Vikan - 10.08.1939, Blaðsíða 5
Nr. 32, 1939
V IK A N
5
Á hver að gœta bróður síns?
Ragnar Jónsson.
Ferðaminningar eftir Ragnar Jónsson.
Þessi grein segir frá óhappi, sem henti tvo unga
íslendinga á hjólreiðaferð, sem þeir fóru nú í sumar
frá Hamborg suður í Tyrol-Alpana. Þessir menn
voru Guðmundur Hannesson frá Stykkishólmi, en
hann nemur ljósmyndasmíði í Hamborg, og Ragnar
Jónsson, er dvaldi þar við verzlunarnám síðastlið-
inn vetur. Þeir höfðu hjólað vikum saman, hlið við
hlið, og þolað sætt og súrt á langri og æfintýralegri
ferð,. er það atvik gerðist, sem olli þeim þriggja
sólarhringa hugarangistar og heilabrota. Greinina
skrifar Ragnar Jónsson, og af henni má sjá, hve
andvaraleysi augnabliksins getur stundum haft al-
varlegar afleiðingar í för með sér þegar illa tekst til.
Guðmundur Hannesson.
Klukkan var 9 um morguninn, er við
lögðum upp frá skíðabænum Kitz-
biihel, austarlega í austurrísku Ölp-
unum. Hjólin runnu létt eftir malbikuð-
um þjóðveginum og við vorum kátir og
hressir í lund eftir endurnærandi svefn
í hinu hreina Alpalofti. Við hjóluðum sam-
síða og spjölluðum um leiðina, sem við
áttum ófarna til Hamborgar.
Þennan dag var ferðinni heitið til Salz-
burg, og þótt þangað væri ekki nema hálf
dagleið á hjóli, vorum við stáðráðnir í að
fara ekki lengra, en nota seinni partinn
af deginum til þess að skoða borgina. Salz-
burg er talin ein af fegurstu borgum
Þýzkalands.
En allt í einu fer Guðmundur að tala um
skelli í stýrinu hjá sér. Við leggjum eyr-
un við og heyrum greinilega, að við og við
brakar og skellur í stýrinu eins og eitthvað
skreppi sundur og saman innan í því. Þó
getum við ekkert fundið, er við stoppum
og athugum það nánar. Við ákveðum því
að halda áfram og láta þetta ekki hafa
nein áhrif á okkur, því að víða með veg-
unum eru verkstæði, sem hægt er að fá
gert við smávegis bilanir á stuttum tíma
og fyrir sanngjarnt verð. En við höfum
ekki farið lengi, þegar Guðmundur dregst
aftur úr, og loks nemur hann staðar.
Ég var þá nokkurn spöl á undan hon-
um, en steig einnig af hjólinu, er ég varð
þess var, að Guðmundur var farinn að
bjástra við stýrið að nýju. Veðrið var heitt,
brennandi sólskin og stafalogn. Ég var
þyrstur, og þar sem við vorum nú staddir
í litlu þorpi, og ég var þarna alveg við
dyr einnar sóma-húsfreyju, ákvað ég að
fara inn í eldhús með ferðapelann minn og
spyrja, hvort hún vildi ekki gefa mér
vatnsdropa á hann. Ég knúði á eldhúsdyrn-
ar, og mál mitt var auðsótt. Flaskan var
fyllt með ísköldu, hressandi vatni, og ég
þakkaði fyrir mig og fór. En þegar ég
kom aftur þangað, sem ég hafði skilið við
hjólið mitt við símastaur á vegarkantin-
um, sá ég Guðmund hvergi. Hann hafði
auðsjáanlega farið fram hjá án þess að
taka eftir hjólinu mínu, og búizt við, að ég
væri kominn á undan sér. Sem bráðast
snaraðist ég því á bak og hélt áfram gegn
um þorpið. Ég bjóst við að sjá Guðmund
þá og þegar, því að mér fannst, að hann
ætti að vita, að ég mundi ekki þjóta langan
veg á undan honum án þess að aðgæta,
hvernig hann hefði það.
Eftir að ég hafði farið 4—5 km. án þess
að sjá hann, nam ég staðar og beið, því
að nú taldi ég víst, að hann hefði farið
heim að einhverju húsi til þess að gera
við hjóhð. í hálfa klukkustund sat ég við
veginn og beið. Ég notaði tímann til þess
að bursta skóna mína, sem voru orðnir
Fjallvegur í Tyrol-Ölpunum
í 1800 metra hæð.
óvanir slíku nostri síðustu vikurnar. Alls-
konar menn á öllum mögulegum farartækj-
um fóru um veginn, fram og aftur, en á
Guðmundi bólaði ekki. Ég fór nú að halda,
að alvarleg óhöpp hefðu hent hann, og
mundi hann nú sitja heima hjá einhverj-
um bónda að gera við hjólið. Það var því
reynandi fyrir mig, að snúa aftur inn í
þorpið og leita hann uppi, ef að ég gæti
orðið honum eitthvað að liði. Svo tók ég
hjólið og sneri aftur til þorpsins. Ég snuðr-
aði í kringum hvert hús, en sá hvergi neitt
til ferðafélaga míns. Fólkið gat heldur ekki
gefið mér neinar upplýsingar. Það sagði,
að svo margir hjólreiðamenn færu um veg-
inn, að það væri alveg hætt að veita þeim
eftirtekt, svo að vel gæti verið, að hann
hefði verið í þeirra hópi. Málið fór nú að
vandast fyrir mér. Ég vissi ekkert, hvað
ég átti að gera, en ákvað þó að fara áfram,
því að vel gat verið, að hann hefði hjólað
nokkra kílómetra án þess að stanza, og
haldið, að ég væri á undan sér.
Við hlutum þó alltaf að hittast í Salz-
burg um kvöldið, því að þangað var ferð-
inni heitið. En eftir tveggja klukkustunda
ferð sá ég engin merki þess, að hann væri
á undan mér.
Eg mætti mörgu ungu hjólreiðafólki og
heilsaði það með Hitlerskveðju. Ég tók
undir og spurði, hvort það hefði mætt
manni á hjóli, á grárri skyrtu og stutt-
buxum, með gráan bakpoka á bögglaber-
anum. En enginn minntist þess. Mér fór
nú ekki að standa á sama. Það var næsta
ótrúlegt, að hann hefði henzt áfram strax
án þess að stanza nokkuð til að fullvissa sig
um, að ég væri ekki á eftir sér. Helztu
líkurnar voru þær, að hann hefði leynzt
heima við eitthvert húsið, þegar ég fór
rannsóknarferðina um þorpið. Hann hlaut
Framh. á bls. 19.