Vikan


Vikan - 07.09.1939, Side 6

Vikan - 07.09.1939, Side 6
6 VIKAN Nr. 36, 1939 Agnarlitlar verur eru stækkaðar í smálífsjá, svo að þær verða eins og kjúklingar, og þessi stækkaða mynd fellur á tjald, en þar sést allt hið dularfulla líf í einum vatnsdropa. Dr. Harvey Rentschler með lampa, sem sendir f rá sér útfjólubláa geisla og drepur allar bakteríur Furðuverur vatnsdropanna sýndar á heimssýningunni. Merkilegasta dýrasýning, sem nokk- urn tíma hefir verið haldin, er í sambandi við heimssýninguna í New York. Þar eru ekki dásamlegir reið- menn og dýratemjarar með villidýr kletta- héraðanna, og samt er þessi dýrasýning stórkostlegri en hægt er að hugsa sér. Villtar og andstyggilegar verur þjóta um svæðið, veiða, éta, drepa, elska hver aðra og auka kyn sitt. — Allt þetta kynlega líf, sem er undirstaða alls annars lífs, en við getum ekki séð með berum augum, líf bakteríanna og einfrumunganna, er þarna sýnt með sérstöku áhaldi. Þessi nýja uppfinning, sem gerir þetta mögulegt, er smálífsjá, sem dr. George Roemmert fann upp, en er smíðuð í Zeiss- verksmiðjunni í Jena. Smálífsjáin er smá- sjá, í sambandi við sérstakan spegil, sem stækkar myndina 2000 sinnum og kastar henni á hvítt tjald. En ekki er nóg með það. Áhaldið er útbúið þannig, að það get- ur sýnt í einu 12 myndir af þessum kyn- legu verum. Einfrumungarnir, sem lifa í vatnsdropa, hafa marga kynlega siði. Sumir hafa nef út úr sér, sem þeir hoppa á. Aðrir dansa fram og aftur. Enn aðrir hristast og Þó að þessir emfrumungar séu kynlausir, hæn- ast þeir hver að öðrum eins og kynjaðar verur. Smádýr með svanaháls étur plöntur, þar sem það getur ekki veitt dýr.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.