Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 32, 1939 augnablikum virti ég fyrir mér herbergið og það, sem inni var. Herbergið var lítið, en með stórum glugga á móti suðri. Tveir stórir járnskápar stóðu út við vegginn, sem auðsjáanlega voru notaðir sem skjala- geymslur. Á miðju gólfi stóð skrifborð lögregluforingjans og þrír stólar, og á borðinu lágu pappírsblöð á víð og dreif. Þax voru líka tvennir gúmmíhanzkar, fatapjötlur, gömul peningabudda með kol- ryðguðum lás, og kristalskál með einhverj- um vökva, sem leit út eins og vatn. Ég var farinn að halda, að maðurinn hefði engan tíma til þess að tala við mig, þegar hann allt í einu leit snöggt á mig. Svo bauð hann mér sæti. Ég þáði boðið og kynnti mig. Hann virtist ekkert hlessa á að sjá mig þótt ég væri kominn utan af *hjara veraldar, en byrjaði að vefja sér sígarettu. Þetta var á að gizka sextugur karl og hvítur fyrir hærum. Svipurinn var stálharður, en þó ekki fráhrindandi. Enn- ið var hátt og hárið greitt aftur. Hann vafði tvær sígarettur og bauð mér síðan aðra. Ég afþakkaði, og kvaðst ekki reykja. „Gerir ekkert, þér getið samt prófað, hvernig sígarettur ég bý til.“ En þegar ég afþakkaði aftur, hætti hann öllum tilraun- um til þess að venja mig á tóbak. Síðan kom þögn, sem mér fannst löng sem eilífð. En sennilega hefir hún varað að- eins nokkrar sekúndur. Hann reykti sína sígarettu, og ég horfði á hann eins og ég hefði aldrei séð reykta sígarettu fyrr. Allt í einu hvessti hann á mig augun, svo að ég hrökk í kút, og sagði: „Hvert er erindið?" „Ég er búinn að týna félaga mínum og hefi ekki séð hann í meira en tvo daga. Nú er ég kominn til að biðja yður um hjálp.“ „Mig um hjálp,“ hreytti hann út úr sér á þann hátt, að ég ætlaði að gef- ast upp við að segja meira. En samt byrj- aði ég á sögunni frá því að við lögðum af stað frá Kitzbiihel og sagði hana alla eins greinilega og ég gat. Engin svipbrigði var á honum að sjá og ekkert orð sagði hann á meðan ég lét dæluna ganga. Samt reyndi ég að útskýra sem bezt fyr- ir honum hve hörmulegar kringumstæður mínar væru. Ég með 4 mörk í vasanum og ætti eftir að fara alla leið til Hamborg- ar. En verst þótti mér að vita af félaga mínum alveg peningalausum, þótt hann væri heill heilsu, sem ég taldi þó litlar líkur til að væri. Hann leit varla upp, en við og við umlaði eitthvað í honum um að ekkert væri hægt að gera, og að maðurinn mundi skila sér. Hvað eftir annað lá mér við að gefast upp við karlinn og fara út. En ég sá, að ég stóð þá alveg í sama ráða- leysinu og áður, svo að ég hélt áfram að nudda og biðja hann að hringja og spyrj- ast fyrir um manninn. Það er sagt, að þolinmæðin sigri allar þrautir, og svo reyndist mér það í þetta skipti. Málbeinið á karli fór að liðkast, er á leið, og að lokum sagði hann mér að koma til sín snemma morguninn eftir ef ég frétti ekkert í kvöld, og þá skyldi hann sjá hváð hann gæti gert fyrir mig. Það var langt frá því, að ég væri ánægð- ur með þessi málalok, en samt fannst mér ég ekki hafa farið alveg til ónýtis á lög- reglustöðina. Ég hafði haft að toga loforð út úr hinum þurra lögregluforingja, sem ekki var einskis virði. Það var orðið áliðið dags, og ég fór því beina leið til æsku- lýðsheimilisins og pantaði gistingu aðra nótt til. Svo rólaði ég inn i dagstofuna. Þar var fullt af ungu fólki, sem borðaði kvöldverð, hver úr sínum poka, og hló og masaði um allt og ekkert. Hávaðinn og gleðin, sem þarna ríkti fóru nú í taugarn- ar á mér, og þó hafði ég svo oft skemmt mér svo vel í svona félagsskap áður á ferðalaginu. Hugsunin um Guðmund, félaga minn, vék ekki frá mér eitt augnablik, og ég þótt- ist nú orðinn viss um, að einhver mikil óhöpp hefðu hent hann. I ráðaleysi fór ég að naga hálf-þurrt brauð, en það vildi ekki ganga niður og þó var ég búinn að vera nærri matarlaus allan daginn. Að lokum keypti ég mér mjólk að drekka, þótt mér þætti hart að eyða af 4 mörkunum, sem ég átti eftir. Fólkinu hefir víst fundizt ég vera dauf- ur í dálkinn og eirðarlaus, því að alltaf voru einhverjir að gera tilraunir til þess að hefja við mig samræður og draga mig inn í glaðværðina. En það gekk tregt, því að ég átti bágt með að tala við fólk, sem var kátt og áhyggjulaust, eins og nú stóð á fyrir mér. Loks kom nóttin og menn gengu til hvíldar. Ljósin í æskulýðsheimilinu við Glockengasse í Salzburg voru slökkt, og þreytt ferðafólkið sveif inn í land svefns- ins og draumanna. Ég var örmagna af þreytu, en gat samt ekki fest blund, svo mjög sem ég reyndi. Ef að svefninn ætlaði að sigra mig, tók ég að sjá allskonar kynja- myndir og hrökk upp titrandi, og gat svo ekki sofnað aftur. Ég bylti mér án afláts, og þarna í myrkrinu, innan fjögra veggja, sá ég greinilega fyrir mér vegina, sem ég hafði farið í Alpafjöllunum, þar sem þeir hanga í snarbröttum hlíðum, með ógnar- hæð fjallanna og hyldýpi gjánna. Enginn gat komizt hfandi af, sem rynni á hjóh út af þessum vegum. Ég var orðinn sannfærð- ur um, að félagi minn lægi þar einhvers- staðar dáinn og yfirgefinn. Orð lögreglu- mannanna um hin tíðu slys á þessum slóð- um klingdu í eyrum mér, og ég bylti mér aftur og aftur til þess að hrista af mér þessa voðalegu martröð, en hún vék ekki frá mér. Svo gægðist dagurinn loks fram úr myrkri hinnar austurrísku júnínætur. Það var þriðji dagurinn síðan ég týndi Guð- mundi. Ég stáulaðist á fætur, þreyttari én um kvöldið þegar ég lagðist út af. Það höfðu engin skeyti komið til mín. Ég fór þá beint niður á lögreglustöð, og lögregluforinginn, sem ég talaði við kvöld- ið áður, sat þegar við skrifborð sitt. „Hvað nýtt?“ spurði hann, þegar ég stóð aftur hjá honum. „Hann er ekki kominn enn þá, og engar fréttir af honum,“ stundi ég upp. „Ég hefði hringt og spurt um hann í þorpunum á leiðinni frá Kitzbiihel, ef ég hefði peninga. En aleigan er aðeins tæp 4 mörk, og ég á enga kunningja fyrr en í Hamborg. Þér megið til með að hjálpa mér.“ Lögreglumaðurinn þagði nokkra stund, og horfði út í bláinn. Hörkusvipur- inn frá kvöldinu áður var horfinn með öllu, en svipur hans nú lýsti miklu fremur blíðu. Síðan sneri hann sér við,gekk að sím- anum og sagði: „Já, ég verð að reyna að hjálpa yður.“ 1 tvo klukkutíma stóð lögregluforinginn við símann og spurðist fyrir um Islending- inn Guðmund Hannesson, á milli þess sem hann reifst við símastúlkurnarútaf því, hve seint gekk að fá símasamband út á landið. Hann hringdi í hvert þorp á leiðinni til Kitzbiihel, hvert sjúkrahús og hverja lög- reglustöð. En enginn vissi um ferðir Guð- mundar. Að lokum lagði hann frá sér heyrnartól- ið, og sagði alvarlega og næstum blíðlega: „Ég hugsa að hann sé kominn til Miinchen. En sé hann ekki þar, er hann ekki lifandi. Þér skuluð fara þangað og spyrja um hann á æskulýðsheimilinu, og ef hann er ekki þar, skuluð þér fara til danska konsúlsins, og hann er skyldugur að hjálpa yður eins og hann getur.“ Ég varð að hlýða. Þakkaði ég þessum manni fyrir það, sem hann hafði fyrir mig gert, og er ég kvaddi hann þrýsti hann hönd mína þétt, og mér fannst streyma til mín afl frá handtaki hans. Mér hafði tek- izt að brjótast inn fyrir skelina, sem þessi maður bar utan á sér, og ég fann að innan undir henni var maður, sem óhætt var að treysta og ekki lofaði meira en hann gat efnt. Eftir stutta stund var ég kominn út á veginn, sem lá til Miinchen. Mér var nautn í að hamast á hjólinu eins og kraftamir leyfðu, og löngu áður en ég bjóst við, sá ég turna Munchen-borgar gnæfa við him- in úti við sjóndeildarhringinn. Oft þurfti ég að spyrja, og oft fór ég villur vegar í borginni, áður en ég fann æskulýðsheimilið, en þar kom að lokum, að ég stóð við dyr þess. Vífilengjulaust stökk ég inn í húsið, að afgreiðsluborðinu og ruddi öllum frá, sem á vegi mínum voru. Ung stúlka stóð fyrir innan borðið og skráði nöfri gestanna: „Býr hér íslendingur?“ spurði ég með asa miklum. „Já,“ sagði stúlkan. „Eruð þér líka Is- lendingur ?“ „Já.“ „Félagi yðar er á lögreglustöðinni og ætlar að láta hefja að yður dauðaleit.“ Án þess að spyrja stúlkuna, hvar lög- reglustöðin væri hentist ég út úr húsinu. En á tröppunum mætti ég Guðmundi. Hann staulaðist áfram eins og gamalmenni og á andliti hans var ángistarsvipur. En þeg- ar hann sá mig lyftist brúnin. Hvernig ég leit út veit ég ekki, en ég veit það eitt, að það var sem ég losnaði við einhverja voða byrði á þessu augnabliki. Við flugum frem-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.