Vikan - 07.09.1939, Page 10
10
V IK A N
Nr. 36, 1939
Fritz Schauerte:
FLUG
á Islandi — og
hinu megin hafsins
Fritz Schauerte, þýzkur svifflugkennari, dvaldi hér á Is-
landi frá 18. júlí til 28. ágúst s.l. Hann kenndi svifflug, á
vegum Svifflugfélags Islands, í Reykjavík og á Akureyri
og tók þátt í flugsýningum þeim, er haldnar voru á Sand-
skeiði og Melgerðismelum. — Að tilhlutun „Vikunnar"
ritaði hr. Schauerte eftirfarandi grein, er hann var hér:
Vagga svifflugsins stóð í Þýzkalandi.
Hinn margumtalaði friðarsamningur
í Versölum lagði allstrangar hömlur
á aukningu mótorflugs í Þýzkalandi. Æska
okkar fann brátt ráð við þessu. Hún byrj-
aði aftur á sama stað og allra fyrstu
brautryðjendur flughugmyndarinnar: á
flugi án hreyfils.
Flugtækin, sem unglingarnir í Þýzka-
landi smíðuðu sér á fyrstu árunum eftir
heimsstyrjöldina, voru hreinustu galdra-
verk úr spýtum, lérefti og lími. Tækni í
Fritz Schauerte, svifflugkennari.
smíðum renni- og svifflugna miðaði þó ört
áfram. Nú smíða meðlimir svifflugfélaga
okkar ekki nema einföldustu gerðir renni-
flugna sjálfir undir handleiðslu kennara
og eldri félaga, þ. e. allar renniflugur, sem
nægja til að taka A-, B-. og C-próf í svif-
flugi (i/2 mín., 1 mín. og 5 mín. flug).
Flestar gerðir svifflugna, sem ætlaðar
eru lengri flugum og betri afrekum, eru nú
smíðaðar í sérstökum verksmiðjum. Þó er
enn þann dag í dag flest vinna við þær
handiðn. Þannig er t. d. og um okkar
elskulega
Baby. „Grunau Baby 2 A.“ heitir svif-
flugan, sem ég kom með hingað til fslands
— og sem á að verða hér eftir. ,,Smábarn“
þetta er fætt í júní 1939 í smábænum
Grunau í Slesíu við rætur Risaf jallanna.
Þar rekur Ernst Schneider, upphaflega
trésmiður að iðn, ásamt 220 sérlærðum
smiðum og verkamönnum, svifflugu-verk-
smiðju. Átthagar ,,smábarnsins“ veita
ágæt skilyrði til svifflugs, til reynsluflugs
fyrir öll ,,bömin“, sem hr. Schneider lætur
frá sér fara um allan heim.
Allir þeir, sem hafa haft tækifæri til þess
að sjá litla „Baby“ Svifflugfélagsins, munu
mér sammála um það, að sviffluga þessi
er laus við alla barnasjúkdóma, og er vel
þroskað óskabarn. Ég ætla því aðeins að
geta þess hér, að með svifflugu af þessari
gerð hafa verið sett met í tímaflugi (allt
að 41 tíma í einu flugi) og hæðarflugi,
rúmlega 5.000 m. Rúmlega helmingur
allra silfur-C- skírteina (minnst 5-tíma
svifflug), sem hingað til hafa verið veitt,
hafa náðst á Grunau-Baby.
Hr. Schneider í Grunau myndi áreiðan-
lega gleðjast mikið, og kannske senda ann-
að eintak ókeypis, ef hann frétti af öðru
meti „Baby“ síns, sem heitir „Fálki“ og á
heima á Sandskeiði.
Hvers vegna svifflug? Bæði hér á ís-
landi og heima í Þýzkalandi hefi ég oft ver-
ið spurður að því, hvers vegna eru menn
eiginlega alltaf að þessu svifflugi? Svar
mitt hefir oftast verið á þá leið: Þetta er
íþrótt okkar, sem við iðkum ánægjunnar
vegna, er hún veitir í ríkari mæli en nokk-
ur önnur íþrótt. Við getum ekki hugsað
okkur annað betra en svífa í lofti, einir,
sjálfvaldir, bornir uppi af höfuðskepnun-
um tveim: vindi og sólarhita.
Annað mikilsvert atriði kemur hér til
greina: Betra uppeldi en svifflugið fyrir
hrausta, tápmikla drengi er ekki til. Það
gerir þá ákveðna, en þolinmóða, djarfa, en
varkára, kappgjarna, en félagslynda. Til
þess að fá að fljúga hálfa eða heila mín-
útu og njóta ánægju flugsins, þurfa svif-
flugfélagar oft að vinna heila viku að
smíðum og viðgerðum. Svifflugmaður, sem
er á flugi og er t. d. að reyna að setja
eitthvert met, má keppa eins lengi og hann
vill við öfl náttúrunnar, en á síðustu
stundu verður hann oft að hætta við allt,
því að ekki má hann ofbjóða flugunni né
voga sér út í hættu. Þá verður hann að
ákveða sig strax og búast til lendingar á
góðum stað, svo að bjargað verði flugunni,
sem er eign allra félaganna. Enginn kemst
í loft upp einn síns liðs, hvort sem flug-
unni er skotið upp með teygju, spili eða
Nýjasta loftskip Þjóðverja, „LZ 130“, er nú tilbúið. Á myndinni sést borðsalurinn.