Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 19
Nr. 32, 1939 VIK A N 19 í lm að gæta brððnr síns? Framh. af bls. 5. því að ná í mig á hverri stundu, ef ég færi hægt. Ég var stöðugt að nema staðar og bíða. Stundum gekk ég upp á hóla og hæð- ir, þar sem útsýnið var fegurra, og virti fyrir mér hið yndislega Alpaland, með skógi vöxnum fjöllum upp í miðjar hlíðar og ísþökktum, mjallhvítum tindum. Niðri í dölunum lágu sveitaþorpin umvafin ökr- um og nýslegnum túnum. Bjölluhljómar bárust mér til eyrna úr öllum áttum frá kúahjörðum, sem voru á beit við skógar- jaðrana, og lengra innan úr skógunum kváðu við axarhljóð, en við og við heyrð- ust dynkir, þegar hin risavöxnu tré féllu til jarðar. Bændurnir óku eftir veginum í hestvögnum. Fínir menn frá borgunum þutu þar um í luxus-bílum — og óhrein Zigeuna-fjölskylda, hjón með tvö smábörn í kerru og poka á bakinu röltu áfram í áttina til þorpsins, sem ég kom frá. Dagurinn leið, ég þokaðist smátt og smátt í áttina til Salzburg. Á hverri stundu bjóst ég við Guðmundi á hæla mér með hávaða og skömmum fyrir ótryggðina, en allt kom fyrir ekki. Um nónbil var ég kom- inn að vegamótum og lá vegurinn í þrjár áttir. Einn lá til Miinchen, annar til Salz- burg, yfir Berchtesgaden, þar sem Hitler hefir sumarbústað sinn, og sáþriðjitilSalz- burg, yfir Reichenhall. Sá síðastnefndi hlaut að vera hinn rétti vegur fyrir mig, því að hann var stytztur. Mér þótti næsta ótrúlegt að Guðmundur væri kominn á undan mér fyrst hann ekki beið á þessum vegamótum. Þess vegna beið ég þarna enn einu sinni í meira en klukkustund. Þá var þolnimæði mín líka alveg á þrotum. Ég tók poka minn og hjól og fór í einum spretti þá 25 km., sem eftir voru til Salz- burg, og kom þangað á níunda tímanum. I útjaðri borgarinnar vék ég mér að lög- regluþjóni, og spurði hann eftir æskulýðs- heimilinu, því að þar vorum við alltaf van- ir að gista á ferðalaginu. Ég fékk greið svör og góða leiðbeiningu, og fann húsið eftir skamma stund. Strax og ég kom, gekk ég fyrir húsráð- anda og baðst gistingar. Það gat ekki gengið, því að hvert rúm var þegar skip- að. En hann benti mér á annað æskulýðs- heimili og gekk erindið betur þar. Ekki hafði þessi maður orðið var við Is- lendinginn Guðmund Hannesson, og ég var fyrsti Islendingurinn, sem hann hafði séð. Hann virtist samt ekkert hissa á að sjá, að ég leit svipað út og annað fólk, því að maðurinn virtist vel menntaður, og hafði lesið töluvert um Island. Um nóttina svaf ég í sal þar sem voru 40—50 rúm, eða öllu heldur blundaði við og við. Rúmin voru nærri öll skipuð ungum ferðalöngum, sem lögðu lönd undir fót, og ferðuðust gangandi eða á hjóli eins og ég. Þar sem svo margir ungir menn eru sam- an komnir vill oft vera glatt á hjalla og hávaðasamt. Þetta kvöld var líka erfitt að þagga niður í sumum piltunum þótt kominn væri tími til þess að sofa. Alltaf þurfti einhver að segja nokkur vel valin orð við næsta félaga, og það var komið langt fram á nótt þegar fullkomin kyrrð ríkti og hinir lífsglöðu æskumenn létu eftir valdi svefnsins og þreytunnar. Þótt kyrrð væri komin á gat ég ekki sofið. Nú, í myrkri og þögn næturinnar, sóttu áhyggjurnar fyrst að mér. Ég var einn míns liðs langt suður í Evrópu. Aleiga niín voru 4 þýzk mörk. Fé- lagi minn var týndur og hann átti engan eyri í vasanum. Við ætluðum daginn eftir til Munchen, það var ekki nema góð dag- leið. Þar átti Guðmundur geymda peninga á pósthúsinu. Ég var búinn að lána hon- um af mínum peningum, svo að við vorum báðir orðnir nærri blankir. Það var þó allt í lagi, hefði ferðin gengið eins og ætlað var, því að 4 mörk áttu að endast okkur báðum til Múnchen. Nú var Guðmundur einhvers staðar pen- ingalaus, ef til vill á biluðu hjóli, og gæti hvorki fengið gistingu eða mat. Hann gat heldur ekki látið gera við hjólið nema hann hefði peninga. Vel gat líka verið, fyrst að stýrið var í ólagi, að framhjólið hefði losn- að og hann hrapað í f jöllunum. Ég þekkti orðið vegina í Tyrol, sem hanga utan í snarbröttum f jallshlíðunum. Sá, sem hrap- aði þar út af gat ekki sloppið óskaddaður. Ég sá í anda félaga minn slasaðan, liggj- andi ofan í einhverri gjánni með veginum, ósjálfbjarga og allslausan. Hefði svona farið fyrir honum var ekkert víst að bænd- urnir myndu finna hann strax. Ef til vill var hann líka kominn á sjúkrahús eða hann lá dauður og sundur kraminn einhvers- staðar. Nóttin leið. Ég blundaði við og við, en hrökk aftur og aftur upp með andfælum, og hugsanirnar ásóttu mig að nýju. Eftir því sem lengra leið á nóttina varð ég sann- færðari um, að annað hvort væri hann svo mikið slasaður, að hann gæti ekki látið mig vita í síma, eða hann væri dáinn. Eldsnemma um morguninn brölti ég á fætur ásamt nokkrum Hitlersæskumönn- um, sem ætluðu til Berchtesgaden og skoða bústað foringjans. Skjögrandi af áhyggj- um og svefnleysi ráfaði ég út í borgina. Umferðin á götunum var byrjuð, því að Þjóðverjar eru árrisulir menn. Mér hafði verið sagt að Salzburg væri falleg borg, en ég sá það ekki, og veit ekki enn hvernig hún lítur út. Þó ráfaði ég um götur hennar klukkutímunum saman. Ég var að hugsa um það, að Guð- mundur hefði hrapað til dauðs, mundi ég ekkert geta sagt um það hvernig slysið hefði borið að höndum, þegar heim kæmi. Slíkt gat komið mönnum til að hugsa margt. Hvernig átti ég svo yfirleitt að komast til Hamborgar með 4 mörk í vasanum. Ekki gat ég hjólað þá leið á styttri tíma en viku, og ekki fengi ég peningana út úr póstinum í Miinchen, því að sendingin var á nafn Guðmundar. Kringumstæðurnar voru allt annað en glæsilegar, og mér lá við sturlun. Ég ákvað að bíða fram yfir hádegi og sjá til, hvort ekki kæmu einhverjar fréttir. Á meðan fór ég til æskulýðsheimilisins, sem ég hafði fyrst komið til, og húsráðandinn, sem þótti mál mitt allt annað en spaugilegt, sagði mér ýmsar sögur af slysförum í Alpaf jöll- unum. Sögur hans voru ekki neitt hjarta- styrkjandi fyrir mig, en ég reyndi að láta ekki á neinu bera, heldur bar mig karl- mannlega. Svo varð klukkan tólf og eitt, en engar fréttir komu af Guðmundi. I ráðaleysi fór ég að leita lögreglustöðvarinnar í von um að fá hjálp þar, og með aðstoð góðra manna fann ég hana fljótt. Ég gekk þar inn með hálfum huga því að ég bjóst naum- ast við að lögreglan mundi vilja gera sér mikið ómak mín vegna. Dyrnar á bygging- unni eru margar og ég viltist nokkrum sinnum áður en ég fann þær réttu. En á endanum stóð ég við lögregluvarðstofuna. Lögregluþjónn í grænum búningi, með skammbyssu og korða við belti, spurði hvers ég óskaði, og ég sagði honum erindi mitt. Hann opnaði og bauð mér að ganga inn, og ég stóð nú mitt á meðal margra einkennisbúinna lögreglumanna, sem flest- ir áttu auðsjáanlega að fara á vakt eftir stutta stund. Þarna sagði ég sögu mína í heyranda hljóði. Lögreglumennirnir virt- ust skilja mig vel, og hlustuðu á mig með athygli. Þeim þótti málið horfa illa við, þar sem engin skeyti voru komin frá manninum eftir meira en sólarhring, og við vorum fast ákveðnir í því að koma til Salzburg. „Það getur verið, að hann hafi orðið fyrir bíl og liggi á sjúkrahúsi, þótt ekki séu komin skeyti um það,“ sögðu þeir. „Hann getur líka hæglega hafa hrapað. Það hefir svo sem annað eins komið fyrir,“ sögðu aðrir. Að síðustu sögðu þeir mér að þeir væru aðeins óbreyttir liðsmenn og gætu þess vegna ekkert aðhafzt í þessu máli. En ég skyldi tala við Damberger, foringja rann- sóknarlögreglunnar og hann mundi án efa gera eitthvað fyrir mig ef hann sæi sér það fært. Skrifstofa hans sögðu þeir að væri í herbergi númer 25. Ég flýtti mér út, leitaði uppi herbergið og fann það, en það var læst og enginn anzaði þótt ég bankaði. Stúlka, sem þarna var á gangi, sagði mér að lögregluforing- inn kæmi fyrst eftir eina klukkustund. Á riý byrjaði ég að æða um strætin, og klukkutíminn leið þótt hægt gengi. Ég stóð aftur á lögreglustöðinni og barði á dyrn- ar númer 25, og nú svaraði dimm rödd og bauð mér að koma inn. Hljóðlaust opnaði ég dyrnar og læddist inn fyrir. Síðan lok- aði ég á eftir mér og stillti mér upp fyrir innan, sló saman hælunum, rétti út hægri heridina og sagði: „Heil Hitler.“ „Hitler“, drundi í lögregluforingjanum. En hann leit ekki á mig, heldur grúfði sig yfir ljós- mynd og skoðaði hana í gegn um stækk- unargler. Ég stóð kyrr við dyrnar og á nokkrum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.