Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 9
Nr. 32, 1939
VIK AN
9
Thomas Alva Edison, hinn hugvitssami uppfinningamaður, og hjálparmaður hans og vinur, Charles
Proteus Steinmetz. Sá síðamefndi er ekki eins pekktur, en hann hefir gert General Eleetric
ómetanlegt gagn. Hann er fæddur í Þýzkalandi, en fluttist til Ameríku 1890. Hann dó 1925, 58ára
einu herberginu í annað, fram og aftur
yfir ,,stunubrúna“, sem liggur á milli töfra-
húsana, upp og niður óteljandi tröppur,
frá einni verksmiðjunni til annarrar, frá
einu furðuverkinu til annars.
Fyrsta herbergið, sem við komum inn í,
er lítil rannsóknarstofa. Innan við dyrnar
stendur lítið borð, og á borðinu er glóðar-
lampi, sem stöðugt kviknar á eða slokknar.
— Þetta er kvikasilfurslampi, segir
Watkins verkfræðingur. -— Hann hefir að-
eins verið hér hálft ár, en vélin, sem kveik-
ir og slekkur á honum, hefir verið í gangi
í f jögur ár. Ljósið hefir kviknað og slokkn-
að um 160 milljón sinnum. Það hefir þurft
þolinmæði við þetta starf. En ég hugsa,
að það borgi sig.
Það kviknar ýmist eða slokknar á lamp-
anum, og guð má vita, hvort það hættir
nokkurn tíma.
sé ég eitthvað, sem er eins og ullarþræðir.
Aldrei hélt ég, að stálið væri eins og það
er, — en hvernig átti ég líka að vita það?
I sama herbergi sjáum við hið kynlega
Almico-segulstál. Það er svo kröftugt, að
það getur lyft 6—700 sinnum þunga sín-
um. Það, sem einkennir Almico-segulstálið,
er, að á því eru tveir suðurpólar, sinn á
hvorum enda, og tveir norðurpólar, hver
upp af öðrum, í miðjunni.
Nú göngum við í gegnum dimman gang
og þaðan inn í rannsóknarstofu, sem er
Framh. á bls. 21.
teppið er alltaf jafnheitt. Það verður
hvorki of heitt né of kalt. Þetta er ótrú-
legt, en satt.
Næsta herbergi. Þar sitja f jórar yndis-
legar, ungar stúlkur svo niðursokknar í
vinnu sína, að þær taka ekki eftir því, að
komið er inn. Þær eru með smásjár.
Ein þeirra hrekkur við, þegar hún verð-
ur vör við, að horft er á hana. En hún
nær sér furðu fljótt og tekur að skýra frá
vinnu sinni. Hún veit, hvað hún syngur.
Hún er að rannsaka stál. Ég fæ að sjá í
smásjána. Fyrst sé ég allt í þoku, en síðar
Lítill kvikasilfurslampi, sem hefir sterkara ljós
en nokkur annar lampi. Ljósið kemur frá kvarz-
pipu, sem verður að kæla með rennandi vatni, svo
að hún springi ekki.
Næst komum við inn í her-
bergi, sem er fullt af leiðsl-
um, ljósum og allskonar verk-
færum. Á miðju gólfi standa
tvær stálkúlur með glitrandi
málmsúlum. Með þessum súl-
um er hægt að framleiða eld-
ingar. Rafmagnið myndast
við það að nudda tveim
pappírsræmum saman. Gamla
aðferðin, sem allir þekkja.
Við þetta myndast 800,000
volta rafmagnsspenna. Þegar
neistinn fer frá annarri
málmsúlunni til hinnar, heyr-
ist skothljóð. Það er hægt að
framleiða langtum sterkari
eldingar en þessar. Það er
t. d. gert í Pittsfield-verk-
smiðjunum.
Verkfræðingurinn sýnir
okkur teppi, sem gengur fyr-
ir rafmagni. Það er hið mesta
svefnherbergis-þægindi, sem
hægt er að hugsa sér. Það
stendur alveg á sama, hvernig
veðrið er úti, gluggar geta
alltaf verið galopnir, því að Tilbúnar eldingar i G. E.-verksmiðjunum. Hægt er að framleiða sterkari eldingar í verksmiðjum félagsins í Pittsfield.