Vikan


Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 25

Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 25
VIKAN, nr. 51, 1939 23 JÓLAMATUR AðfangadagS- Hrísgrjónagrautur með rjóma. Steikt gæs. Laufabrauð. Ribsberjahlaup með ís eða egg-jakremi. Grænmetissúpa. Soðið, kalt hangikjöt með grænum baunum í jafningi og hrærðum kartöflum. Karamellubúðingur með rjóma. Kjötrúllur með soðnum kartöfl- um. Skyr og rjómi eða rabarbara- sagosúpa. Gerd einstakra rétta: Hrísgrjóna- 1 liter m5ólk- 150 gr. hrísgrjón. grautur. % líter rjómi, 6 smjörkúlur. Kanel og sykur. Jólaöl eða rjómabland. Hrísgrjónin eru þvegin og látin út í mjólkina, þegar hún sýður. Soðið í eina klst., þá er rjóminn hrærður út í og soðið í 10 mín. Ausið upp á diskana. Með er borin 1 smjörkúla á mann. Hún er látin ofan í miðjan grautardiskinn. Borðað með kanel og sykri, jólaöli eða rjómablandi. Steikt gaes. 1 gæs> 5—7 kg- Salt og pipar. Vz kg- gott kjötdeig. Soðið vatn. 80 gr. smjörlíki. 80 gr. hveiti. 1 líter gæsasoð. Vi teskeið sinnep. % dl. rauðvín. (Því má sleppa). Beztar eru gæsimar 5—7 mánaða gaml- ar. Gæsin verður betri, sé hún hengd upp nokkmm dögum áður en hún er borðuð og em innýflin tekin úr henni áður. Gæsin er reitt og síðan sviðin á gasi eða prímus. Hún má ekki rifna, þegar hún er sviðin, heldur á skinnið að vera gljáandi, og allir dúnfæturnir sviðnir í burtu. Haus- inn og fætumir eru skomir af gæsinni, og skurður skorinn þversum fyrir aftan brjóstbeinið. Þá fer maður með hendina inn í gæsina og dregur öll innýflin út án þess að sprengja nokkuð. Gæta verður þess að ná lungunum með, því að þau sitja föst við hrygginn, og að skera enda- þarminn alveg í burtu. Skerið skurð fyrir ofan brjóstbeinið, hjá hálsinum, og takið þar út vélindað og barkann. Lifur, hjarta og fóhom er hreinsað og látið liggja í vatni til næsta dags. Sé mikil fita á þörm- unum og innan í gæsinni, er hún tekin og Eftir 'tt&dfyUL SífyukdaAcLótíjbúi. brædd eins og önnur fita. I hana má láta salt og pipar og er hún þá fyrirtak ofan á brauð. Gæsin er þvegin vel og burstuð úr köldu vatni, sem hún er síðan látin liggja í til næsta dags. Vatnið er látið síga vel af gæsinni og innýflunum, og allt þurrkað vel. Hálsinn og vængina er ágætt að sjóða í saltvatni. Nú er gæsin nudduð með salti og pipar utan og innan, fyllt með kjöt- deiginu og síðan saumað fyrir öll op á henni. (Bezt er að hafa sveskjur og epli í staðinn fyrir kjötdeigið). Gæsin er látin í smurða skúffu inn í vel heitan bakarofn og steikt, þar til hún er móbrún. Þá er smjörpappír settur ofan á bringuna, svo að hún brenni ekki. Beinasoðinu er hellt í skúffuna og ausið yfir gæsina 15. hverja mín. (Sé steikt í rafmagnsofni gerist ekki þörf að ausa oft yfir hana). Þannig er hún steikt 2—3 klst. Soðinu er hellt úr skúffunni og það síað. Síðan er gæsin lát- in aftur inn í ofninn, bréfið tekið af henni, og látin vera dáhtla stund inni, svo að skinnið verði hart. Sósa: Smjörlíkið er brúnað, hveitið hrært út í; þynnt út með soðinu. Sinnep og rauðvín er látið í sósuna. Salt og pipar eftir smekk, og sósulitur eftir þörf. Gæsin er látin heil á fat og skreytt með litlum bréfflöggum. Með er borið soðið grænmeti, brúnaðar kartöflur og rauðkál. Einnig rauðbeður og sultutau, ef vill. Húsmóðirin sker gæsina í sundur við borðið. Ribsberjahlaup 5 dl ribsberja- eða x , . rabarbarasaft. með eggjakremi. Sítrónusafi. 8 blöð matarlím. 2 dl. vatn. Sítrónusafa er blandað í saftina eftir smekk. Matarlímið, sem legið hefir í bleyti í 15 mín. er kreist upp úr og brætt í 2 dl. af sjóðandi vatni og blandað í saftina. Leirskál er skoluð innan úr köldu vatni og stráð sykri. Saftinni er helt þar 1 og látin bíða til næsta dags. Síðan er henni hvolft á fat. Eggjakremið er látið utan um búðinginn á fatið, en bezt er að hafa ís í staðinn fyrir eggjakremið. Hvort heldur það er krem eða ís, sem haft er, er söxuðu ribshlaupi stráð yfir til að skreyta með. Eggjakrem. 31/2 dl- 2 egg og 1 matskeið sykur. Vanilludropar. % dl. rjómi. Eggin eru hrærð með sykrinum. Þegar mjólkin sýður, er henni hrært út í smátt og smátt, sett í pottinn aftur, hitað, en jná ekki sjóða. Síðan hellt í könnu. Van- illudropar látnir í eftir smekk. Rétt áður en borðað er, þegar kremið er kalt, er þeytta rjómanum blandað í það. kvöld: Jóladagur: Annar jóladagur: Grænmetis- 1 gulrót’ stór- , 2 kartöflur. SUpa. 1 blaðlaukur eða laukur. V* seljurót. Grænkál, steinselja eða spinat (saltað eða þurrkað). 1V2 liter vatn. 1 teskeið salt. 50 gr. smjör. Allt grænmetið er hreinsað og skorið í eldspýtuþykkar ræmur, sem eru 2 cm. á lengd. Smjörið brætt í potti, allt grænmet- ið sett þar í og hrært, þar til fer að sjatna í pottinum. Þá er soðna vatninu hellt á og saltað. Síðan soðið í 20 mín. Gott er, að láta soðkraft í súpuna. Soðið, kalt hangikjöt með grænum baunum í jafningi. 1V2 kg. hangikjöt er þvegið og soðið. Tekið upp úr og látið á disk á hvolfi í skál. Skorið í þunnar sneiðar þegar það er borðað. Grænar baunir 40 gr smi°rlíki , . „ . 30 gr. hveiti. 1 jaimngi. Baunasoð og mjólk. Salt og pipar. V2 kg- grænar baunir. Grænu baununum er hellt á gatasigti, smjörlíkið brætt, hveitið hrært út í, þynnt með baunasoðinu og mjólkinni. Salt og pipar látið í eftir smekk, grænu baunirn- ar látnar út í og hitað gætilega. Þegar grænar baunir í jafningi eru borðaðar með hangikjötinu, er rétt að borða hrærðar kartöflur eða bara soðnar kartöflur þar með. Karamellu- 150 gr- sgkur- , , 1 dl. vatn. buðmgur 3 egg m/ rjómasósu. 3 msk. sykur. lí lt. mjólk eða rjómabland. Vi stöng vanille. IV2 dl. rjómi. Steikarapanna er þurrkuð og hituð. 150 gr. sykur er látinn á pönnuna og hrært í því, þar til froða kemur. Þá er sykurkara- mellunni rennt innan í hringmót. 1 dl. af vatni er látinn á pönnuna og það soðið, þar til það er orðin vel jöfn sósa, látið í skál og kælt. Eggin eru hrærð með sykr- inum, þegar mjólkin sýður, er henni hrært út í egggin. 1 mjólkinni hefir vanillustöng- in verið soðin. Eggjakremið er kælt, hellt því næst í hringmótið, sem áður hefir ver- ið rennt með karamellunni. Hringmótið er látið á steikarapönnu, vatn látið á pönn- una og það soðið við mjög hægan eld í 2—3 stundarf jórðunga eða þar til búðing- urinn er stífur. Kældur, hvolft á kringlótt fat. Karamellunni er hrært saman við þeytta rjómann, og það látið á miðjuna á fatinu. Kjötrúllur. 750 gr. beinlaust kinda- eða kálfakjöt. 50 gr. smjörlíki. 1—2 búnt steinselja. 2 tsk. salt. 2 dl. mjólk. 1 dl. rjómi eða mjólk. 25 gr. smjör. Framh. á bls. 37.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.