Vikan


Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 6
Hlutafélagið General Electric Co. var stofnað 1892 af eigend- um hlutafél. Edisons, hins merkasta uppfinningamanns og brautryðjanda á sviði rafmagnstækninnar. Árið 1900 setti fé- lagið á stofn rannsóknarstofu í því augnamiði að þar fengju vísindamenn* tækifæri til þess að stunda rannsóknir sínar án þess að gerð væri krafa til að verulegur árangur fengist strax af starfi þeirra. Hitt þótti meira máli skipta, að þeir fengju að vinna í friði og engum háðir og brotið heilann um uppfinningar á sviði rafmagnstækninnar. Árangurinn af stofnun þessarar rannsókarstofu og vinnu vísindamannanna er þegar orðinn um- fangsmikill og gjörvöllu mannkyninu t-il mikillar blcssunar. Ein síðasta uppfinningin er Röntgen-súlan svo nefnda, sem hefir milljóna wolta rafspennu. Á myndinni sést, hvernig súla þessi er gerð. Þessi uppfinning mun valda straumhvörfum í geisla- lækningum, því að nú er álitið að þessi geysilega raforka geti komið í stað radiums, hins fágæta og því mjög dýra læknislyfs,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.