Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 23

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 23
VIKAN 23 Nr. 32, 1939 Að vera fögur og aðlaðandi, er draumur konunnar. Augun, húðin og jafnvel hárið speglar gáfur yðar, menntun, siðfágun. En þó því aðeins að þér gleymið því aldrei, ekki einn einasta dag, að til þess að vernda meðfædda, eðlilega fegurð æskunnar, þurfið þér að snyrta yður daglega á réttan hátt með réttum fegurðar- meðulum. Eitt er alveg nauðsynlegt, að hreinsa húðina á hverju kvöldi áður en þér farið að sofa með LIDO-hreinsunarkremi. (Munið, að þetta má ekki bregðast!) Þá fær húðin eðlilega hvíld og þér vaknið að morgni með fallegan gljáa í augunum og húðina mjúka og eðlilega. Berið allan daginn LIDO-dagkrem og LIDO mikroníserað púður. I sumar einungis LANOLIN PÚÐUR, sem nærir húðina og ver hana hrukkum. — Ef húðin er þurr og hörð, berið þá nokkra stund að kvöldinu LIDO-skinfood. í sólböðunum fáið þér húðina eðlilegasta og fallegast brúna með því að nota LIDO-sportkrem. LEBKIÐ A ÖRLÖG3N. Frh. af bls. 21. — Ó, monsieur, hrópaði Gyldis og roðn- aði af ákafa, — viljið þér ekki spila lagið fyrir mig eftir dálitla stund? Þér gerðuð mér mikinn greiða — nei, gleði með því. Fiðluleikarinn lofaði að verða við ósk hennar, og Gyldis hljóp aftur að borði sínu. Skömmu síðar komu hinir gestirnir, og Dujardin hraðaði kér til Gyldis. — Ég vona, að ég megi sitja hjá yður? Þau sátu úti í stórum garði, og samtalið var fjörugt. Skyndilega varð dauðakyrrð, og allir hlustuðu. Lagið Gleym-mér-ey var spilað, og enginn efaðist um, að hér var meistari að verki. Dujardin kipptist við og varð ósjálfrátt litið á ungu konuna. — Enn viðvörun. En nú held ég, að lagið mitt boði mér mikla hamingju, hvíslaði hann og tók utan um hina skjálfandi hendi Gyldis. * Læknirnin: Gefið manni yðar fimm te- skeiðar af þessu lyfi, áður en hann sofnar. Konan: Því miður get ég það ekki, hr. læknir. Læknirinn: Auðvitað getið þér það. Hvaða rugl er þetta. Konan: Já, en ég á ekki nema þrjár te- skeiðar. Til mótmæla útkomu hinnar „Hvítu bókar“, er Bretar gáfu út og fjallar um tillögur þeirra til sátta í deilumálum Gyðinga og Araba í Palestínu, hafa Gyðingar málað á eina stærstu götu Jerúsalem- borgar: ,,Við þekkjum aðeins eina bók, hina Helgu ritningu". Lögregluþjónninn: Komdu upp undir eins. Það er stranglega bannað að baða sig hér. Maðurinn (bálæstur): Ég er ekki að baða mig — ég er að drukkna! Pési litli: Hafið þér séð lítinn hund? Lögregluþjónninn: Nei, því miður. Pési litli: Hvað eruð þér gamall? Lögregluþjónninn: 40 ára. Pési litli: Og hafið aldrei séð lítinn hund ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.