Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 4
4
VIK A N
Nr. 32, 1939
athygli og áhuga fyrir þeirri þjóð og þeirri
menningu, er hefir skapað þvílíkar ger-
semar.
Að vísu liggja skinnhandritin sjálf, flest,
á Konunglega bókasafninu, og ýmsir hafa
að sjálfsögðu séð þau og dáðst að þeim
þar. En almenningi hefir auðvitað aldrei
verið greiður aðgangur að þeim. Og svo
er hitt, að hin mikla athygli, sem útgáfa
þeirra hefir vakið í blöðum Norðurlanda,
og víða um heim, hefir verið hin ágætasta
auglýsing fyrir Island og íslenzka menn-
ingu.
Þá hefir einnig hin ljósprentaða útgáfa
hans af fyrstu bókunum, sem prentaðar
voru á Islandi, Monumenta typografica
Islandica, vakið mikla athygli. Það er ekki
ónýtt að láta það vitnast, að Islendingar
áttu starfandi prentverk hundrað árum
áður en frændur vorir Norðmenn létu sína
fyrstu bók á þrykk út ganga.
íslenzka þjóðin á góðan og trúan vin
í Ejnari Munksgaard. Hann hefir sýnt það
oft og margvíslega, nú síðast með stór-
höfðinglegri gjöf til styrktar íslenzkum
stúdentum í Höfn. Alltaf hefir hann verið
boðinn og búinn að greiða götu íslenzkra,
er þess þurfti við. Fyrir allt þetta á hann
stórar þakkir skilið, enda munu fjestir
ábyrgir Islendingar bera til hans hlýjan
hug og árna honum góðs. — Þjóðin hefir
og sýnt honum nokkurn þakklætisvott:
Hann er stórkrossriddari af Fálkaorðunni,
og Háskólinn hefir gert hann að heiðurs-
doktor.
Dr. Munksgaard verður fimmtugur á
vetri komandi. Margir Islendingar munu
muna þann dag: 28. febrúar 1940. — Væri
líka rétt og sjálfsagt að vér minntumst
hálfrar aldar afmælis þessa ágæta Islands-
vinar á einhvern þann hátt, sem gæti orðið
honum til gleði og oss til sóma. Veit ég,
að fátt myndi gleðja hann meira en ef
honum væri boðið heim til Islands. Hann
hefir lengi langað til að sjá landið og
kynnast þjóðinni betur. Hefir hann einnig
um langt skeið haft Islandsferð í huga,
og var á þessu sumri kominn á fremsta
hlunn með að gera alvöru úr henni. En
annir hömluðu því, að þessu sinni. Dr.
Munksgaard er ávallt miklum störfum
hlaðinn og ann sér of sjaldan hvíldar. En
efalaust myndi hann sinna heimboði til
Islands, og slíkt ferðalag myndi hvíla
hann og hressa. Ekki er að efa að vel yrði
tekið á móti honum hér, því að íslending-
ar hafa nú á sér mikið orð fyrir rausn
og höfðingsskap við erlenda gesti sína. —
Væri mjög æskilegt, að úr þessu gæti orð-
ið sem næst fimmtugsafmæli Dr. Munks-
gaards.
#
Amman raular vögguljóð.
Stebbi litli: Farðu nú að hætta, amma
mín, því að mig langar til að sofna.
*
— Hvers vegna skildi Bjarni við kon-
una?
— Hann var giftur henni.
Sigurður skáld frá
r
\ öðrum stað í blaðinu birtast nokkrar
**■ síðustu vísur Sigurðar skálds Sig-
urðssonar frá Arnarholti. Færði hann Vik-
unni þessar vísur og las sjálfur próförk
af þeim skömmu fyrir andlát sitt, því að
dauðinn sótti hann skjótt heim.
Með Sigurði frá Arnarholti er hniginn
til hvíldar gott skáld, framtakssamur mað-
ur og einn skörulegasti persónuleiki, sem
uppi hefir verið með þjóðinni síðastliðinn
mannsaldur. Sakir höfðinglegs yfirbragðs
Arnarholti látinn.
og mikils vaxtar vakti hann athygli, hvar
sem hann fór. Og hans andlegi maður var
og mikill vexti. Hann leit stórt á alla hluti
og fyrirleit nánasarhátt og smásálarskap
af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni, eins
og hann unni af alhug því, sem hann unni.
Hver man ekki ,,Hrefnu“, eitt fegursta
ástarkvæði, sem ort hefir verið á íslenzka
tungu? Sigurður var blóðheitur og geip-
inn, enda ítalskur í móðurætt, en í föður-
ætt kominn af merkum bændaættum vest-
ur á Mýrum.
Síðustu ár æfinnar dvaldi Sigurður hér
í Reykjavík við mjög þröng kjör og mikla
vanheilsu. Mátti hann þá muna tvenna
tímana, því að hann var um skeið maður
auðugur og áhrifamikill. Beitti hann sér
þá fyrir menningarmálum og fékk mörgu
til vegar komið. Sá hann t. d. um kaup á
fyrsta varðskipi Islendinga og var hinn
ötulasti forvígismaður landhelgisgæzlunn-
ar hér við land. Hann kenndi Vestmanna-
eyingum sund, og mega þeir muna hann
lengi. Hann var með fyrstu mönnum, sem
gaf laglega f járhæð til flugtilrauna hér á
landi. Æfiferill þessa merka manns var
allur í sveiflum, og í fullu samræmi við
skapgerð hans, því að hann var fyrst og
fremst maður hinna miklu andstæðna —
stórbrotinn maður, sem elskaði lífið. S. B.
Friðfinnur Ólafsson:
Skuggsælt skógarrjóður.
— Skin frá hnígandi sól.
Fjarlægur fuglasöngur.
— Friður um dal og hól.
I rjóðrinu saman sitja,
sveinn og mærin hans.
Úr fersku, fögru limi
fléttar hún honum krans.
Svo dimmir, döggin fellur
á dagsins heita svörð.
Napur norðan vindur
næðir um raka jörð.
Nóttin líður, á nyrsta ál
slær náfölum skuggablæ.
Blómin fölna, fellur lim.
Fyssir um úfinn sæ.
Svo dagar á ný, en í niðdimmum skóg
dunar sorgar lag. —
Þau, sem hér lífinu lutu í gær,
— liðin hvíla í dag. —