Vikan - 21.12.1939, Page 10
8
VIKAN, nr. 51, 1939
'Hju.ÍcLcl Sj,ahn<idóttVL:
I STIGUNUM
að vaknar alltaf einhver óhugnanleg-
ur beygur í mér, þegar ég sé þetta
hús þarna hinu megin við götuna. Ég átti
einu sinni heima þar í tæplega eitt ár. Og
ég held, að ég flytti ekki í það aftur, þó
að ég hefði hvergi húsaskjól annars staðar.
En þetta hús er ekkert í frásögu færandi,
því að þetta er alls ekki neitt fínt hús eða
fallegt. Það er ljótt. Gamall þriggja hæða
timburhjallur, rauðmálaður, með svörtu
þaki og auðvitað allur skáldaður utan eftir
margra ára hnjask óveðra og fyrir löngu
búinn að lifa sitt fegursta.
Ég þarf náttúrlega ekki að taka það
fram, að ég átti heima á efsta loftinu í
heldur lélegu herbergi undir súð, því að
auraráðin voru mjög takmörkuð í þá daga.
Og minnst sex sinnum á dag þurfti ég að
ganga upp og niður f jóra stiga, sem brak-
aði látlaust í, þegar gengið var um. Og
það er heldur ekkert nýtt til afspurnar,
þó að braki í stigum á gömlum timbur-
hjalh, því að það er viðburður, sem skeður
margsinnis hvert augnablik lífsins.
En annað dálítið óvanalegt var í stig-
unum í þessu húsi, sem ég held, að ekki sé
í stigum í öðrum húsum, og það var gömul
kerling, sem sat þar alltaf. Og þegar ég
segi, að hún hafi setið í stigunum, þá meina
ég það, því að hún sat aldrei í sömu tröpp-
unni eða sama stiganum, nei, heldur hing-
að og þangað upp um alla stiga.
Hún hafði alveg óvenjulegt lag á því
að vera þar, sem maður sízt átti von á
henni. Ef ég bjóst við henni í efsta stig-
anum, þá sat hún í þeim neðsta, og bygg-
ist ég við henni í öðrum hvorum miðstig-
anna, þá var hún í þeim efsta. Og svo koll
af kolli. Hún var óútreiknanleg. Og þið
skuluð ekki halda, að hún hafi haft fastan
samastað í einhverri vissri tröppu í hverj-
um stiga. Nei, ég sá hana aldrei sitja í
sömu tröppunni tvo daga í röð, ekki einu
sinni einn. Ef ég til dæmis fór út að morgni
og kom heim um miðjan dag, þá var hún
á allt öðrum stað þegar ég kom, heldur
en þegar ég fór. Og færi ég svo aftur út
og kæmi heim um kvöldið, var hún komin
í enn nýjan stað. Hún var samgróin stig-
unum. Kerlingin leigði herbergi beint á
móti mínu. Mér er enn ráðgáta til hvers.
Hún var búin að eiga heima þarna á
loftinu, eða réttara sagt í stigunum í mörg
ár. Það vissi enginn hvað lengi. Ég spurð-
ist fyrir um hana hjá öðrum íbúum
hússins, en það vissi enginn þeirra neitt
um hana, annað en það, að hún hefði setið
þarna í stigunum, þegar þeir komu. Svo
að ég var jafn nær.
Það fyrsta, sem ég sá, þegar ég flutti
í húsið, var kerlingin, og sat hún þá í næst
neðstu tröppunni í efsta stiganum, svo
mikið dúðuð í alls kyns fatatötra, að rétt
grillti í feitt, rauðleitt andlitið. Ég veitti
henni litla eftirtekt þá, hélt, að það væri
aðeins tilviljun, að.sú gamla sæti þarna,
og smeygði mér hálfergilegur fram hjá
henni. En ég heyrði um leið, að hún tautaði
fyrir munni sér: — Ósköp er drengurinn
lengi. Ég skipti mér ekkert af þessu, hugði,
að hún væri að bíða eftir einhverjum
krakkahnokka, sem hún hefði líklega sent
erinda fyrir sig í næstu búð.
En um kvöldið fór ég út að skemmta
mér með kunningjum mínum, og kom ekki
heim fyrr en um miðja nótt, talsvert
slompaður og löngu búinn að gleyma henni.
Þegar ég kom inn í ganginn, var kolniða-
myrkur, ég ætlaði að kveikja, en ljósin
voru þá í ólagi, eins og þau voru reyndar
oftast nær, svo að ég hljóp upp stigana
í myrkrinu. En ég kipptist við, því að ég
var rétt dottinn um einhverja hrúku, efst
í neðsta stiganum. Mér fór ekki að verða
um sel. Ég kallaði upp, — er þetta draug-
ur eða hver fjandinn er þetta?
— Nei, það er enginn draugur, heyrði
ég einhverja rödd kumra niður í barm sinn.
Þá skildi ég, að þetta var kerlingin.
Hvern skrattann sjálfan eruð þér að
meina, manneskja, að sitja svona í stigun-
um um hánótt og hræða saklaust fólk, sem
gengur um, — má ég spyrja?
— Þér eigið ekki að koma svona seint
heim, ungi maður, kumraði hún aftur inn
í sjálfa sig.
— Hvað eruð þér að segja, koma svona
seint heim? Má ég spyrja, hvað yður kem-
ur það við? Og ég ætla að biðja yður um
það eftirleiðis að skipta yður ekki af mín-
um högum.
Ég stökk fram hjá henni öskuvondur
til að heyra ekki hverju hún svaraði, og
skellti hurðinni í lás hjá mér. Ég háttaði
strax og ætlaði að reyna að sofna, en þetta
atvik olli því, að hugurinn var kominn á
ringulreið.
Um morguninn vaknaði ég, þunnur, úr-
illur, timbraður. Ég var ekki búinn að
liggja lengi vakandi, þegar ég mundi eftir
þeirri gömlu, og það bætti ekki upp skap-
ið. Skyldi hún vera í stigunum núna? Ég
reyndi að beina huganum frá henni, en
áður en ég vissi af, var ég farinn að glíma
við spurninguna aftur. Öll vitund mín
krafðist þess að vita, hvort hún væri í
stigunum ennþá. Ég bölvaði sjálfum mér,
kenndi drykkjuskapnum kvöldinu áður um
ástand mitt, og að ég hlyti að vera orðinn
eitthvað ruglaður á taugunum. Eins og
mér mætti ekki standa á sama um kerling-
arafmánina, hvort hún sæti þarna eða ekki.
Ég fékk mér bók að lesa, spennandi „reyf-
ara“ með morði á annarri hverri blaðsíðu,
sem ég hafði nýlega fengið að láni, og
reyndi að sökkva mér niður í lesturinn. Ég
las og las. Þegar ég var búinn með eina
blaðsíðu komst ég að þeirri niðurstöðu, að
ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég var
að lesa. Það var rétt eins og verið væri að
toga sálina í mér fram að hurðinni, en
ég streyttist á móti af öllum kröftum,líkast
því að verið væri að teyma staða bykkju.
Skyldi hún vera frammi ennþá? Þessi
spurning var komin inn í mig, út í hvern
fingurgóm og fram í tær, og var alveg að
gera mig ruglaðan. Ég gat ekki setið á
mér lengur. Ég varð að vita vissu mína.
Ég fleygði frá mér bókinni, stökk fram
úr rúminu, opnaði hurðina lítið eitt og
gægðist fram. Jú, þarna sat hún rétt fyrir
framan dyrnar mínar, og staglaði í sífellu
ofan í barm sinn — ósköp er drengurinn
lengi. Ég svitnaði af gremju, flýtti mér
upp í rúm og breiddi yfir höfuð.
En ég gat ekki annað en hugsað um
hana. Hvers vegna var ég svona upp á
móti henni, og hvers vegna kom hún mér
úr öllu jafnvægi. Það var mér óskiljanlegt.
Nú hafði hún ekkert gert á hluta minn,
annað en það að sitja þarna í stigunum og
tala til mín fáum orðum, þó ekki að fyrra
bragði, og sem voru áreiðanlega meint mér
í vil.
Ég hafði lítið umgengizt gamalt fólk, og
lítið reynt að skilja gamalt fólk. Ég verð
hreinskilnislega að játa-, að mér fannst því
heldur ofaukið í tilverunni. Það kann að
vera, að orsökin til þess sé sú, að þegar ég
var lítill drengur, var gömul kerling hjá