Vikan


Vikan - 03.08.1939, Síða 6

Vikan - 03.08.1939, Síða 6
Verlcfrœðingar ráða tízkunni í framtíðinni. — Hver á að sýna, hvernig fólk klæðir sig í framtíðinni? spurðu umsjónarmenn heimssýningarinnar í New York eitt aðal- tízkublaðið þar. — Er það ekki ágætt verkefni fyrir hina þekktu tízkuteiknara okkar? — Nei, var svarað. — Þeir hafa nóg að gera við að rannsaka smekkvísi nútíðarinnar, svo að þeir mega ekki vera að því að hugsa um framtíðina. — Hver á þá að gera það? — En verkfræðingarnir. Þeir eru hvort sem er allir að reyna að skapa framtíðina. Látið þá sýna, hvernig menn eiga að klæða sig í framtíðinni. Nokkrir þekktustu verkfræðingar Ameríku hófust þegar handa, og hér eru nokkrar myndir af verkum þeirra. Myndirnar á næstu síðu: IGilbert Rohde, hinn ágæti húsgagnasmiður, teiknaði karlmannaklæðnað framtíð- arinnar. Hann er að mestu úr málmefnum. Amerískur myndhöggvari hefir byggt þetta málmlíkneski af „manni framtíðarinnar". Hver botnar í slíkri líkamslögun ? 2Georg Sahier spáir því, að pilsin hverfi úr sögunni, og að kona framtíðarinnar verði há og grönn og klæði sig þannig, að hún geti tekið þátt í öllum íþróttum. SKvöldkjóll eftir Walter Dorwin Teague, sem er annars húsasmiður. — Kona framtíðarinnar verður vel vaxin, og kjóllinn, sem verður úr vísindalega unnum gerfi- efnum, má ekki hylja fegurð hennar. — Konur eiga alltaf að vera brúður á kvöldin, segir Henry Dreyfus, sem hefir m. a. byggt straumlínu- eimreið og ,,Democracity“ á heimssýningunni. Hann álít- ur þetta afar kvenlegan kjól. Heimur framtíðarinnar á heimssýningunni í New York. „Tryion“, þrístrendi pyramídinn og „perisphere“, kúlan, en þar er borg framtíðarinnar „Democracity“. Fyrir framan er líkneskið: „Hraðinn“, sem vekur mikla athygli.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.