Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 16
16
VIK A N
Nr. 32, 1939.
milli, og sjálfsmorð eru talin í öfugu hlut-
falli við inneignarskírteini í banka. Þess
vegna höfum vér, án þess þó nokkru sinni
að fórna þægindunum, gert oss far um að
færa dvalarkostnaðinn á Þanatos niður í
það lægsta verð, sem hægt er. Þér þurfið
aðeins að afhenda þrjú hundruð dollara,
þegar þér komið. Þessi upphæð veitir yður
rétt til alls, sem lýtur að dvöl yðar hér, —
en hversu löng hún verður, hlýtur að vera
leyndarmál fyrir yður; með henni greiðið
þér kostnaðinn við aðgerðina, við útför-
ina og ennfremur viðhald grafarinnar. Að
sjálfsögðu er og þjónusta innifalin í verð-
inu, og munuð þér ekki krafinn um neina
drykkjupeninga.
Vér viljum sérstaklega taka fram, að
umhverfi Þanatos er viðbrugðið fyrir
náttúrufegurð, og gistihúsinu tilheyra 4
tennisvellir, golfvöllur með átján holum og
falleg sundlaug. Viðskiptavinimir eru af
báðum kynjum, og flestir af fínna taginu.
Þess vegna verður hið félagslega andrúms-
loft dvalarstaðarins einkar ánægjulegt, og
vegna hinna óvenjulega æsandi kringum-
stæðna blátt áfram ósambærilegt.
Ferðamenn em beðnir að stíga út úr á
jámbrautarstöðinni í Deemning, en þangað
kemur gistihússbílinn að sækja þá. Þeir eru
ennfremur beðnir að tilkynna komu sína
bréflega eða símleiðis a. m. k. með tveggja
daga fyrirvara. Símnefni: Thanatos
Coronado (New Mexico).“
*
Ferðin var mjög löng. Tímunum saman
rann lestin gegn um bómullarakra, þar sem
svertingjarnir stóðu við vinnu sína upp úr
hvítum breiðunum eins og dökkir dílar.
Síðan komu tvær nætur og tveir dagar,
sem fóm í lestur og svefn. Loks varð um-
hverfið klettótt, hrikalegt og dularfullt.
Járnbrautarvagnarnir mnnu niður í gjár
á milli ótrúlega hárra hamraveggja. Ógur-
lega breiðar rákir, fjólubláar, gular og
rauðar lágu þvert yfir hæðimar. I miðjum
hlíðunum voru langir skýjabakkar. Á litlu
stöðvunum, þar sem lestin staðnæmdist,
sást Mexíkönum bregða fyrir með barða-
stóra flókahatta og klædda útsaumuðum
leðurjökkum.
— Næsta stöð Deemning, sagði negrinn
í Pullman-vagninum við Jean Monnier. —
Á að bursta skóna, massa?
Frakkinn lét bækur sínar niður og lok-
aði ferðatöskunni. Hann var hissa á því,
hvað hið hinsta ferðalag hans var óbrotið.
Fossniðurinn barst til eyrna hans. Það
urgaði í hemlum lestarinnar. Hún nam
staðar.
— Þanatos, sir ? spurði indíánskur burð-
arkarl, sem hljóp eftir stöðvarstéttinni
meðfram vögnunum.
Þessi náungi var þegar búinn að fá upp
í handvagninn sinn farangur tveggja ljós-
hærðra stúlkna, sem fylgdu honum eftir.
— Er það mögulegt, hugsaði Jean
Monnier, — að þessar yndislegu stúlkur
séu komnar hingað til að deyja?
Þær litu einnig til hans, mjög alvarleg-
ar á svip og hvísluðust á.
Gistihússbílinn frá Þanatos líktist alls
ekki líkvagni, eins og búast hefði mátt
við. Hann var málaður himinblár og klædd-
ur innan með appelsínugulu, bláröndóttu
áklæði. Það stirndi á hann í sólskininu inn-
an um úr sér gengin farartæki og iðandi
þvögu ragnandi Spánverja og Indíána,
sem létu eins og þeir tækju þessa stöð
fyrir markaðstorg. Klettarnir til beggja
handa við járnbrautina voru vaxnir mosa
og skófum, sem huldu grjótið eins og blá-
grá ábreiða. Nokkru aftar glitti í litsterk-
ar snasir hins málmauðuga bergs. Svalt
og hreint f jallaloftið gerði það sem á vant-
aði til að gefa umhverfinu ákveðinn glað-
værðarsvip. Bílstjórinn var stór maður
vexti, úteygður, í gráum einkennisbúningi.
Jean Monnier settist við hlið hans, bæði
af hlédrægni og eins til þess að valda ekki
hinum tveim samferðastúlkum sínum neins
ónæðis. Og þegar bíllinn tók að renna upp
fjallshlíðina eftir bugðum vegarins, sem
voru eins krappar og beygja á hárnælu,
reyndi hann að fá sessunaut sinn til að
tala.
— Hafið þér verið lengi bílstjóri fyrir
Þanatos ?
— Þrjú ár, urraði bílstjórinn.
— Það hlýtur að vera einkennilegur
staður.
— Einkennilegur? anzaði hinn. Því þá
það? Ég ek mínum bíl. Hvað er svo sem
einkennilegt við það?
— En ferðamennina, sem þér komið
með, þurfið þér vænti ég aldrei að flytja
aftur til stöðvarinnar, er ekki svo?
— Sjaldan skeður það, sagði náunginn
dálítið hikandi-----. Sjaldan, að vísu. Þó
kemur það fyrir. Ég, til dæmis--------.
— Þér? Virkilega?--------Svo þér hafið
komið hingað fyrst sem---------gestur?
gestur?
— Herra minn, sagði bílstjórinn, -— ég
hefi tekið við þessu starfi til þess að þurfa
ekki að tala framar um sjálfan mig, og
auk þess eru þessar bugður hættulegar.
Þér viljið þó ekki, að ég drepi yður og
stúlkurnar þarna aftur í?
— Auðvitað ekki, sagði Jean Monnier.
Hann fór að hugsa um það, áð þetta
svar var dálítið kynlegt, eins og sakir
stóðu, og hann gat ekki varizt því að brosa.
Tveim tímum síðar benti bílstjórinn hon-
um, án þess að segja orð, niður á háslétt-
una, þar sem Þanatos blasti við.
*
Gistihúsið hafði verið byggt í spænsk-
amerískum stíl; það var mjög lágt, með
þaksvölum og rauðum sementsveggjum,
sem áttu að líta út eins og þeir væru
byggðir úr leir. Gluggamir snem til
suðurs, undir súlnagöngum, og var all-
ur frágangur inni og úti eftir því sem
tíðkast um beztu gistihús í stórborg-
um. Dyravörðurinn tók stimamjúkur og
brosandi á móti gestunum.
— Hvar í þremlinum hefi ég séð yður
áður? spurði Jean Monnier hann um leið og
hann fékk honum ferðatösku sína.
— I Ritz í Barcelona, herra minn. Nafn
mitt er Sarvoni------. Ég flýði þaðan um
það leyti sem borgarastyrjöldin hófst.
— Frá Barcelona til Nýju Mexikó, en
þau viðbrigði------!
— Ekki svo mjög — —. Starf dyra-
varðarins er það sama allsstaðar--------.
Það eru bara skjölin, sem ég verð að biðja
yður að fylla út, þau eru dálítið flóknari
hér en annarsstaðar--------. Þér afsakið.
Prentuðu eyðublöðin, sem nýju gestun-
um voru afhent, voru sem sé með ótal
dálkafyrirsögnum, spurningum og athuga-
semdum. Menn voru áminntir um að taka
mjög greinilega fram fæðingarstað sinn
og ár, að nefna þá menn, sem gera skyldi
aðvart, ef eitthvað kæmi fyrir („menn eru
beðnir að tilgreina að minnsta kosti tvær
mismunandi utanáskriftir“), og síðast en
ekki sízt að afrita með eigin hendi á móð-
urmáli sínu meðfylgjandi yfirlýsingu A),
svo hljóðandi:
„Ég undirritaður------heill heilsu á sál
og líkama, votta, að það er af fúsum vilja,
sem ég kveð þetta líf og leysi ég hér með
forráðamenn og starfsfólk Þanatos Palace
gistihússins undan sérhverri ábyrgð á því,
sem kann að bera mér að höndum.“ Við
næsta borð sátu ungu stúlkurnar hvor á.
móti annarri og afrituðu vandlega yfirlýs-
ingu A), og Jean Monnier veitti því eftir-
tekt, að þær höfðu valið þýzka textann..
#
Henry Boerstecher, forstjóri var stilli-
legur maður með gullspangargleraugu.
Hann var mjög hreykinn af fyrirtæki sínu.
— Eigið þér gistihúsið? spurði Jean
Monnier.
— Ó nei, það er eign hlutafélags. En
það var ég, sem átti hugmyndina að því,
og ég er forstjóri þess æfilangt.
— Og hvemig stendur á, að þér sleppið
við alvarlega íhlutun yfirvaldanna hér?
— íhlutun yfirvaldanna? endurtók hr.
Boerstecher undrandi og dálítið hneiksl-
aður. — Nú, við aðhöfumst ekkert hér,
herra minn, er sé gagnstætt skyldum vor-
um sem gistihúshöldurum. Við látum við-
skiptavinum okkar í té það, sem þeir biðja
um, allt, sem þeir æskja, ekkert þar fram
yfir------. Auk þess skuluð þér vita, að
hér um slóðir eru engin yfirvöld. Þetta
landssvæði hérna er svo óglöggt afmarkað,
að enginn getur sagt, hvort það tilheyrir
heldur Bandaríkjunum eða Mexíkó. Lengi
vel var álitið, að engum væri fært hingað
upp á hásléttuna. Það gekk sú saga, að
flokkur Indíána hefði safnazt þar saman
fyrir nokkrum hundruðum ára til að deyja
þar og á þann hátt að firra sig öllu sam-
neyti við Evrópumenn, og almenningur hér
í nágrenninu leit svo á, að svipir þessara
dauðu Indíána sætu fyrir mönnum á leið-
inni upp fjallið. Það var þess vegna, sem
okkur tókst að festa kaup á þessari geysi-
stóru landspildu fyrir mjög hóflegt verð,
og það er líka þess vegna, sem við getum
lifað hér tiltölulega mjög óháðir.
— Og kemur aldrei fyrir, að fjölskyld-
ur viðskiptavina yðar lögsæki yður?