Vikan


Vikan - 21.09.1939, Síða 9

Vikan - 21.09.1939, Síða 9
Nr. 38, 1939 VIKAN 9 Munaðarleysinginn. Dick fannst allt vera öðru vísi en það átti að vera. Hann gat verið úti og leikið sér, — það var ekki það, — en það var eins og allt hefði breytzt. Og þannig hafði það verið síðan læknirinn kom og sótti mömmu hans. Tveir menn höfðu borið hana í kynlegu rúmi út. Þegar þeir voru komnir út á tröppur, bað hún þá að staldra við andartak. — Hvar er Dick? spurði hún hásri röddu. Meadow læknir gaf Roger merki um að koma með Dick. Hann lagði litlu handlegg- ina utan um hálsinn á henni og þrýsti • Smásaga. vanganum að henni. En síðan reis hann undrandi upp og strauk hendinni um tár- votan vanga hennar. Dick var að því kominn að gráta, en mamma hans þrýsti honum þá að sér og sagði: — Heyrðu, vinur minn, mamma fer burtu snöggvast, en hún kemur bráðum aftur og leikur þá við þig allan daginn. Verður það ekki gaman? Ætlar þú að lofa mér því að vera góður drengur og hlýða Roger og frú Miller þangað til mamma kemur aftur? Dick kinkaði kolli, og Roger, elzti bróðir hans, lyfti honum á háhest og bar hann inn. En það er svo langt síðan þetta var, hugsaði Dick og andvarpaði. Nú hlýtur hún að fara að koma heim. Enginn minnt- ist á mömmu, hvorki Roger né hinir bræð- ur hans, Stan og Johny. Frú Miller, sem var ráðskona og gætti Dicks, minntist heldur aldrei á hana. Þeim var heldur ekkert um, að Dick minntist á hana og stæði við gluggann til þess að sjá, hvort hún kæmi ekki. Frú Miller sagði þá, að hann færi illa með gluggatjöldin, og Roger sagði honum að byggja sér hús eða skoða myndabækum- ar sínar. Dick reyndi að segja þeim, hvers vegna hann stæði við gluggann, en enginn hlust- aði á hann. Þau skildu ekki, að hann var að bíða eftir mömmu. Hún sagðist koma aftur og henni þætti leiðinlegt, ef hann veifaði ekki til hennar. 1 hvert skipti sem hún fór út, stóð Dick við gluggann og veifaði til hennar og einnig þegar hún kom heim. Og um leið og hún kom inn úr dyrunum hljóp hann upp um hálsinn á henni. Allt þetta reyndi hann að segja Roger, en hann var svo lítill, að hann gat ekki skýrt hugsanir sínar. Dick komst fljótlega að því, að Roger leiddist þegar hann fór út að glugganum til þess að gæta að mömmu, og þegar hann spurði með grátstafinn í kverkunum: — Heldurðu, að mamma fari ekki að koma? spratt Roger upp og sagði: — Dick, við skulum koma að leika okk- ur. En það var ekki einungis það, að mamma var í burtu, sem gerði allt öðru vísi en áður. Nú voru Stan og Johny alltaf heima á kvöldin, — áður sá Dick þá aldrei nema á matmálstímum. Johny var í skóla allan daginn, og Stan og Roger unnu úti, svo að þeir höfðu lítinn tíma til að sinna litla bróður. Nú klæddi Roger hann, ef frú Miller var vant við látin, háttaði hann, baðaði og lagði í rúmið. Ef Dick vaknaði á nótt- unni við vonda drauma, tók Roger hann upp í til sín, en þar steinsofnaði Dick með höfuðið á öxl Rogers. Bræðurnir höfðu enga hugmynd um drauma hans, spyrðu þeir hann, hristi hann aðeins höfuðið, því að hann gat ekki sagt það. Frú Miller sagði, að börn dreymdi alltaf vonda drauma, ef þau borðuðu sæt- indi undir svefninn. Dick vissi, að það var ekki þess vegna. Hann vaknaði stundum á nóttunni og var þá sannfærður um, að mamma kæmi aldrei framar. Hann hætti að spyrja um mömmu, vegna þess að hann vissi, að það hefði enga þýð- Dick reyndi að segja þeim, hvers vegna hann stæði við gluggann .... ingu. Hann gat ekki sagt, hvernig hann vissi það. Fullorðna fólkið var fegið, þegar hann hætti að spyrja eftir henni. Frú Miller sagði, að það væri vegna þess, að hann hefði gleymt henni. Johny var henni ekki sammála og sagði, að hún hefði ekkert vit á börnum. — Hann er eins og hvolpur, sem leitar að húsbónda sínum, sagði hann. Dick var einmana og yfirgefinn. Allt var breytt. Húsið, herbergin og húsgögnin voru þau sömu og áður, en samt var allt öðru vísi. Skálin með fallega lokinu, sem Dick geymdi venjulega brjóstsykur í, stóð enn á eldhúshillunni, en nú var hún alltaf tóm. Það var enginn nema mamma, sem mundi eftir því, að litla drengi langar í gott. Þegar honum leið verst, læddist hann að svefnherbergisdyrunum hennar, og þá fannst honum hann ekki vera eins einmana og áður. Hann vissi vel, að hann mátti ekki fara inn í herbergið hennar. Nú var enginn í því. Dick gerði ekkert af sér, þó að hann færi þangað. Hann opnaði dyrnar og stað- næmdist á þröskuldinum. Aðeins einu sinni læddist hann að rúminu, en varð skelkað- ur þegax hann sá, að það var autt. Hann sneri strax við, flýði til Rogers og grét eins og hann ætlaði að springa. Þá bannaði Roger Dick að fara inn í herbergið. Dick fannst allt vera tekið frá sér, þegar hann mátti ekki koma þangað inn. Ef hann hefði bara fengið að hafa hvíta hanzkann, sem hann fann daginn eftir að hún fór. Hann geymdi hann eins og gim- stein, skoðaði hann aðeins þegar hann var einn og lagði hann undir vanga sinn á kvöldin. Einn daginn sá frú Miller hanzkann hjá honum og tók hann af honum, þó að hann hágréti, berði og sparkaði. Frú Miller reiddist, en þar sem hún hafði lofað Roger að berja Dick aldrei, lokaði hún hann inni í stofu, þar til Roger kom heim. Þar fann Roger hann dauðþreyttan og útgrátinn. Hann horfði alvarlega á htla bróður sinn, en sagði ekki eitt einasta orð. Dick breiddi út faðminn á móti honum, og Roger þrýsti honum að sér, bar hann upp á loft og þvoði honum. Næsta kvöld gaf Roger Dick ljósrauða, loðna kanínu. Dick þakkaði kurteislega fyrir hana og fór með hana upp í her- bergið sitt, en hann svaf aldrei með hana eins og hanzkann. Hver dagurinn var öðrum líkur ... Diek fór á fætur með Roger og borðaði með Stan og Johny. Hann fékk aldrei að hjálpa frú Miller eins og mömmu. Frh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.