Vikan


Vikan - 21.09.1939, Side 4

Vikan - 21.09.1939, Side 4
4 VIK A N Nr. 38, 1939 ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 1111111111111111111111111111111111 iii Mi Harald Herdal: | r \ Oveðursnótt. I Blásvarta haf með bylgjanna hvítu falda l byltist í hæðir, villt með þrumurödd kalda, i og stormarnir gegnum stjörnulaust rúmið halda. Hafið og stormurinn rymja með reiði blæ, I í rökkvuðum tryllingi þjóta í kringum minn bæ. i Og særinn ber þang og saltlykt inn yfir landið. Skipin farast og hafið er hinsta gröf i hundraða þeirra, er ferðast um veraldar höf. — En morguninn kemur með örléttan andvara að gjöf. i Himinninn brosir, er aftur sér auga vort dag, \ I og örléttar bárur kveða við ströndina lag. i Það er eftirfylgja af óveðurs dauðabrag. \ | Er lífið ekki ein slík óveðurs nótt, með óró dauðans í fylgd, er svæfir vorn þrótt? Er endirinn stormur, er hjaðnar svo hægt og rótt? i | (Björn Dan, þýddi). | *Villllllllllllllllllllllll|||||1l 11111111111111111111111 lllll■l■■■l•l■lllll■■il•■lll II111111111 lllllllllll■lllll■lllllllll■■l■llllll■■l■■llllll■lllllllllllllllllllll■llllllll■l III ■■■l■l■■ll■lll■lll■llll■■■llll'■'* síðara fallið varð hann fyrst „goltóttur af blóði“, segir Þórarinn. Það er nú með öllu ómögulegt, að mað- urinn hefði haldið lífi (og verið meira að segja óbrotinn), ef hann hefði komið niður á lágrétt. Hann hefir komið niður á fláa á bjargfætinum með ca. 1 cm þykku lagi af blautu slýi, sem þarna er. Hann hefir runnið eitthvað og það dregið úr. Samt voru föt hans að mestu órifin og hrein. Hvemig sem á þetta er litið, er atburður- inn hinn furðulegasti, ekki hægt að finna líkindi til þess, að svo varð sem varð — að maðurinn fór ekki í klessu. Við, sem athugað höfum, séð og skoð- að, bárum okkur fyrst saman í haust. Mæl- ingu upp á fáa metra á bjargbrún eða fallhæð er ekki hægt að gera, nema ef við Þórarinn kæmum þarna saman. Bezt væri og að hafa Hólsf jöllung með og ganga í gljúfrið, ef maður nennti að hafa fyrir slíku. Það er nú af ferðafólkinu að segja, að sumir leituðu niðurgöngu, en hún er hvergi fyrr en við Hafragilsfoss, tveim kílómetr- um (bein lína) norðar. Aðrir fóru í bif- reiðinni upp í Grímsstaði til þess að kalla á lækni og aðra hjálp. Þarna réði ókunnug- leiki. Styttra er og fljótfarnara að Skinna- stað og miklu vissara með símaafgreiðslu, því að frá Grímsstöðum þarf í síma annað- hvort um Vopnafjörð og Þórshöfn eða Breiðumýri og Húsavík til þess að ná Kópaskeri, en þetta var og eigi á síma- tíma. Á Skinnastað var og bifreiðin á leið til læknis, ef önnur fengist eigi. Dag þenna var allt á ferð og flugi hér í héraðinu, all- ar bifreiðar að selflytja fólk áleiðis til Ás- byrgis, því að þar átti næsta dag að vera samkoma mikil, sem og varð, að þar var fólk hvaðanæva að á einum 50 bifreiðum. Kl. 2,10 var símað til mín frá Grímsstöð- um og ég beðinn að koma á vörubifreið með rúm etc. Svo vel vildi nú til, að á Kópaskeri var stödd utanhéraðs vörubifreið — síma- manna, er voru að vinna í Axarfirði. — Skaraði ég nú saman skrani mínu og kl. 2y2 lögðum við af stað og héldum af miklu forsi upp eftir. Hinn harðduglegi bifreiðar- stjóri minn, Guðmundur Jónsson frá Múla í Húnaþingi, sparaði hvorki sig né bifreið- ina, er hann átti sjálfur. Þegar upp eftir kom, hittum við fyrir okkur slæðing af fólki, er ráfaði í eyðimörkinni. Síðan hlup- um við í gljúfrin um einstigið við Hafra- gilsfoss. Eru þar klappir litlar og sand- skriða síðan niður að fara. Niðri tekur við undirlendi, allbreitt, reifað gróðri. Um 1 km. sunnan við Hafragilsfoss dregst það saman í snarbratta stórklungursskriðu frá hömrum niður í á. Hún er svo dauð, að ekki sér skóf á steini, allt eins og þetta hefði hrunið í gær — nema á stöku stað uppi við bergið, þar sem vatn spýtist út úr því, eru háir hvannarunnar, sem koma upp úr berri urðinni. Þegar að skriðunni kom, mættum við A. J. Johnson, fararstjóra ferðafólksins. Sagði hann líf mannsins, en vildi snúa til byggða og fá Guðmund til þess að sækja lið, með því að hið fáa, er niðri væri, mundi ekki nægja, enda matar- laust. Þetta var vel ráðið, og sneru þeir til byggða. Ég skildi eftir hafurtask mitt mest allt og hélt á skriðuna. Leizt mér eigi væn- legt að koma sjúklingi þessa leið, enda liggur við, að mér þyki eins furðulegt, að það tókst, eins og hve vel hann slapp frá fallinu. Illskárst var að fara fast upp við bergið, en neðar varð að skríða. Héngu þar heljarbjörg við hvert fótmál, sem barn hefði getað fellt í ána. Ca. 1 km. sunnar mætti ég fólkinu með sjúklinginn á stuttu hurðarflaki, víst fjárhúshurð af Hólsfjöll- um. Var það búið að tosa honum ca. 150— 200 metra og vera að því lýó klukkustund. (Ég kom því aldrei þangað, sem Braae kom niður). Hann hafði náðst i fjöruborði ár- innar, spriklandi nokkuð í óráði. Hann var með mörg sár og annar fótur ber- sýnilega í ólagi — líklega brotinn lærleggs- háls — en ekki var nú hafin rannsókn. Sjúklingurinn var mjög kaldur eftir langa legu og hráslagi þarna niðri, þó að veður væri gott. Hann var rænulaus, en hreyfði nokkuð útlimi, nema hinn bilaða fót. Starf- semi hjartans var ákaflega léleg, æðaslátt- ur um 180, daufur og óreglulegur, enda gaf ég manninum næstu sólarhringa og þá fyrst og fremst strax hjartastyrkjandi lyf. Lá nú fyrst fyrir að komast til byggða, og héldum við norður skriðuna. Var þetta allillt verk og tafsamt. Liðið var: 2 menn af Hólsfjöllum, er þó gátu ekki borið sjúk- linginn — annar var gamalmenni, hinn veikur í hendi. Þá voru Danir nokkrir, en það var bæði, að þeir höfðu hreint orðið að gjalti, enda þreklausir sem úr osti væru eða smjöri — líka unglingar. Við saman- burð varð ég í fyrsta sinn stoltur af minni þjóð. íslendingarnir lögðu hver fram sína krafta, eftir því sem til voru, þöglir og ótrúlega þolnir. Þarna voru tveir menn gildlegir og var annar bifreiðarstjórinn, en hinir voru og vaskir í raun. Ekki vissi ég nöfn þeirra, en nafn vissi ég á hjúkrunar- konu frá Kleppi, frk. Áslaugu Sigurðar- dóttur, sem bar fætur sjúklingsins, er oft- ast löfðu aftur af flakinu, sem hann annars valt alla vega á, en þó aldrei af, jafnvel þótt Framh. á bls. 23.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.