Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 14
14 VIK A N Nr. 32, 1939 Listin að búa sig. Litlar, þrekvaxnar stúlkur sýnast hærri og grennri, en þeim má vera sama, hvernig tízkan er, — ef þær fylgja ákveðnum reglum: 1. Efni kjólanna verður að vera í löngum, beinum línum. 2. Ermar mega alls ekki vera víð- ar og ekki úr ljósara efni en kjóll- inn er. 3. Ljós kjóll með dökkum erm- um grennir. 4. Ermar mega heldur ekki vera þröngar, ef handleggirnir eru feitir, og ermar, sem ná fram yfir olnboga, eru hryllilegar. 5. Ef hnappar eru notaðir til skrauts, verða þeir að liggja í lóð- réttri línu. 6. Þverröndótt efni gerir fólk þrekvaxnara en það er. Langröndótt grennra. 7. Ef kjólarnir eru felldir, verða fellingarnar að vera lóðréttar, og bilin á milli þeirra misstór. 8. Belti er bezt að nota sem minnst. Þau mega alls ekki vera í öðrum lit en kjóllinn. 9. Þrekvaxnar stúlkur klæðir lang- bezt að hafa kjólana eins einfalda í háls- inn og unnt er. Ef þær eru hálsstuttar, mega þær ekki nota perlufestar né annað hálsskraut. 10. Blóm mega þær aldrei hafa á öxl- inni. 1 kvöldkjóla er bezt að hafa mjúkt efni, sem liggur í löngum línum frá öxlum og niður á fætur. 11. Ef þær eru þreknari. að ofan en neðan, er ágætt að blússur eða peysur séu í dekkri lit en pilsin. — Einnig getur farið vel að hafa fell- ingar á öxlunum. Nú er aftur farið að skreyta kjólana með allskonar snúrum. Hér er einn kjóll þannig skreyttur. Ég skipti fólkinu í þrjá flokka: Þá fáu, sem valda því, að eitthvað gerist, þá mörgu, sem taka eftir því, að eitthvað gerist, og hina afar mörgu, sem ekki hafa minnstu hugmynd um, að nokkuð gerist. Nicolas Murray Butler.' Augað er vél, sem ástin hreyfir. Cesile. FEGURÐ OG TÍZKA : Göngudragt. Pilsið er úr stórköflóttu efni. Dragtin væri samt sem áður fallegri úr einlitu eða smágerðara efni en þetta er. Háar og grannar stúlkur verða að forðast það að líta út eins og þær séu magrar. — Það er ljótt. Þær verða því að fylgja þeim regl- um, sem lágar, þrekvaxnar stúlk- ur verða að forðast. 1. Lóðréttar línur verða þær að forðast eins og heitan eldinn. Stórir kragar eru góðir. 2. Víðar ermar eru ágætar, og blóm til skrauts, sérstaklega á öxl- inni. 3. Belti, slaufur og annað skraut er ágætt fyrir háar, grann- ar stúlkur. 4. Ef þær hafa ljóta fætur, hylja síðu kvöldkjólarnir þá. I ferðalög eru felld pils ágæt. 5. Forðist mjög þröng pils, hvort sem þér eruð grannar eða þrekvaxnar. Kjósendur í fegurðarsamkeppninni skrifi nafn og heimilisfang stúlkunnar, sem þeir kjósa á línumar á kjörseðlin- um, — en geti sín hvergi sjálfir. — Kjörseðlamir verða að vera komnir til blaðsins fyrir 16. ágúst n. k. Nýlega vom gefin saman í hjónaband ungfrú Fjóla Isleifsdóttir og hr. Vilhjálmur Jóhanns- son, stud. med. Heimili ungu hjónanna er á Fjólugötu 25. (Sig. Guðmundss. ljósmyndaði). Fegurðardrottning íslands 1939 rsedííí Nafn .........,....................... Heimilisfang ......................... — Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Keykjavík. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.