svo ánægður. Honum þykir mjög vænt um yður. Ég er yður svo þakklát, hvað þér eruð alltaf góðir við hann. Hún rétti honum höndina, og hann þrýsti hana vingjarnlega. Seinna um daginn drakk Baldur kafteinn kaffi með litla hershöfðingjanum og móð- ur hans. Alla næstu viku stóð litli vinur hans við gluggann á morgnana og heils- aði honum. En einn morguninn var hann þar ekki, og þegar Baldur kom til hans um daginn, var hann lagztur í rúmið. Hann heimsótti drenginn á hverjum degi og hann sá það greinilega, að drengnum fór æ versnandi. Frú Hildur gat ekki — eða vildi ekki — sjá það, og hún sagði alltaf, að nú færi honum að batna. Þegar Baldur kafteinn kom eitt kvöldið inn í litla, rauða húsið, var læknirinn þar. Augu hershöfðingjans blikuðu af sótthita og kinnar hans voru brennandi heitar. Móðir hans sat við rúmið hjá honum. Hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.