Vikan


Vikan - 21.12.1939, Side 34

Vikan - 21.12.1939, Side 34
32 VIKAN, nr. 51, 1939 átta getur kveikt á dökkum fleti sárra reynda. Og hér voru allir vinir hennar; dýrin sem mennirnir, hávaxni hlynurinn sem lágvaxna smáblómið. Og vordagamir liðu hver af öðrum og garðurinn stækkaði og fríkkaði og færðist út, og fólkið snæddi miðdegisverð sinn úti í honum á daginn og ræddist við undir bláhvelfdum himni meðan golan hvíslaði í laufi trjánna og fuglarnir sungu á greinum þeirra. Svo var það einn dag, þegar setið var sem oftar að máltíð úti í garðinum, að sveinninn mælti upp úr eins manns hljóði: — Mig dreymdi í nótt, að Dagný ætti að fara langt burt og ætlaði aldrei að koma aftur. Það sló snöggvast þögn á alla, og enginn svaraði drengnum. Aldrei hafði verið minnzt á burtför við þær mæðgur síðan þær komu. Hver dagurinn og vikan leið eftir aðra, án þess að slíkt hefði borið á góma. Að vísu hvarflaði stundum að þeim mæðgum, að endalaust myndu þær ekki geta notið gestrisni þessa göfuga fólks. En hin nýju störf höfðu eins og dregið hugann frá frekari umhugsun um þetta efni. Það, sem eftir var þessa dags var Dagný óvenju fálát. Vonleysisskuggi fór aftur að nálgast sál hennar, og um kveldið dró hún sig út úr að gömlu linditré, er stóð afsíðis í garðinum. — Við verðum að minnast á það, sagði hún hálf hátt, eins og hún væri að bera upp mál sitt við hið laufríka tré. — Við getum ekki dvalið hér áfram umtalslaust, því að hvað væri eðlilegra en að okkur væri fyrr en varði vísað burt. — Viltu fara burt — frá okkur — frá mér? heyrði hún þá sagt lágt og þýðlega við hlið sína. Dagný hrökk við lítið eitt, leit við og mætti hinum djúpu og rólegu augum húsbóndans, sem nú virtust ennþá dýpri og fyllri af samúð en áður. — Það er ekki af því, að ég vilji, svar- aði hún hægt, — en get ég búizt við, að veglyndi yðar sé ótakmarkað? Ég átti einu sinni þrjá vini, að minnsta kosti sögð- ust þeir vera vinir mínir, og kváðust unna mér meir en öllum öðrum, meir en sjálf- um sér, — en þeir brugðust allir. — Hvenær? spurði hann. Sá fyrsti, þeg- ar tignin og auðurinn sveik mig, hinir þeg- ar söngröddin og fegurðin flúði mig. Hvers get ég þá vænzt, þegar ég á ekkert af þessu ? — Þeir hafa ekki talað sannleika, þeir hafa ekki unnað þér, heldur tigninni, auðn- um og hinni hverfulu ytri fegurð, mælti hann og horfði djúpt inn í augu hennar. — Ég ann þér, þótt þú hafir misst allt þetta. — Ó, vinur minn! hvað hefi ég að gefa þér? Hvað á ég? Ekkert! mælti hún með sársauka og féll á kné. — Allt, sem ég óska eftir, — auðugt hjarta og fagra sál, það er margfalt meira virði en það, sem þú hefir misst. Og ég býð þér mína fátækt og mínar vinnuvönu hendur í staðinn, sagði hann milt og rétti henni báðar hendur sínar. RAUÐI KROSSINN. Framh. af bls. 17. Úm sama leyti komu fregnir frá Spáni, að þar hefði verið stofnuð deild undir stjórn Isabel drottningar, og Englendingar lofuðu að senda fulltrúa á fundinn í Genéve. Dun- ant hafði sigrað. I októbermánuði árið 1863 kom þingið saman í Genéve. Þingið sóttu 62 menn frá 16 þjóðum, sem hylltu Dunant fyrir hina óeigingjörnu vinnu sína. Hann hélt þar enga ræðu fremur venju. — Aldrei fannst honum hann hafa verið eins einmana og þegar hann sá hugsanir sínar komast á skjöl. — Moynier var nú í broddi fylkingar, en hann var mun íhaldssamari en Dunant. Þeim virtist ekki ætla að semja, svo að Dunant lýsti því yfir, að hann ætlaði að draga sig til baka. Honum fannst starfs- bræður sínir hafa gabbað sig. Moynier var Ijóst, að ervitt yrði að missa Dunant nú, svo að hann taldi hann á að vera kyrran, og það tókst. 22. ágúst 1864 var hinn mikli draumur Henri Dunants framkvæmdur. Rauði krossinn var viðurkennd stofnun. Allar þjóðir tóku þátt í þinginu í Genéve. Rauð- ur kross á hvítum grunni var merki þeirra. — Særðum og sjúkum átti að hjúkra án tillits til þjóðernis. A næstu árum var Henri Dunant alls staðar tekið sem fursta, en smám saman tóku skuggarnir að færast yfir ævi þessa friðarvinar. Því betur sem gekk með hjálp- arstöðvamar, því verr gekk honum. Hann lagði mikla peninga í starf sitt, en vanrækti verzlunina, og í maímánuði 1917 varð hann gjaldþrota. Upp frá því var hann blátt áfram grafinn lifandi. Ef spurt var eftir honum í bænum, þóttist enginn kannast við hann. Og að lokum fór svo, að maður- inn, sem hafði barizt alla ævi fyrir því að hjálpa öðrum, gekk betlandi um götur Parísarborgar. Alls staðar mætti hann kulda. Hann hafði aðeins haft hæfileika til að hjálpa öðrum. Maðurinn breyttist allur. Hið fallega skegg hans var óhreint, gullkeðjan hans hjá veðsalanum. Fallegu fötin hans voru druslur. Utgangurinn á honum hlýtur að hafa verið hræðilegur. 1 endurminningum, sínum segir Dunant: — Ég hefi einnig ver- < ið í tölu þeirra, sem lita föt sín með blekiv og lýsa flibba sína með krít. Vatnið seytl-y ar í gegnum skóna þeirra. Þeir fá ekki lán, N GLEÐILEG JÓL! Reinh. Andersson, klæðskeri. GLEÐILEG JÓL! Brynja. þar sem þeir borða. Á kvöldin, þegar þeir koma heim fá þeir ekki lykilinn, af því að þeir hafa ekki borgað húsaleiguna. —■ Nótt eftir nótt hefi ég sofið úti undir berum himni, af því að ég gat ekki borgað fyrir herbergið mitt, sem var í fátækasta hverfi Parísar. Þá lærði ég að vorkenna hinum fátæku. Stríðið 1870—71 á milli Frakka og Þjóð- verja vakti Henri Dunant upp úr eymd hans og volæði. Rauði kross Frakka var illa skipulagður. Þegar hann hafði skrifað Eugénie keisarafrú tvisvar sinnum og beð- ið hana um hjálp til þess að hjúkra særð- um, bænheyrði hún hann. 11. september talaði Jules Favre, utanríkismálaráðherra, við hann um að skipuleggja hjálparstöðina. Enn tók Dunant til starfa. Með Rauða krossinum hafði hann ekki einungis ætlað að hjálpa sárum og sjúkum, heldur og að koma í veg fyrir stríð í þessum heimi — barnaleg, en fögur hugsjón. Hann reyndi einnig til að rétta konum og börnum hjálp- arhönd. Að stríðinu loknu hélt Dunant áfram starfi sínu um skeið. Hann hafði meira en nóg að gera, en heppnin sveik hann á ný. Þá tók hann að halda ræður.. En skyndi- lega féll hann í gleymsku. Enginn veit, hvað hann hefir mátt þola í fimmtán ár. Þegar hann fannst aftur, var hann 62 ára gamall með sítt, hvítt skegg. Hann hefir bersýnilega flakkað eitthvað um á þessum árum, en þegar hann fannst bjó hann í svissneska bænum Heiden. Skyldmenni hans létu hann fá peninga. Honum fannst hann vera svikinn af heim- inum. I einu bréfi skrifar hann: — Þeir létu mig deyja úr hungri ... Tveir svörn- ustu óvinir mannúðarinnar eru kirkjan og ríkið. Henri Dunant var orðinn uppreisnar- maður. I fátæklegu herbergi, nr. 12 í elliheim- ilinu í Heiden faldi Henri Dunant sig fyrir heiminum. Þar gat hann hugsað og fundið til eins og hann vildi og skrifað endur- minningar sínar. Þar fann svissneskur blaðamaður hann árið 1895 og skrifaði grein um hann. Hún vakti almenna athygli og varð til þess, að honum bárust margar gjafir. Bertha von Suttner, konan, sem barðist fyrir friði, heimsótti hann árið 1901, og það var henni að þakka, að Henri Dunant voru veitt Nobelsverðlaunin. En peningana : gaf hann til góðgerðarstofnana. Hann bjó áfram á elliheimilinu. I brúna sloppnum sínum með svörtu kollhúfuna sat hann í > klefa sínum og lauk við endurminningar t sínar. Hann var heilsulaus. Rússnesk-jap- anska stríðið 1904—05 fannst honum vera sorgarleikur. Guði sé lof, að hann lifði ekki hörmungar heimsstyrjaldarinnar. Hann dó í Heiden 30. október 1910, 82 ára að aldri. Erfðaskrá hans var stutt: — Ég vil láta jarða mig eins og hund. Ég treysti því, að þið virðið hina síðustu ósk mína. Henri Dunant er dáinn, en ævistarf hans lifir. Enn er stríð, og Rauði krossinn hjálpar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.