Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 7
Nr. 32, 1939 VIKAN 7 þar sem eru furðuverk eins og: # Tilbúnar eldingar. # Hitateppi. # Osýnílegt gler. # Dauðageislar. # Sótthitavélar. Eftir ALEKO E. LILIUS Það er ómögulegt að segja fyrir um það, hvaða þýðingu þessi nýi glóðarlampi nær að hafa. að er miðnætti. Lestin nemur staðar á járnbrautarstöðinni í Schenectady, en þangað er fjögra tíma akstur frá New York. Þar er myrkur. Hvergi burðarkarl. Jörðin er hulin snjó, óhreinum snjó, sem er margra daga gamall. Loftið er þrungið köldu regni. Lestin þokast áfram, og ég stend einn á stöðvarpallinum. Skyndilega kemur burð- armaður með rauða húfu út úr myrkrinu og tekur töskuna mína. Við göngum yfir járnbrautarteinana. Menn furða sig á því, að svo þekkt borg sem Schenectady er, skuli hafa svo forneskjulega járnbrautar- stöð. Ég tek bíl og ek af stað. Það rignir og rignir. Göturnar eru krókóttar og húsin, svo langt sem augað eygir, ákaflega lítil. Gömul hús — nokkur þeirra hljóta að vera rúmlega hundrað ára gömul. Bílstjórinn ekur að veitingahúsinu, sem er úr rauðum múrsteini. Herbergið mitt er hlýtt og með nýtízku húsgögnum. Ég geng inn í barinn. Ljósið þar er gul- leitt, og það fyrsta, sem mér dettur í hug er, hvort hér sé gas, en ekki rafmagn. Það getur varla verið, því að bærinn er að kalla það sama og General Electric Company eða ,,G. E.“ eins og það er almennt kallað og þýðir auðvitað, að bærinn standi framar- lega á sviði rafmagnsins. Allir íbúar bæjar- ins eiga einhvern veginn allt undir raf- magninu. Helmingur bæjarbúa vinnur við félagið, en hinn helmingurinn — slátrarar, bakar- ar, kaupmenn og aðrir verzlunarmenn — lifa óbeint á félaginu. Auðvitað getur ekki verið að ræða um gasljós. — Gas? andvarpar gamli þjónninn. — Nei, við notum rafmagn hér. Það er aðeins gert fyrir fólkið að útbúa þetta þannig, því að það er svo leitt á þessum rafmagnsút- búnaði, að það þráir gasið. Kannske veldur sama viðkvæmnin því, að bærinn er eins forneskjulegur og hann Töfrahúsið, General Electrics-verksmiðjurnar í Schenectady, en þaðan koma rafmagnsuppfinningarnar. f . il:i| |> ■ > ■••** »l« l»l** ífi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.