Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 21
Nr. 32, 1939 VIKAN 21 ur en gengum hver móti öðrum, og við tókumst í hendur eins og þeir einir geta, sem heimt hafa úr helju. Nú fyrst fann ég að ég var örmagna af þreytu og hungri, og mig langaði til að fleygja mér niður, þar sem ég stóð. En við fórum inn í dag- stofuna, pöntuðum okkur konunglega mál- tíð og átum, hvor á við tvö. Við sögðum hvor öðrum hina ömurlegu ferðasögu síðustu 3 dagana, á meðan við hvíldum okkur eftir máltíðina. Saga mín er þegar sögð. En saga Guðmundar er á þessa leið: Þegar brakið í hjólinu hans vildi ekki þagna, fór hann af baki til að athuga það nánar. Á meðan fór ég inn í húsið til þess að sækja vatnið. Guðmundur tók ekki eftir hjólinu á vegarkantinum og hélt því, að ég hefði hjólað áfram. Hann bjóst við að sjá mig þá og þegar, og flýtti sér allt hvað af tók til að byrja með, en þegar hann hitti mig ekki að heldur, hægði hann á ferðinni og hjólaðf rólega allan daginn, og bjóst við að ég mundi geta náð sér, og það hefði ég líka getað hefði ég ekki alltaf verið að bíða eftir honum. Hann kom til Salzburg seinni hluta dags, fór þar inn á æskulýðsheimilið, gekk þar inn í dagstofuna og litaðist um eftir pok- anum mínum. Hann fór inn í reiðhjóla- geymsluna og gáði að hjólinu mínu. En þegar hann fánn hvorugt, hugsaði hann illa til mín fyrir ótryggðina og hélt í átt- ina til Miinchen samdægurs. Hann skildi ekki eftir nein boð til mín og tilkynnti ekki komu sína við húsráðanda. Hefði hann gert það mundum við hafa losnað við þriggja sólarhringa stríð og svefnlausar nætur, sem við báðir urðum að þola. Þegar til Munchen kom, og ég var ekki finnanlegur, taldi hann víst að ég væri slasaður eða dauður, og fór því til lögregl- unnar. Hún var búin að lofa, honum liði sínu, ef ég kæmi ekki þetta kvöld. En, sem betur fór losnaði hún við það ómak. Sú hamingja var með Guðmundi, að hann átti í fórum sínum nokkur ný þýzk frí- merki og slatta af íslenzkum, notuðum frí- merkjum. Þetta seldi hann sér til viður- væris og þurfti því ekki að líða hungúr. En nú var engin peningasending komin til hans og við stóðum aftur uppi blankir, að kalla. Þrátt fyrir allt vorum við nú alveg áhyggjulausir um framtíðina. Guðmundur pantsetti myndavélina fyrir 10 mörkum, og við lifðum eins og fínir menn. Og svo komu peningarnir eftir þrjá daga. Það voru tveir 50 marka seðlar. Og svo brunuðum við út úr borginni á reið- hjólunum okkar, ánægðari en milljónamær- ingar, sem aka í luxusbílum. Það var sól og sunnanvindur, er við kvöddum Munchen. Við urðum þyrstir, en nú fórum við ekki inn í eldhús til að sníkja vatn, heldur inn á veitingastofur og drukk- um límonaði, sem við borguðum með stór- um seðlum. Við hefðum nú gert grín að mönnum, sem ferðuðust með 4 mörk í vasanum. Við vorum kapitalistar. TÖFRAHÚSIÐ. Framh. af bls. 9. full af tilraunaflöskum, glerpíum og eim- ingaráhöldum, sem bullar og sýður í. — Má ég kynna yður fyrir dr. Blodgett, segir Watkins verkfræðingur, og ég tek í hendina á geðslegri, alvarlegri konu í hvít- um kirtli. Þetta er þá hin fræga dr. Kath- erine B. Blodgett. Ég hefi lesið um hana. Það er hún, sem fann upp ósýnilega gler- ið. Hún er ekki ræðin, en segir okkur samt frá uppfinningum sínum. Hún ber gler við birtuna. Ég sé aðeins brúnirnar, en þar fyrir innan — ekkert. Glerið er ósýnilegt eins og loftið. Búðar- gluggar úr þessu gleri sæjust ekki — eða ^leraugu. Leyndardómurinn við þetta furðuverk er tvær óskiljanlega þunnar himnur báð- um megin á glerinu. I einu herberginu hafa verkfræðingarn- ir búið til kvikasilfurslampa, sem er l1/^ cm. á lengd, en ljósið á honum er sterk- ara en nokkurn tíma hefir þekkzt áður. Lampinn er úr hárfínni kvarzpípu, og ljós- boginn er í mesta lagi tveir cm. á lengd og er ekki gildari en venjuleg saumnál. En hitinn, sem ljósboginn framleiðir, er samt sem áður svo mikill, að hann bræddi kvarzpípuna, ef hún stæði ekki í rennandi vatni. Það er álitið, að þessi lampi verði mikið notaður við framköllun mynda. En til eru uppfinningar, sem gætu orðið mannkyninu til bölvunar eins og til bless- unar. Til dæmis var mér sýnd glerpípa, er í henni voru hinir hryllilegu dauðageislar. Þessi pípa sendir frá sér geisla, sem drepa hverja lifandi veru í 30 cm. f jarlægð. Mýs, rottur, hundar og fuglar deyja á svip- stundu af þessum geislum. Dauðageislarnir hafa og önnur áhrif en þessi. Ef hænuegg er sett í hæfilega fjar- lægð frá geislunum, getur komið marg- höfðaður eða margfættur ungi úr því. Eða vængjalaus ungi. Sumar plöntur þrífast ótrúlega vel í þessum geislum, en aðrar breytast eða deyja. Þannig höldum við áfram allt til sól- seturs. Ég er orðinn þreyttur og geng út. Fyrir utan er fullt af bílum, sem flytja verkamennina heim. Ég kveð manninn, sem tók á móti mér, þegar ég kom, og sný aftur til veitinga- hússins. ARFURINN. Framh. af bls. 10. vantað peningana. Ég fann hrúgur af pen- ingum í skrifborðinu hans, í þvottaborðinu og í hulstri utan af raksápu lá þúsund- frankaseðill. Þá mundi ég eftir því, að tengdafaðir minn sálugi, sem var vinur frænda ykkar, sagði mér einu sinni, að hann fleigði peningunum hér og þar, þegar hann fengi þá og leitaði þeirra síðan, er hann var í kröggum. Hann hafði gaman af þessu. Ég fann peninga á ólíklegustu stöð- um: bak við myndir, í vösum, skúffum og víðar.” Meira að segja undir gólfteppinu. Já, listamenn eru kynlegir menn. En nú þarf ég engu að kvíða, sem betur fer. Já, listasafnið keypti nokkur málverk eftir hann háu verði. En þið getið verið viss um, að ég hélt eftir nokkrum málverkum til minningar um hann. Kristín og Jóhann sátu þögul og störðu hvort á annað. — Þetta er andstyggilegt, sagði Kristín. — Að þú skyldir ekki hafa farið og at- hugað þetta. En þú hefir auðvitað verið of þreyttur til að leggja svo mikið erfiði á þig. Þú hefðir líka getað óhreinkað þig. — Þetta kemur nú úr hörðustu átt, því að það varst þú, sem vildir ekki koma. — Má ég spyrja: Var hann frændi minn eða þinn? Þetta var í fyrsta skipti, sem ungu hjón- in höfðu rifizt í hjónabandinu. En hvað um það, síðan þetta var, hefir Kristín haft alveg sérstakan áhuga á gömlum munum. Ef hún hefir innst inni vonað að finna annan sérvitring, sem felur pening- ana sína hér og þar, hefir henni hingað til brugðizt sú von. En stundum fer hún með gamla muni heim til þess að skreyta íbúð- ina, sem er löngu komin úr tízku, en er í þess stað allra skemmtilegasta og þægileg- asta íbúð, þar sem ungu hjónin sitja nú öllum stundum og spjalla saman. Sjaldan hefir þeim liðið eins vel og einmitt nú. LEIKIÐ A ÖRLÖGIN. Frh. af bls. 17. nokkur dæmi af mörgum. Ég get ekki gef- ið aðra skýringu á þessu en þá, að ég.álít þetta vera bendingu örlaganna. — En hvað þetta er kynlegt! hrópaði Gyldis hrærð og leit framan í Dujardin hinum stóru, sviphreinu augum.-------- Síðar um kvöldið var ákveðið að fara skemmtiferð daginn eftir til veitingahúss, sem var rétt hjá Houelan. Gyldis, sem ók sínum eigin bíl, kom þangað löngu á undan öllum öðrum. — Skyldi hann koma? spurði hún sjálfa sig hvað eftir annað. Hún settist við lítið borð og beið. Frá skemmtihúsi, sem var þar rétt hjá, bárust léttir fiðlutónar til hennar. Það var áreið- anlega enginn viðvaningur, sem lék, og Gyldis hlustaði hugfangin. Allt í einu datt henni snjallræði í hug, hún þaut upp og gekk til hljóðfæraleikarans, sem sat þar með nokkrum vinum sínum. — Ó, monsieur, þér viljið ekki gjöra svo vel og tala við mig undir fjögur augu? sagði hún áköf. Fiðluleikarinn stóð upp, brosti kurteis- lega og fylgdi ungu konunni eftir. — Ekki vænti ég, að þér kannist við lagið: — Gleym-mér-ei ? Það er eftir Aris. Þér vitið, að það hefir verið mikið spilað. Maðurinn horfði á Gyldis og um varir hans lék glettnislegt bros eins og hann væri að tala við smákrakka. — Jú, ég kannast \dð það, mademoi- selle, en það er engin tilviljun, því að lagið er eftir mig. Framh. á bls. 23.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.