Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 10
10 VlKAN Nr. 32, 1939 anlegt var, voru úr gleri og stálí — —. Einn morgun, þegar Kristín sat í hnipri í einum þægindastólnum, sem minnti öllu helzt á uppskurðarborð, kom Jóhann inn með bréf í hendinni. — Svei mér! hrópaði hann undrandi, — ef þetta er ekki frá-----jæja, veiztu hverjum? — Nei, en ég býst við, að þú hafir í hyggju að trúa mér fyrir því. — Það er frá málafærslumanninum. Páll frændi hefir arfleitt okkur. — Að hve miklu? — Ættum við ekki að fara þangað og athuga skranið, sagði Jóhann. — Það getur verið, að þar sé eitt eða tvö málverk, sem við getum notað. — Nei, þakka þér fyrir! Hvað ættum við að gera við þau ? Þér hefir vonandi ekki dottið í hug að hengja þau upp? Mér finnst nóg að hafa heimsótt hann einu sinni. Mér dettur ekki JkRf tBRlHHI Hjónaband Jóhanns og Kristínar var tízkunni jafn samkvæmt og íbúðin þeirra. Madame reykti mun meira en monsieur, og monsieur var mun ástleitn- ari en madame. Hann notaði allskonar ilm- vötn, hún vínanda. Henni þótti fátt eins gaman og að aka bíl með fullum hraða. Hún hafði afarlítinn áhuga á bókmennt- um, hann alls engan. Ef til vill hefir ástæð- an verið sú, að þau hafi verið sannfærð um fullkomleika sinn og þótzt vita allt, þó að þau hefðu ekkert lært. Þeim kom sam- an um, að gamalt fólk — en það var fólk, sem komið var yfir fertugt — væri óþol- andi og skiptu sér því eins lítið af því og þau gátu. Þau voru á eilífum þönum í kaffi- boð, á knæpur, veitingahús og kvikmynda- hús. Þegar þau voru heima, sem sjaldan var fyrir miðnætti, var það aðeins til að borða og sofa. Ibúðin var auðvitað útbúin samkvæmt nýjustu tízku. Á veggjunum var ekki ein einasta mynd, og hús- gögnin, sem voru eins fá og hugs- Smásaga. — Öllu! Það er að segja: engu! Hann arfleiðir okkur að vinnustofu sinni, ástin mín, með öllu, sem í henni er. — Takk! kallarðu það arf? Ryk 'og skran frá síðastliðinni öld. Svo að ég minn- ist ekki á flugur og þess háttar. Ætli hann sé að hæðast að okkur? — Það gæti næstum því litið þannig út. Páll frændi var, eða hafði öllu heldur verið, listmálari. Hann var sérvitur pipar- sveinn. Þess vegna hafði fjölskyldan látið hann sigla sinn sjó. Hann lokaði sig inni í sjálfum sér og vinnustofu sinni, talaði aldrei við nokkurn mann og lét nágranna- konu sína gera hreint fyrir sig, þegar þess nauðsynlega þurfti, en fyrr ekki. í hug að fara að óhreinka mig á því að leita í skraninu hans. Við græðum heldur ekkert á því. Við yrðum til athlægis. — Málverkin hans hafa selzt. — Kannske. En nú er það liðið! Þú ætt- ir að spyrja skransalann, hvað hann vilji gefa fyrir dýrðina. — Nei, það geri ég ekki. En við gætum farið hinn gullna meðalveg. Mér dettur eitt í hug — eigum við ekki að bjóða Rósu frænku arfinn? — Ágætt. Þú ert ekki eins vitlaus og þú lítur út fyrir að vera? Hún verður hrifin, því að hún hefir svo gaman af gömlu drasli. Það er aðeins ein hætta, að hún arfleiði okkur að öllu draslinu — sínu líka — eftir sinn dag. Þá fáum við allt aftur, en við látum hverjum degi nægja sínar þjáningar.--------- Þetta var sagt og gert. Jóhann skrifaði frænkunni og málafærslumanninum. Hjón- in voru svo önnum kafin við sig og sitt, að þau gleymdu þessu von bráðar. En einn góðan veðurdag, fengu þau bréf frá frænk- unni. Hún skrifaði: — Börnin mín góð! Ég er ykkur þakk- látari en ég get með orðum lýst og ég verð að játa, að ég varð undrandi, því að ég hélt, að þið væruð eins og unga kyn- slóðin og hugsuðuð aldrei um gamla fólkið. — Það er naumast hún er ástúðleg, tautaði Kristín. — En mér hefir skjátlazt, og ykkur er óhætt að treysta því, að peningarnir komu sér vel. — Peningamir! Ég skil ekkert! Krist- ínu Igjð ekki vel. — Ég fór í vinnustofu frænda ykkar, skrifaði frænkan, — til þess að athuga arf- inn. Já, sérvitur var hann. 1 vinnustofunni var auðvitað allt fullt af drasli og rusli, en það er ekki nema von, þar sem enginn skipti sér af honum, þó að hann hafi ekki Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.