Vikan


Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 23.02.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 8, 1939 í l'eik sínum látið eins vel í ljósi sanna til- finning, gleði og alvöru.“ Hér er stefnu- breyting, en fyrir þessa sömu frammistöðu hirtir Einar H. Kvaran leikkonuna óþyrmi- lega í dóm sínum og segir „að engan, sem hefði aðeins séð Stefaníu Guðmundsdótt- ur sem Láru, myndi gruna, að hún hefði minnstu leikgáfu.“ Hér virðist skjóta skökku við og hinn athuguli gagnrýn- andi telja leikkonuna fara villta vegar með því að yfirgefa ,,ærsladrósirnar“. Um- mælin bera með sér, að E. H. Kv. efaðist ekki um leikgáfu frú Stefaníu, en hann vítir leikaðferðina. En nú vill svo til, að E. H. Kv. verður skömmu síðar leiðbein- andi leikfélagsins og í stað þess að erfa hinn ómilda dóm við „leikdómarann", gengur frú Stefanía sín fyrstu spor í al- varlegri hlutverkum undir handleiðslu hans, svo að leikdómaranum verður það síðan minnistætt „hvað hún var skilnings- góð og gáfuð, og gleymir því aldrei, hve beygjanleikinn var mikill, hæfileikinn til að gera allt nákvæmlega eins og okkur kom saman um. Og ég gleymi aldrei sjálfstæð- inu, sem þá kom fram í listareðli hennar, en allt fór vaxandi, eftir því sem þrosk- inn elfdist." En sá leikdómarinn, sem svo að segja „uppgötvaði" hæfileika frú Stefaníu var Bjami Jónsson frá Vogi. Hann segir svo í dómi um sjónleik, sem einmitt E. H. Kv. leiðbeindi við: „Allt látbragð, hvert orð og viðvik, augnaráð, svipur — allt vandlega stillt eftir því, sem bezt má fara, og þó látlaust eins og leikkonunni sé það allt áskapað og ósjálfrátt. Hver skynbær og at- hugull áhorfandi finnur greinilega til þess, að hann er staddur í heimi listarinnar, hverja þá stund, sem hún hefir eitthvað að segja.“ — Hér við er aðeins því að bæta, að það var fyrir tilstilli Bjama frá Vogi, að frú Stefanía lék aðalhlutverkið í Heimilinu eftir Sudermann, sem Bjami hafði þýtt og sýnt var 1902, en þá leysti hún af hendi sitt fyrsta stóra leikafrek í hlutverki Mögdu. Hún var Bjarna innilega þakklát fyrir Mögdu og með tilliti til þess valdi hún að leika það hlutverk á 25-ára leik- afmæli sínu 30. jan. 1918. 1 grein, sem ekki má teygjast úr hófi fram, verður ekki lýst öllum þeim hlut- verkum, sem frú Stefanía lék með ágæt- um. Hér verður heldur ekki gerð tilraun til þess, né heldur fylgt leikaraferli henn- ar hér á leiksviðinu, á Akureyri og í byggðum Islendinga vestan hafs, en þang- að fór hún fyrst íslenzkra leikara í kynnis- og leikför. Einkenni frú Stefaníu, sem leikkonu voru þau, sem Bjarni frá Vogi réttilega bendir á í dómi sínum og sem Klemenz Jónsson landritari orðaði fagurlega í ræðu sinni á 25-ára afmæli leikkonunnar, að skapa með látlausum og sönnum tilburð- um lifandi persónur á leiksviðinu, svo að áhorfandanum urðu minnisstæðar einföld- ustu hreifingar og raddbrigði hennar. „Tókuð þið eftir, hvernig hún teygði Höfðingi svörtu fánanna. Framh. af bls. 8. um, en ekkert gekk, því að hermennirnir skildu hann ekki. Að lokum sagði Giovanni: „Nú verð ég líklega að hjálpa mönnum mínum, svo að við getum farið að borða“. Með stuttum skipunum og trumbuslætti fékk hann her- mennina til að starfa sem einn maður. Machiavelli tók þessum ósigri sínum glaðlega. Það var um þetta leyti, sem Giovanni batt vináttu sína við hið fræga skáld og blaðamann, Pietro Aretino. En Giovanni lét hendur standa fram úr ermum, þegar færi gafst. Hann gerði mörg snarleg og fífldjörf afreksverk í augsýn Frans konungs. Stuttu áður en hin örlaga- þrungna orusta við Pavia var háð, særðist Giovanni á öðrum fætinum og varð að liggja í sjúkrahúsi, en hluti af her hans tók þátt í orustunni undir forustu hertog- ans í Suffolks. Karl keisari 5. vann sigur, og orustan við Pavia, þar sem Frans I. var sjálfur tekinn til fanga, var ekkert minna en tortíming fyrir Frakkland og ítalíu. Liðsveitir Giovannis undir svörtu fán- unum, sem allir fyrirlitu, voru einnig höggnar niður. Frans 1. sagði síðar, að orustan myndi hafa farið öðru vísi, ef Giovanni hefði verið með. Nú lá ítalía opin fyrir herfylkingum Karls 5., Bourbons og Frundsbergs. Eini maðurinn, sem .hefði getað stöðvað þá, var Giovanni. Nú — en allt of seint — sá Clemens páfi, hvers virði hann var. Hann lét biðja fyrir hon- um í öllum kirkjum. Giovanni var aftur setztur í hnakkinn, áður en sárið var gróið. Það var stofnað bandalag á móti Karli keisara, og Giovanni fékk nýjar liðsveitir og peninga. Hertog- inn í Urbino hafði forustuna á liðsveitum páfans, en hann var svo hægfara, að hann tafði fyrir Giovanni, sem tók þýzku lið- sveitirnar með áhlaupi og rak þær yfir Pófljótið. Þeir unnu fyrsta, höfuð sigur- inn. Giovanni reið síðastur yfir brúna á eftir hermönnum sínum. En allt í einu steig reykur upp úr kjarr- inu við fljótið, og um leið og Giovanni fingurna fram, þegar hún kom úr fjall- inu, langa orðna af spunanum og áfergj- unni eftir að klófesta gullið“, (Ulrikka í Kinnarhvolssystur), eða „þarna var hún maddama Andersen þá lifandi afturgeng- in, þegar hún lá við skólpfötuna og var að tjá manni sínum raunir sínar.“ (Þvotta- konan í Lygasvipir). Þannig lagaðar endur- minningar geymdust og geymast enn um leik frú Stefaníu. Lifandi, sannar myndir úr umhverfinu — í orðsins fyllsta skiln- ingi speglaðist lífið í leik hennar og fyrir það varð hún merkisberi íslenzkrar leik- listar. L. S. heyrði drunurnar, fékk hann verk í fótinn, í gamla sárið, og datt af baki. Hermenn hans komu að honum, þar sem hann lá meðvitundarlaus í blóði sínu. Byssukúlan hafði fótbrotið hann. Skotið hafði komið frá skotmönnum hertogans í Ferraras, sem höfðu komizt á laun um nóttina. að fljótinu eftir að hafa gengið í lið með keisaranum. Hermennirnir lögðu foringja sinn, sem þeir virtu svo mikils, á börur og báru hann til Manua, þar sem þeir gátu strax náð í lækni. Það var eingöngu hægt að bjarga honum með því að taka af honum fótinn. En enginn þorði að segja við Giovanni, að hann yrði annað hvort örkumla maður — eða hann yrði að deyja. Vinur hans, Pietra Aretino, varð að taka að sér að færa honum fregnina:. „Láttu taka af þér fótinn, og þú verður góður eftir viku.“ Giovanni var fús til að láta taka af sér fótinn. Læknirinn og aðstoðarmenn hans voru tilbúnir og sögðu: „Við verðum að fá tíu menn til að halda sjúklingnum.“ Giovanni sagði brosandi: „Tuttugu menn. gætu ekki haldið mér. Byrjið þið bara. Ég skal halda á ljósinu fyrir ykkur.“ Og hann gaf aðeins frá sér tvö stutt óp á meðan þeir skáru með hinni stóru, blikandi sög í gegnum kjötið og beinin. Á eftir, er sagt, að hann hafi beðið um að fá að skoða fót- inn, sem tekinn var af. En um nóttina varð hann veikur, og um morguninn skrifaði hann erfðaskrá sína. Hann sagði við munkinn, sem talaði síðast við hann: „Pater, ég hefi alltaf ver- ið hermaður og ég hefi lifað sem hermað- ur. Ef ég hefði gengið í yðar fötum, hefði ég lifað eins og munkur. Ef það væri leyfi- legt, myndi ég skrifta fyrir öllum, því að ég hefi aldrei gert neitt, sem mér sæmir ekki.“ Giovanni bað Pietro Aretino að skrifa konu sinni og syni sínum. Pietro sat inni hjá honum og las upphátt fyrir hann. Gio- vanni lá í móki. Síðan bað hann um síð- ustu smuminguna, því að hann vissi, að stundin var komin. Allt í einu stóð hann upp og sagði: Ég vil ekki deyja í rúmi með sæng og kodda — sæktu fyrir mig hermannabekk. Foringjar hans lögðu hann síðan gæti- lega á harðan hermannabekk. Hann brosti og lokaði augunum. Aðfaranótt 30. nóv. andaðist Giovannr Sforza Medici, aðeins 28 ára að aldri. Foringjamir báru höfðingja sinn um morguninn í svörtum búningi til grafar hans í San Domenico-kirkjunni undir svörtum fánum, sem blöktu í hálfa stöng, og lágum trumbuslætti. Öll ítalía var í sorg. Lík Giovannis var ekki flutt til Firenze fyrr en árið 1685 og grafið í hinni frægu Medici-kapellu í San Lorenzo-kirkjunni. Pietro Arentino syrgði vin sinn mikið og tók ástfóstri við litla son hans, Cosimo, sem hafði erft marga góða eiginleika föður síns, sérstaklega viljaþrek hans. Hann var líka eini sonur Giovannis, sonarsonur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.