Vikan - 21.12.1939, Qupperneq 37
VIKAN, nr. 51, 1939
35
I STIGUNUM. Frh. af bls. 9.
næmdist í hverri tröppu og góndi upp í
myrkrið. Það rauf ekkert þögnina nema
ískyggilegt marrið í stiganum.
Hún var ekki í neðsta stiganum. Ég
gekk jafn hægt upp næsta stiga. Ég var
kominn upp í þriðju eða fjórðu tröppu,
þegar ég fann nálægð hennar með því að
garmarnir hennar flæktust um annan fót-
inn á mér. Ég herti mig upp. Ég var ekki
vitund skelkaður, aðeins heitur af æsingi.
Blóðið í mér svall.
— Ég ætla að segja yður það, kerling-
arnorn, að þér verðið að hypja yður burt
úr þessum stiga og það undir eins. Þér
hafið ekkert einkaleyfi að sitja í honum,
og ef ég sé yður hér oftar, skal ég láta
allar illar vættir elta yður á röndum. Þér
hafið herbergi hér uppi á loftinu og þar
getið þér verið. Ég skók hnefana af bræði
út í myrkrið. — Og þér — þér skuluð eiga
mig á fæti, ef ég sé yður oftar, yðar
ógeðslegu persónu hér í stigunum, þá —
þá skal ég------Ég urraði út úr mér síð-
ustu orðunum. Ég var hamslaus, gnísti
saman tönnum af reiði.
— Heyrið þér það? Hafið þér skilið
mig? Ekkert svar. — Getið þér ekki svar-
að, kerlingardjöfull ? Heyrið þér, hvað ég
er að segja? Ekkert svar. Það er bezt að
hrista helvítið til, vita hvort hún fær þá
ekki málið. Ég þreif óþyrmilega í öxlina
á henni. — Getið þér ekki svarað mann-
eskja? Ég varð allt í einu hræddur, ofsa-
hræddur. Ég var yfirkominn að geðshrær-
ingu, skalf allur frá hvirfli til ilja. Dauð-
ans angist gagntók mig. Ég fann helkald-
an hroll leggja eftir hverri taug. Hvað
hafði ég gert? Mér fannst myrkrið, kol-
svart, óendanlegt myrkrið taka utan um
mig tveim stórum krumlum og kremja
mig saman. Mig langaði til að æpa upp,
en kom ekki upp neinu hljóði. Hún datt í
fangið á mér, þegar ég kom við hana.
hræðilegur grunur læsti sig um mig. Ég
varð trylltur, viti mínu fjær. Ég fálmaði
með annarri hendinni upp að andlitinu á
henni, — það var ískalt, stirðnað. Guð
minn góður, hún var dáin .. .
GLEÐILEG JÓL!
Málningarverksm.
Litir og Lökk.
GLEÐILEG JÓL!
Heildverzlun
Þórodds Jónssonar.
Jólira
°9 aLiverpoaL^
Nú þegar jólakauptíðin erí algleymingi verður
verzlunin
aLinerpooL^
óhjákvæmilega efst í hugum manna, enda er
reynslan búin að sýna, að JUoerpoo^ gerir allt-
af sitt ýtrasta til að láta viðskiptamennina fá
það bezta fáanlega á jólaborðið.
En auk þess eru hvergi meiri líkur til að fá hina réttu jóla-
gjöf, heldur en í einhverri af hinum velþekktu
6 deildum tJjverpoaL^
J ÓLASALAN fer fram undir hl jómleikum frá
Liverpool-útvarpinu.
Verið velkomin í 'JinerpooJ^
BETTY HENNINGS. Frh. af bls. 19. -
einmitt sýnt þá leikpersónu með þeim sér-
einkennum, sem skáldið hafði til ætlazt.
Hún keppti ætíð að því að blása lífi í
þá mannssál, sem í hlutverkinu býr, og
það skeði með ákaflega nákvæmri og rök-
hugsaðri vinnu. ^
Frú Hennings vissi allt um þær persón-
ur, sem hún sýndi. Hún hugsaði eins og
þær, kynntist venjum þeirra — og öllu lífi,
svo að hún að lokum var leikpersónan. —
Hún var bein mótsetning við ,,stjömur“
nútímans, — þetta, að leikarinn í vissum
atriðum viti einungis af sjálfum sér, án
nokkurs sambands við umhverfið og mót-
leikarana. — Það var henni svo f jarlægt,
eins og allt, sem var ólistrænt. Þess vegna
var það í raun og veru heldur ekki frú
Hennings, sem áhorfendur sáu í Noru —
frú Alving — Hedvig, — nei, þeir sátu
augliti til auglits við Noru — frú Alving
— Hedvig. — Gagnólíkar, lifandi persón-
ur með eigin hugsunum og tilfinningum,
sem voru gagnólíkar tilfinningum leikkon-
unnar.
Ég var einu sinni spurður, hvernig áhrif
list frú Hennings mundi hafa á nútíma-
fólk. — Þeirri spurningu er hægt að svara
með fullri vissu.
Fyrir allmörgum árum síðan lék hún í
danska útvarpið í síðasta sinn. Þá hlust-
aði ég, ásamt hóp af ungum nútíma leik-
urum, sem höfðu safnazt saman af for-
vitni, til að heyra ,,naturalistiska“ leiklist
frá 1880 og 90.
Undir eins og þeir höfðu heyrt hana
segja fyrstu setninguna, með sinni björtu,
hreinu, vel tömdu rödd, þar sem nákvæm-
lega hárfínar áherzlur á hverju blæbrigði
málsins nutu sín til fulls, — litu þeir hver
á annan steinhissa. — Svo fylgdust þeir
með leik hennar, þögulir og hlustandi.
Þegar útsendingunni var lokið, varð löng
þögn, og svo sagði einn þeirra: — Þetta
var óviðjafnanlega yndisleg list!
Hann hafði rétt fyrir sér.
Það er áreiðanlega ein af þeim allra
mestu listakonum, sem nú er horfin inn í
ókunna landið.
Einn af hinum auðmjúkustu þjónum í
hinu mikla musteri listarinnar.